Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 2
98 því, er farið hefir verið eftir við slík tœkifœri innan liins lúterska kirkjufélags vors, íslendinga liér, og er form það fyrir mörgum árum prentað í blaði þessu („Sam.“ V, 1, Marz 1890). Að niðrlagi vígslu-atkafnarinnar var séra Jóliann af forseta settr inn í kennimannsem- bættið hjá söfnuðunum, sem kvatt liöfðu hann lijá sér í þá stöðu. Síðar prédikaði forseti og lagði út af Jóh. 15, 1 o. s. frv. (um vínviðinn og greinarnar). Á eftir þeirri prédikan ávarpaði liinn nývígði prestr söfnuðinn með stuttri rœðu út af 1. Pét. 2, 9 („Þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, lieilagr lýðr, (guðs) eigið fólk“ o. s. frv.). Dálítill hópr fólks var við þetta tœkifœri til altaris með prestinum nýja og frú hans. Að guðsþjónustunni lokinni var samsæti, sem for- göngumenn kristindómsmála í Brœðrasöfnuði buðu fólki til, í skólahúsinu í Lundi hinum megin við Fljótið. Sam- fara líkamlegum veitingum, sem vel voru úti látnar, fóru þar fram rœðuhöld út af prestsvígslunni, sem víst má telja einhvern mesta stórhátíðar-atburð í kirkjusögu norðrbyggðanna í Nýja íslandi. Það var samkvæmt ein- dreginni ósk safnaðarforstöðumanna þar nyrðra, að prestvígsla þessi fór fram innan Brœðrasafnaðar og að ekki var beðið með þá athöfn þar til á kirkjuþingi eða um það leyti. Og er vonanda, að hinn hátíðlegi atburðr hafi orðið og verði með guðs hjálp kristindómslífi safn- aðalýðsins í því byggðarlagi til nokkurrar glœðingar, eins og þeir, sem fyrir þessu gengust, ætluðust til. Þetta er í annað skifti, að lútersk prestsvígsla hefir farið fram í Nýja Islandi. Hið fyrra skifti var það árið 1880, á pálmasunnudag, 21. Marz, þá er Halldór Briem var vígðr til hinna sameinuðu safnaða í Nýja Islandi, og fór sú athöfn fram á Grimli. Séra Jóh. Bjarnason liefir með f jölskyldu sinni setzt rað á Hnausum í Breiðuvík, þar sem liann og liefir liafzt við undanfarin sumur. Þeim var vel tekið þar á staðn- um, og menn vona hins bezta út af því að hann hefir nfi til fulls og alls tekið til starfa í söfnuðum þessum. 0-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.