Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 7
3
hún hætti aö innhýsa það og gjöri það rœkt af bóka-
markaði vorum.
Það langar víst engan í „Ólöfu í Ási“ og aðra
samskyns fœðu eftir að hann hefir neytt þess, sem bor-
ið er á borð í Ben Húr.
Þýðingin íslenzka á þeim parti liinnar dýrmætu
skáldsögu eftir Wallace, sem birtist í biaði þessu, er
eftir ritstjóra ,,Sam.“ og svo vel vönduð sem liann hef-
ir vit á.
----o----
Föstuhelgin.
Langaföstutíðin hefir göfuga liefðarhelgi hjá oss
Islendingum frá því endr fyrir löngu. 1 kaþólskri tíð
fastaði almenningr þjóðar vorrar í bókstaflegum skiln-
ingi á því tímabili, alveg eins og fólk allra annarra
kristinna þjóða. Og þó að sá siðr væri smásaman
lagðr niðr eftir reformazíónina, þá liélzt þó liið gamla
nafn á þeirri kirkjuárstíð eins fyrir því, og það, sem
mest var um vert í föstuhugmyndinni upphaflegu, lifði
áfram. En það var vitanlega trúuð endrminning frið-
þægingarpísla drottins vors Jesú Krists, sem hann af
fúsum og frjálsum kærleiksvilja gekk í gegn um til
þess að frelsa syndugt mannkyn.
Út af föstuhugmyndinni eins og liún þroskaðist
innan hinnar lútersku kristni varð til hjá þjóð vorri
dýrmætasta guðsorðabókin, sem hún hefir eignazt —
Passíusálmarnir. En hins vegar varð það blessað
sálmaverk til þess að auka lielgi langaföstutíðarinnar í
meðvitund íslenzkrar alþýðu og setja á hana það sér-
staklega alvörumót, sem hún hefir á sér haft allt fram
á þennan seinasta mannsaldr.
Um fram allt á föstunni hafa heimilisguðsþjónust-
ur — húslestrar — tíðkazt meðal Islendinga, og aðal-
guðsorðabókin þá æfinlega Passíusálmarnir. Yenju-
lega byrjað á þeim sérstöku bœnahöldum á lieimilunum
laugardagskvöld næsta á undan sunnudeginum í föstu-
inngang, og þá um liönd hafðr fvrsti Passíusálmrinn,
síðan einn þeirra sálma á hverjum degi alla föstuna út.
Svona var það að minnsta kosti víðastlivar á Islandi á
fyrra helmingi síðustu aldar og talsvert iangt fram yfir