Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 13
íog um, á sama blettinum, hlið við hlið, nálega í sömu spor- unum, en sjá þó ekki það sama. „Sínum augum lítr hver á silfrið.“ Þeir hafa sama sjóndeildarhringinn, en þó eru myndirnar, sem þeir sjá; misjafnar, ólíkar. Sumir sjá fegrð í náttúrunni, aðrir ekki. Sumir sjá þar dýrð lifanda guðs, aðrir ekkert nema dautt náttúrulögmál. Sumir sjá fegrð í náttúrunni á sumum stöðum að eins, aðrir hvar sem er. Sumir sjá hana á öllum ársins tíð- um, aðrir ekki nema á sumrin, eða á vorin. Björn Gunnlaugsson sá fegrðina og dýrð guðs hvað skærast í vetrarnáttúrunni og vetrarbrautinni. Steingrímr Thor- steinsson segist ekkert hafa litið fegra en „fagrt kvöld' á haustin.“ Og bœtir svo við, takandi af öll tvímæli um álit sitt: „Morgun ei af aftni ber og ei af hausti vorið.“ Á síðastliðnu ári var sú upplýsing send frá Islend- ingi hér einu blaði á íslandi, að liér í landi væri ekki svo sem um neina náttúrufegrð að rœða. Það var bent á það nokkru síðar, við eitt tœkifœri: liér, að hefði Jónas Hallgrímsson dvalið hér í landi, þá myndi honum hafa sagzt öðruvísi frá, og var því til sönnunar vitnað til kvæðisins „Nú er vetr úr bœ“, þar sem þetta stendr: „Þegar lauf skrýðir björk, þegar Ijósgul um mörk rennr lifandi kornstanga móða“ o. s.. frv. Nú eru vitanlega til laufskrýddar bjarkir og korn- akrar hér í Ameríku, í Canada, og þá ekki sízt hérna í Norðvestrlandinu, þar sem þetta hvorttveggja er í svo afar stórum stíl. Kornakrar í Danmörku fyrir miðja nítjándu öld, og kornakrar hér nú á tímum eru auðvitað varla saman berandi. Það mætti eins vel bera saman dálítinn stöðuvatnspoll við hafið sjálft. Jónas sá fegrð- ina í hinni dönsku náttúru, eins og hann lýsir svo inni- lega í þessu gullfagra erindi. En fregnritinn hérna hefir auðvitað ekki komið auga á neitt slíkt hér í landi. Þetta, sem eg hefi hér sagt um Jónas, minnir mig nú á enn annað: Á síðastliðnu ári var hundrað ára afmælis þess ágætismanns minnzt af íslenzku þjóðinni, á íslandi, f Kaupmannahöfn og hér í Ameríku. Nálega engir, eða alls engir þeirra, sem opinberlega minntust hans, við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.