Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 12
3
til var greindr á auglýsingar-spjaldinu. En sjá, eftir
því, sem auglýsingin upp yfir höfði Jesú á krossinum
segir til, er dauðasök hans að eins fólgin í því, að hann
er konungr! Pílatus, yfirvaldið rómverska, sem í em-
bættisnafni kvað upp yfir honum dauðadóminn, stýlar
sjálfr auglýsinguna, og vill þar ekkert annað setja, getr
ekkert annað fundið honum til sakar, en það, að hann
sé konungr — konungr Gyðinga. Meðfram var það í
háði, að liann í auglýsingunni Jét orða dauðasök Jesú á
þann liátt. Hann vill með þessu móti stríða liöfðingj-
um Gyðinga svo sterklega sem honum er unnt. Hann
er þar að hæðast að þjóðernislegu og trúarlegu drambi
þeirra og hinum fáránlegu sjálfstjórnarkröfum, sem
liann vissi svo vel að þeir gengu með innanbrjósts and-
spænis heimsríkinu mikla rómverska. Hann vill, að
þeir skilji það út af því, er hér var auglýst af honum
sjálfum, fulltrúa keisarans i Rómaborg, að allt það til-
kall, sem þeir þóttust liafa til þess að ráða sér sjálfir
eða vera eins og ríki út af fyrir sig í heiminum, sé nú
dœmt til svívirðilegs dauða. Og það, sem bezt var við
þann dauðadóm, var það, að þeir sjálfir höfðu um lmnn
beðið; — meira en það: jafnvel með œðisgenginni á-
fergju heimtað dóminn af lionum. Líka þetta vildi
hann að þeir skildi, og' því stýlar hann auglýsinguna
eins og hann gjörði. Hann nær þar og tilgangi sínum.
Þeir skilja háðið og stríðið þeim til handa, sem lá í á-
skriftinni, og' því leitast þeir við að koma lionum til að
breyta henni, orða dauðasök Jesú öðruvísi, þannig, að
hann hafi sagzt vera konungr Gyðinga. En sú tilraun
þeirra mistekst algjörlega. Nú loks er liinn rómverski
landstjóri ákveðinn og einbeittr. f þetta skifti er liann
með öllu ófáanlegr til að láta undan eða dansa eftir
þeirra pípu. Eina svarið, sem þeir fá upp á beiðni
sína, er þetta: „Það, sem eg hefi skrifað, það liefi eg
skrifað.“ Áskriftin skal standa, hvað sem liver segir.
Jesú er hegnt með hinum smánarlega og grimmdarfulla
krossfestingardauða fyrir þá sök — að eins fyrir þá sök
—, að liann er konungr.
En þó að Pílatus liefði meðfram og aðallega þennan
tilgang, þá er hann stýlaði auglýsinguna upp yfir liöfði
Jesú á krossinum eins og liann gjörði, að hæða Gyðinga-
höfðingjana og liefna sín á þeim fyrir alla framkomu