Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 15
III því það hefir líka sínar hlœgilegu hliðar. Tökum til dœmis Davíðs sálma vísindin. Nokkrar eru þær nú orðnar vísindalegu niðrstöðurnar um það, hve margir af þeim sé eftir Davíð sjálfan. En allar hafa þær verið jafn-óskeikular á sínum tírna, og þeirn verið haldið fram jafn-fullum hálsi af ýmsum biblíu-sérfrœðingum eða biblíu-sérvitringum. Þá má líka, til dœmis, benda á alveg nýkominn boð- skap frá einum þessum íslenzka vísindamanni, um það, að eitthvað meira en lítið sé bogið við Prédikarans bók. Það hefir hann nú, trúi eg, séð á rithættinum, að hún geti ekki verið eftir sama manninn ölh Nú vil eg spyrja: Eru minnstu líkindi til, að þessir menn sé kunnugri bókmenntum forn-Gyðinga en lærðir nútíðar-menn eru nútíðar-bókmenntunum? 0g hvernig hefir þeim svo farnazt, þegar þeir hafa ætlað sér að þekkja höfunda eftir rithætti? Til dœmis má benda á dulspekis-ritin, sem voru að birtast frá andatrúarmönn- um í Reykjavík fyrir tveimr árum. Þau áttu að vera eftir menn mjög nærri oss í tímanum, — menn, sem mik- ið liggr eftir; og farð í letr á vorri eigin tungu. En aldrei gat mönnum þó borið saman um það, livort þetta, sem þeim var eignað, líktist nokkuð öðru, sem eftir þá lá. Sumir þekktu þar rithátt Jónasar, Konráðs og Snorra. Aðrir voru sannfœrðir um, að það, sem andatrúarmenn héldu fram í því efni, væri ,.óekta“ eða falsað, einmitt af því, hve ritháttrinn var ólíkr þeim, sem höfundar voru kallaðir. En þegar kemr aftr í Jobsbók, þá fer þeim nð bera saman; þar er svo sem ekki hætt við, að þeim missýnist. Eg skal nefna annað dœmi. Guðmundr Magnússon, ungt og efnilegt skáld, hefir ritað töluvert á síðari árum, í bundnu og óbundnu máli. Stjórnin hafði veitt honum dálítinn stvrk. Bráðgáfaðr og háskólagenginn ungr fslendingr hefir lagt fvrir sig að semja ritdóma um flest eða margt, sem út hefir komið á íslandi á síðari árum, einkum skáldskan. Hann hefir lagt þetta fyrir sig, og virðist vera bráðglöggr í þeim efnum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.