Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 27
23 Ó, þú rangsnúna öld, sem hirðir hýðið, en kastar korninn! Ó, bér fávísu menn, sem fegnir viljið veizl- una sitja með Kristi í Kana, en fáizt ekki til að fasta með honum í Gretsemane! En þú, sál mín! drag þú þig í skugga krossins og met það meira, að fyrir þig er Kristr dáinn, en þótt þú eignazt gætir öll ríki veraldar og dýrð þeirra. En er þú liorfir augum þínum á krossinn og sér drottiu þaðan líta inn í hjarta þitt, þá minnst þú þeirra orða: „Þetta gjörði eg fyrir þig; hvað hefir þú gjört fyr- ir mig?“ B. B. J. SíSan á nýári hefir „Nýtt KirkjublaS" í Reykjavík aS eins ann- an ritstjóranna, sem veriíS hafa aS undanförnu: séra Þórhall Bjarn- arson. Þaö aö séra Jón Helgason hætti segir embættisbróöir hans hafi nærri því g'jört út af viö blaðiö, og lætr hann um leið mjög dauflega yfir því, hvernig því hafi nú verið tekiS af landslýðnum í samanburði við það, hvernig „Kirkjublaðinu“ eldra var tekið fyrir 15 árum. „Frelsis“-fyrirlestrinn, sem hr. Einar Hjörleifsson flutti í haust í Únítarahúsinu íslenzka í Winnipeg og víðar, kemr nú í „KirkjublaSinu“ frá því í Desember, þó ekki andatrúarpartrinn. Hvort séra Jón Helgason hefir fyrir þá sök hætt við ritstjórnarverk- iö verðr ekki sagt. En andatrúar-kuklið kvað halda áfram í höfuð- staS Islands, og berast ógeðslegar undrasögur af þeim myrkrafund- um hingaS vestr; en mótmæli frá klerkalýS íslands gegn þeirri svndsamlegu hjátrú og heimsku heyrast alls engin. Lexíur fyrir sunnudagsskólann x Apríl 1908; Annar ársfjórSungr. — I. Sunnud. 5. Apríl (5. sd. í föstuj: GóSi hirSirinn fjóh. 10,1—8J. Minnistexti: Góði hirðirinn gcfr líf sitt út fyrir sauðina (n, v.J. — II. Sunnud. 12. Apríl Jpálmasunnud.J: Uppvakning Lazarusar fjóh. 11, 1—37, einkum 32.—44. v.J. Minn- istexti í 25. v.: Bg em upprisan og lífið. — III. Sunnud. 19. Apríl fpáskad.J: Páskalexía fLúk. 24., 1—12J. Minnistexti: Bn nú cr Kristr upprisinn frá dauðum (1. Kor. 13. 20J. — IV. Sunnud. 26. Apríl (í. sd. e. pásk.J: Jesús kennir lítillæti JJóh. 13, 1—20J. Minnlstexti: Nýtt hoðorð gcf eg yðr, að ]>ér elskið hvcr annan, cins og cg hcfi clskað yðr fjóh. 13, 34J. Sigurör S. Christopherson, einn af námsmönnunum íslenzku viS prestaskólann lúterska í Chicago, kom þaSan aö sunnan sökum heilsubilunar um mánaSamótin síöustu og hvílir sig fyrst um sinn í Baldr hiá foreldrum sínum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.