Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 4
IOO fjörugum söng og leikum, gjörir gestrisni lieimilis síns göfugri en þótt liún framberi bezta matinn úr búri sínu. Eigi er þar fyrir lítið gjört úr þeim ágæta kosti góðrar húsmóður, að ganga gestum sínum vel fyrir beina. Þarf- legri er flestum kvenmönnum sá lærdómr, að kunna verk að vinna í búri og eldhúsi, en lærdómr tungumála og talnafrœða. Eins og einstaklingarnir ekki mega vera einrœnir og afskiftalausir um aðra menn, eins ber heimilunum að vera ekki einrcen né afskiftalaus af almennu félagslífi. Það byggðarlag er ávallt fráfælandi, þar sem hver sitr á þúfu sinni og litlar samgöngur eru á milli bœja. Miklu notalegra er það byggðarlag, þar sem nágrannar heim- sœkja oft hverjir aðra og hvert heimili fagnar öðru. Gestaboð og skemmtanir ætti fólk við og við að hafa á heimilum sínum. En það er vandi ekki lítill. Ein af meinsemdum aldar þessarrar er liófleysi það, er á sér stað í flestum lilutum, en hvergi þó meir en í samkvæm- islífi. Allt þarf nú að vera gjört í svo stórum stíl. Só gestaboð liaft, þarf nú allt að vera ríkmannlegt og í burðarmikið, svo maðr geti fullnœgt kröfum tízkunnar. Hver keppist við annan. Ekki vill maðr láta sitt boð vera lakara boði granna síns. Hurðarás er reistr um oxl. Hvorki efni né kraftar leyfa óliófið, en þó má ekki minna, úr því á annað borð er tjaldað. Þeir, sem fyrir boðunum standa, liljóta armœðu af því, og gestirnir liafa þá ónotalegu meðvitund, að nú sé þeir komnir í skuld við veitendrna. Þeir, sem ekki geta flotið með þessum straum og á yfirborðinu að minnsta kosti haldið sig svo ríkmannlega, stranda og verða að halda sig utan alls samkvæmislífs. Þannig myndast stéttir og „klík- ur“, og þar með öfund og afbrýði meðal fólks. Hvergi ber eins mikið á þessu lieimskulega yfirlæti og lijá lítt menntuðum mönnum, sem skyndilega hafa orðið fjáðir. Hér í landi er þetta alþekktr sjúkdómr. Yari Islending- ar sig á lionum. Kristið heimili apar ekki alla heimskulega tízku lieimsbarnanna. Miklu fremr er þar gjört sér far um að hafa gestaboðin einföld, svo allir fái þar notið sín, þótt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.