Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 30
I2Ó
v» byrja samkvæmt gyöinglegri venju með sólu; og verör því *
fyrsta stund dags sama sem hin fyrsta frá sólaruppkomu;
til iþess því aö komast nákvæmt aö oröi var torg'ð viö
Joppa-hliö fyrstu stund dagsins, sem til var tekinn, al-
skipað vörum og verzlunarfólki, og mjög fjörugt. Hliöið
með hinum þungu vængjahuröum í haföi staðið al-opiö síð-
an í dögun. Verzlunarlífinu, sem ávallt var fjörugt, hafði
eins og verið ýtt gegn um hið bogadregna inngangsop inn á
stíg einn þröngan og hlað, sem lá meðfram múrum hins
mikla turns og hélt svo áfram áleiðis inn í bœinn. Svo
sem kunnugt er stendr Jerúsalem uppí hálendinu, og var
því morgunloftið þar skiljanlega talsvert svalt. Geislar
sólarinnar höfðu væntanlega yl í för með sér, en þeir töfðu
ömurlega lengi hæst uppi á múrtindum og turnum stór-
hýsanna umhverfis; en þaðan að ofan barst kurr dúfna og
suðan í flokkunum, sem komu og fóru.
Til þess lítið eitt að kynnast fólkinu í hinni helgu borg,
bæði því, er að var komið, og hinu, er þar átti heima, gjöra
menn vel í að staldra við hjá hliðinu og renna snöggvast
augum yfir sjónarsvið þetta. Mun það reynast nauðsyn-
legt til þess að hœgra verði að átta sig á sumu af því, er
hér fer á eftir í sögunni. Það fæst ekk betra tœkifoeri til
að virða fyrir sér almenning þennan, sem seinna mun
koma fram í allt öðru skapi en því, er nú gagntekr alla.
Það, sem fyrst vekr athygli áhorfanda, er ruglingr sá
hinn algjöri, sem allt á stöðvum þessum er háð — athafnir,
raddir, litir, hlutir. Einkum er þetta svo á hinum þrönga
stíg og hlaðinu. Jörðin er á því svæði lögð stórum ólögu-
legum hellum; en á hellugólfi því rís upp margvíslegt kall
og marr og hófahljóð; blandast svo þetta allt saman og
kveðr við með skurki og dynjanda á milli hinna háu
steinveggja til beggja handa. En með því að fara dálítið
inn í þvöguna og kynnast ögn viðskiftalífinu, sem hér fer
fram, getr það þó tekizt að liða þetta nokkuð sundr.
Þarna stendr asni, mókandi undir klyfjum þeim, sem á
hann hafa verið lagðar: körfum fullum af ýmiskonar baun-
um, lauk, agúrkum, og hafa ávextir þessir verið fluttir
norðan úr Galíleu tafarlaust eftir að þeir voru teknir úr
görðunum og hjallaflesjunum þar. Sé maðrinn, sem er
með asnann, ekki við það bundinn að sinna þeim, sem af
honum eru að kaupa, kallar hann stöðugt til þess að aug-
lýsa vörur sínar með röddu, sem engir skilja nema þeir, er
innvígðir eru í þessi mál. Ekkert getr einfaldara verið en
búningr þessa manns — ilskór og ábreiða, óbleikt og ólituð,
er brugðið er upp um öxlina aðra, en gyrt um mittið.
Skammt frá liggr úlfaldi á knjánum, og er hann miklu til- <|\