Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 5
IOI ekki sé þeir frakkaklæddir. Áherzlan skyldi öll á það lögð, að gera gestunum stundina innilega og hugðnæma. Kærleiksþelið kristilega ætti að hertaka liugi allra gesta, er þeir koma á lieimilið. Hversu fátœklega sem veitt er, þar sem föng eru smá, getr þó sönn gestrisni prýtt lieim- ilið, sú gestrisni, sem er fólgin í kærleiksríku viðmóti, góðvild og gleði. Því meira af saklausri skemmtun sem haft er um liönd á heimilunum, og því fleiri heimili sem verða tii þess að iðka keimilis-skemmtanir, því ónauðsynlegra verðr það, að menn ávallt kaupi skemmtanir sínar á alls- konar opinberum skemmtistöðum, sem margir hverjir eru ekki hættulausir, einkum unglingum. Ef fólk vildi skemmta sér lieima, og á heimilum hvers annars, myndi til muna minnka vandræðin, sem oft stafa af skemmt- ana-eftirsókn manna. Þá myndi og fólk betr geta liald- ið í hemilinn á œskulýðnum. Oft vill það verða, að allt of lítið tillit er tekið til unglinganna, þegar verið er að bjóða fólki og skemmta því á lieimilunum. Og argvítug kredda er það, að stía eigi yngra og eldra fólki hvoru frá öðru í skemmtunum. Sumir álíta, að ungt og roskið fólk geti ekki skemmt sér saman. Þess vegna bjóða menn gestum sínum svo, að þeir í þetta sinn hafa eldra fólkið í boði, en í annað sinn unga fólkið. Það er óheppilegt. Yngra fólkinu er þörf á aðhaldi því, er það liefir af eldra fólkinu, og eldra fólkið þarfnast fjörs og gleði œsk- unnar. Maðr á aldrei að verða gamall. Aldrei má maðr verða svo gamall, að maðr geti ekki notið giaðværðar lífsins. Guð skóp gleðina. Kristinn maðr ætti að vera glaðastr allra manna. Lífsskoðun kristindómsins er björt og gleðileg. Og hvergi ætti birta kristindómsins að vera meiri en einmitt á lieimilinu. Vandamál öllu stœrst er sá þáttr heimilislífsins, sem lýtr að uppeldi barna. Hvernig gjöra megi heimilið svo rir garði, að það sé liœfilegr vermireitr Heimilið fyrir vorgróðr lífsins, er vandasamasta og börnin. spurning alls þessa máls. Barnauppeldið sjálft getr í smágrein þessarri naumast komið til mála. Það er meira efni en svo. Heimilið er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.