Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 20
i6
skaltu vera með mér í paradís!‘ ‘ Eæninginn trúði því, að
Jesús, þótt nú væri liann í þessarri djúpu niðrlæging og
sáru píslum, væri þó konungr—Messías liinn fyrirheitni.
Og seinna meir, sjálfsagt eftir dauðann, myndi hann
birtast í konungdœmi sínu. En Jesús var einnig þá —
á krossinum — konungr, var þegar kominn í ríki sínu.
Þetta opinberar hann ræningjanum og öllum heimi með
því á þessarri stund, negldr á krossinn og svo óendan-
lega sárt kvalinn, að tala eins og guð, taka stórsyndara
til náðar eins og guð.
Beygi þá allir sig í iðran og trú fyrir Jesú, hinum
guðlega krossfesta konungi, eins og þessi deyjandi ræn-
ingi.
Dauði drottins vors Jesú Krists.
„Minnst pú, ó, maSr! á minn deyð,
minnst þú á mína sáru neyt),
minnst þú, aS eg hefi’ einn fyrir þig
í dauðajm gefið sjálfan mig.“
Dauði drottins vors Jesú Krists er hið sjálfsagða
umhugsunar-efni vor kristinna og lúterskra manna nú
á föstunni. Blessuð sé föstutíðin, sem knýr oss alla
til að ganga krossferil frelsarans og gráta hjá honum
synd vora í Getsemane, á Gabbaþa og Golgata.
Ógjarnan vilja þó mennirnir margir þessa götu
ganga. „Holdið tekr að mögla og manga“, er um það
rœðir, að fasta hjá kvalakrossi lausnarans. Þar við
bœtizt það, að nvtízku-kenningarnar margar vilja,
að gengið sé fram hjá hinum ömurlega dauðdaga Jesú
sem mest. JfanmíJar-lífsspekin svo nefnda vill láta
alla áherzlu leggja á líf og kenningu Krists, og þvkist
fyrir líf hans fá lifnndi kristindóm. Hún kennir það
gömlum kirkjukreddum, að dauði Krists hafi gjörðr
verið nð þungamiðju kristindómsins. Lærimeistarar
víðsvegar um heim, og nií orðið i sjálfri kirkjunni,
flytja mönnum þann boðskar*, að Kristr sé að vísu
meistari allra manna og ímynd mannlegrar fullkomn
unar. En dauði hans sé fórnardauði að eins á sama
hátt sem aðrir menn láta líf sitt fyrir sannfœring sína
og styrkja vitnisburð lífs síns með því fúslega að