Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 8
4
miðbik aldarinnar. En þá fóru húslestrarnir smásam-
an að leggjast niðr, fyrst meðal heldra fólksins, og síð-
an lijá alþýðu. Þau háttaskifti á íslenzku þjóðlífi voru
einmitt sem óðast að komast á um það leyti, sem vestr-
farir Islendinga hingað til Ameríkn hófust fyrir rúm-
um þrjátíu árum. Og vildi þá ofr eðlilega heldr lítið
verða um þennan lcristilega og þjóðernislega helgisið
rneðal fólks vors hér í hinum nýju átthögum þess í
dreifingunni í þessu landi samfara frumbýlingsskapn-
nm í nálega öllum hugsanlegum skilningi. Svo sem
við mátti búast fer því fjarri, að vér kristnir Yestr
íslendingar liöfum enn beðið l>essa bœtr.
Ekki er við því að búast, að húslestrarnir verði
aftr teknir upp meðal safnaðafólks vors hér í formi
því, er áðr tíðkaðist, þar sem þeir á annað borð eru
dánir út, né heldr væri það œskilegt eða heppilegt. En
eitthvað annað, sem betr myndi henta eftir nútíðar-
ástœðum vorum, yrði þá að koma í staðinn. Um þetta
leyti árs — á föstunni — er vafalanst bezto tíðin fyrir
flest fólk vort hér til þess að styðja þetta kristilega
nauðsynjamál hjá oss verklega. Og til þess ætti menn
að vorri hyggju einmitt að nota Passíusálmana.
Bœnahaldsfundir hafa á seinni árum komizt á í
kirkjum sumra safnaða vorra á miðvikudögum á föst-
unni. Þeim söfnuðum fjölgar, sem tekið hafa upp
þann sið, og eru þeir að verða fleiri og fleiri, sem taka
þátt í beim bœnahöldum. Auðvitað eru Passíusálmarn-
ir sjálfsagðir til söngs við þau tœkifœri. Og notkan
þeirra l>á getr orðið til þess, að líka verði farið að
hafa þá um hönd á heimilum íslendinga miklu víðar en
nú tíðkast. Iírevft hefir því verið áðr í blaði þessu,
að helzt ætti og á föstunni við hverja einustu helgi-
daga-guðsþjónustu í kirkjmn vorum eða á öðrum sam-
komustöðum safnaða vorra að hafa yfir í heyranda
hljóði eitthvað úr sálmum þessum, til þess að hið óvið-
jafnanlega dýrmæta efni þeirra, hinn sterki kristin-
dómsboðskapr, sem þar er fluttr, næði sér aftr niðri
hjá kristnum íslendingum og rynni þeim að nýju í blóð
og merg. Þetta vildum vér nú endrtaka og leggja á-
herzln á.
Grjöri prestarnir svo vel og aðrir forgöngumenn
kristilegra félagsmála í söfnuðum kirkjufélagsins að