Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 10
io6 tilheyra. Siðferðislega skyldi maðr ætla, að þeir menn lilyti að skoða sig til þess knúða, að flytja erindi kristin- dómsins, samkvæmt trúarjátningu kirkju sinnar, svo lengi sem þeir ekki segja sig xir lienni. Og hverfi slíkir menn frá trú kirkjunnar og megin-atriðum kristinnar trúar, skyldi maðr ætla, að það væri sjálfsögð skylda þeirra að flytja þann nýja sannleika, er þeir hafa fundið, utan vé- banda kirkjunnar. Með því er hvorki samvizkufrelsi einstaklingsins né rétti nokkurs kirkjuflokks misboðið. En þessi aðferð er ekki við smekk margra „nýju guð- frœðinganna' ‘. Mætir menn, sem aðhyllast „nýju guð- frœðina“, og hljóta að gjöra sér grein fyrir því, live al- gjörlega hún ríðr í bága við hinn sögulega kristindóm, sem hinar evangelisku kirkjudeildir aðhyllast í játning- arritum sínum, og þeir sjálfir hafa tekið að sér að flytja, snúa við blaðinu og nota stöður sínar í kirkjuuni til að útbreiða kenningar andvígar evangeliskum kristindómi, án þess að þeir virðist hafa nokkra tilfinningu fyrir því, að þeir sé ekki að fara sem hreinlegast að. Hvernig víkr þessu við! Getr það verið nokkrum vafa bundið, að maðr, sem tekr að sér eitthvert starf fyrir félagskap, er hann tilheyrir, hefir ekki leyfi til að reka það þvert ofan í stefnu þess félagskapar! Og gildir þetta ekki eins, þótt starfið, sem rekið er, sé það að boða kristindóminn? Samkvæmt gömlu siðfrœðinni væri ekki nema um eitt svar að rœða upp á þessar spurningar. En nú virðast margir skoða það harla óþarft að hugleiða annað eins og þetta. Þeir ganga í þjónustu þessa eða hins kirkju- félagsins, en virðast þó skoða sig alveg óháða. Þar sem vér viljum ætla mönnum allt hið bezta, finnst oss, sem þeir, er þannig koma frarn, hljóti að grundvalla hreytni sína á einhverri „nýrri siðfrœði“, sem að einhverju leyti eða á einlivern hátt sé samrímanleg nýju guðfrœð- inni. Að viðhafa orð, sem ákveðna og velþekkta merk- ingu hafa, í nýrri merkingu, án þess að gjöra fullkomna grein fyrir því, veldr oft miklum ruglingi. Menn taka orðin í sinni gömlu merkingu, þótt þeir, sem tala þau, leggi í þau nýja merkingu. Er þetta altítt í sambandi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.