Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 3
99
H eimi1ið.
fFramhald frá síSasta blaöi og niðrlag.J
Heimilið hefir tveimr skyldum að gegna: skyldu
við sjálft sig og skyldu við almenning. Dyr þess eiga
ekki ávallt að standa opnar; ekki heldr
Gestrisni á eiga þær æfinlega að vera lokaðar. Hér er
Ineimilinu. vandratað mundangshófið. Um fram allt
er heimilið heimulegt. Það er friðheilagr
staðr, sem eigendr einir ráða. Svo friðheilagt er heim-
ilið, að það á að vera undanþegið ummælum og afskift-
um annarra rnanna út í frá. Það er syndgað á móti
lieimilinu, þegar það er gjört að opinberum stað, og ó-
viðkomandi fólk gengr þar út og inn eins og væri það
opinbert gistiliús. Sum heimili eru svo fótumtroðin, að
blómabeðin þar stórskemmast. Samt sem áðr á heimilið
ekki að vera harðlæst hús. Það á miklu fremr að vera
sólskinsblettr, þar sem margir fá að koma og verma sig.
Gestrisni hefir löngum verið talin með beztu kosturn
þjóðar vorrar. En deildar geta verið skoðanir um það,
hvað í raun og veru sé sönn gestrisni. Algengust merk-
ing þess orðs virðist vera: að aðkomnum mönnum sé
borinn mikill og góðr matr á borð, að húsfreyja þjóti í
eldhúsið til að setja upp „litla ketilinn“ óðar en gest ber
að garði. Holl er saðning svöngum og göngumóðum
kaffið kært. En sjaldnast er það þó, að menn heimsœki
kunningja sína sökum hungrs og þorsta. Þegar gest-
risnin er það eitt, að fylla munn og rnaga, þá er hún
naumast teljandi með dýrustu dyggðunum. Miklu
meira hlýtr að vera í þetta hugtak spunnið. Skyldi ekki
sönn gestrisni vera fyrst og fremst fólgin í vinsamlegu
atlæti, ])ýðu viðmóti, einlægri viðleitni að gleðja lund
gestsins? Þegar gestr fer burt af heimili, fer ekki á-
nœgja hans yfir komunni eftir því, livort líkami lians
liefir verið troðfylltr af mat, heldr því, hvort hugr hans
hefir fyllzt unaði og hjarta hans fyllzt kærleika. Sú
húsmóðir, sem listina þá kann, að skemmta gestum sín-
um með hlýlegu viðmóti, uppbyggilegum samrœðum,