Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 23
19 Hann veit, að hann er „þjónn drottins“ og á að ganga veg dauðans. Hann fær að velja urn kross og kon- ungsríki — jarðneskt konungsríki; af fúsum vilja og með fullri meðvitund kýs liann krossinn. Fvrsta verk Jesú eftir skírnina er að horfast í augu við djöfulinn. IJvort gat honum þá dulizt, að stríð, grimmasta stríð heimsins, og ekkert annað lá fyrir. Dauðanum getr hann hafa hryllt við og kviðið fyrir kvölunum, en ó- vart gat honum aldrei komið kvaladauðinn. Enn fremr her þess að gæta, að sú merking, sem Jesús lagði í skírn sína, bendir á, að hann hafi vitað, að dauði sinn ætti að verða sem friðþægingarfórn. Samhljóða er vitnisburðr Krists sjálfs, postulanna allra og Jóhannesar skírara um það, að Jesús hafi ver- ið syndlaus. En í skírninni steig hann í spor synd- ugra manna og skírðist iðrunarskírn Jóhannesar. Hann tók þar á sig annarra syndir, og rættist þar það, sem spáð var um „bjón drottins“ : „Með illvirkjum er hann ta]inn.“ 1 skírninni gjörðist hann staðgöngu- maðr syndaranna. Það var ekki af tilviljun, að ein- mitt þá. er hann stóð í sporum syndugra manna og hafði tileinkað sér syndir þeirra, skyldi faðirinn lýsa velþóknan sinni á honum, lýsa yfir því, að hann tœki hann gildan staðgöngumann syndaranna. Alls þessa var desús sér meðvitandi. Dmögulegt er því annað en álykta, að frá unphafi embættistíðar sinnar hafi Jesris vitað það, að skuggi allrar heimsins syndar hvíldi yfir honum og að hann átti að fórnfœra sér tii skuldalúkn- ingar fyrir mennina. Eftir því lúýtr maðr einnig að taka, að Jesús hafði a' í liuga og taldi sjálfmn sér vís afdrif hinna fornu spámanna. Það kemr i ljós í tali hans þegar í fjallrœðunni (Matt. 5, 10—12) og lielzt þar til hann á- vítar farísea síðast (Matt. 23, 27). Afdrif fyrirrenn- ara síns, Jóhannesar skírara, hafði hann fyrir augun- um, og vissi sér sömu örlög búin (Mark. 12, 7—12). Snemma kcm það í Ijós, að hann þekkti svo hatr óvina sinna, að hann vissi, að heir mvndi heldr drýgja synd þá, er ekki verðr fyrirgefin, en að veita honmn viðtöku Mark. 3, 20—30). Mjög bráðlega eftir að hann byrj- aði starf sitt komst hann að því, að þeir flokkar lýðs- ins, sem annars voru hvor öðrum fjandsamlegastir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.