Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 9
io5
Ný siðfrœði.
Eftir séra Kristinn K. Ólafsson.
!
Það er oft minnzt á „nýju guðfrœðina' ‘ í seinni tíð,
eins og eðlilegt er, þar sem verið er að gjöra all-ítarlega
tilraun til að ryðja henni braut víðsvegar um liinn
kristna heim. Eitt af því, sem lienni er talið til gildis,
er það, hve laus hún sé við allar kenningar-kreddur
„gömlu guðfrœðinnar“. Enda er því ekki að neita, að
hún sleppir œði-mörgu, sem „gamla guðfrœðin“- liefir
mætur á. En maðr á ekki að óttast það neitt, segja þeir,
sem „nýju guðfrœðinni“ fylgja, því liún sleppir engu
nema trúarkenningum, en um trúarkenningar á manni
að vera ósárt samkvæmt nýjustu tízku. Siðfrœði krist-
indómsins láti hún óskerta, og’ ætti það að nœg’ja jafnvel
þeim íhaldsömustu. 1 þetta sinn ætla eg ekkert á það
að minnast, livílík fjarstœða það er að nema úr gildi trú-
frœði þá, er Kristr og postularnir kenndu, og halda því
samt fram, að kristindómrinn sé óskertr eftir sem áðr;
en eg vildi leyfa mér að benda á það, hvernig ný sið-
frœði virðist vera að gægjast fram á sjónarsviðið sam-
liliða „nýju guðfrœðinni“, ef dœma á eftir því að
minnsta kosti, livernig leitazt er við að ryðja henni
braut af mörgum þeim, sem hana aðhyllast. Finnst mér
þetta vera eftirtektarvert mjög, vegna þess einlægt er
verið að fullvissa mann um að „nýja guðfrœðin“ snerti
ekkert við gömlu siðfrœðinni. Lesandi getr skorið úr
því, livað honum finnst vera rétt í þessu máli. Eg vil
að eins benda á nokkuð af því lijá meðlialdsmönnum
„nýju guðfrœðinnar“, sem mér finnst benda til, að ný
siðfrœði sé á ferðinni.
Fjölda-margir þeirra, sem liugfangnir eru orðnir af
„nýju guðfrœðinni“ og halda henni fram, eru menn, sem
tilheyra einliverri kristinni kirkjudeild, sem ákveðna trú-
arjátningu hefir og stefnu. Þar á meðal eru auðvitað
margir prestar tillieyrandi evangeliskum kirkjudeildum.
Hafa þeir gjörzt kennimenn af frjálsum vilja, og játað sig
undir lög og trúarjátningu þeirrar kirkjudeildar, er þeir
*