Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 14
IO
til enda. En liins vegar varð honum æ ljósara og ljós-
ara, eftir 1 tví sem hann sá og heyrði meira til Jesú með-
an á rekstri máls lians stóð, að framkoma lians öll var í
mesta máta tignarleg, sann-konungleg í œðsta skilningi.
Öll píslarsaga Jesú ber nú skýran vott um liinn andlega
konungdóm hans. En þó einkum sá þáttr píslarsögunn-
ar, sem nú sérstaklega er um að rœða. Áskriftin, sem
PíJatus lét setja á kross Jesií vfir Jiöfði lionum, er um
fram allt sjálfkjörin til fyrirsagnar þeim kapítula í
hinni miklu liarmsögu, — orðin, sem koma með yfirlýs-
inguna um það, að lmnn sé konungr.
Vér skulum athuga ýmisJegt í þeim ]>ætti píslarsög-
unnar, sem einna skýrast opinberar hina konunglegu
tign frelsarans í kvölunum. En áðr, og þó í beinu sam-
bandi við það, skal bent á einn eiginlegleik lijá rithöf-
undum þeim, sem vér höfum píslarsöguna frá, eins og
líka allt annað, sem oss er kunnugt um kjör Jesú og
framkomu lians til orða og vei'ka meðan liann, mannlegu
Jioldi klæddr, dvaldi liér á jörðinni. Þeir—guðspjalla-
mennirnir—segja svo stillilega, svo útbrotalaust og með
svo fáum og látlausum orðum frá atburðum öllum. Eng-
in viðleitni eða tilhneiging Jijá þeim nokkurn tíma
merkjanleg til ]>ess að hrífa tilfinningar lesendanna.
Eng'in tilraun til að lyfta söguefninu upp með skáldleg-
um eða háfleygum lýsingum. Engin viðliöfn. Alls
engri íþrótt beitt til að gjöra það eða það, sem verið er
að segja frá, átakanlegt. Allt er blátt áfram, svo merki-
lega einfalt. Hversu mikill sem straumþunginn er í
söguganginum, þá líðr sagan áfram svo liœgt og kyrrlát-
Jega eins og væri lygnt fljót. Yfirborðið öldulaust
og slétt. Nú er ])ó vitanlega söguefnið í guðspjöllum
nýja testamentisins svo óviðjafnanlega mikilfengt og
hátíðlegt, skarar að því leyti langt fram úr öllu öðru
sögumáli, sem gjörzt hefir liér á jörðinni. Að einu levti
mesta hrvggðarefni, en í annan stað mesta fagnaðar-
efni, sem mannkynssagan ])ekkir. Ymist lengst niðri í
undirdjúpunum, ellegar gnæfanda hæst upp í liimin-
inn, Jangt um liærra en allir aðrir andlegir fjalltindar.
Og þó svo frá söguefninu gengið af guðspjallamönnun-
um eins og ])að líði áfram rólega eftir rennsléttri grund.
Persóna söguritaranna hverfr eiginlega með öllu á bak
við söguefni þeirra. Þeir viðhafa í rauninni engar veru-