Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 8
104 liöggin úr tengslum. Hann, sem gengr um byggðir manna meÖ hina beittu sigð, hefir í hendi sinni lykil að hverju húsi. Dauðinn gengr óboðinn inn, þá er minnst varir. Hann þrífr konuna úr fangi manns síns. Hann slítr manninn úr örmum konu sinnar. Hann deyðir barnið á brjósti móður þess. Hve nátengd sem hjörtun eru og ástin innileg, skal allt í sundr skorið. Húsin öll skulu hrynja. Heimilin öll skulu uppleyst verða. Hve traustlega sem maðr byggir, er þó aldrei nema til fárra nátta að tjalda. Skelfilegt er að sitja einmana eftir í myrkrinu, þeg- ar ljós hafa slokknað á heimilinu. Og hve stutt er leiðin einatt milli Kana og Getsemane. Hve brýn nauðsyn ber þá til þess, að hafa frá uppliafi og alla daga á heimili sínu ljósið eina, sem aldrei slokknar, ljós heimsins og himinsins, Jesúm Krist! Enginn annar en hann getr setið hjá manni í myrkrinu í grasgarði grátsins, látið iýsa af sjálfum sér yfir húm hjartans og kennt manni að segja, hve þröngt sem manni er um hjarta: „Ekki sem eg’ vil, heldr sem þú vilt.“ En sigrljómi trúarinnar á Jesúm Krist lýsir lengra en yfir rústir heimilanna hér, er þau eru hrunin. Hann lýsir inn í annað land, þar sem nýtt heimili Heimilið er manni fyrirbúið. 1 gegn um tára-móðu hinum sorgar sinnar eygir maðr, er hann stendr megin. undir handarjaðri Krists, heimilið, sem ekki er með liöndum gjört og aldrei hrynur, heimilið hjá guði föður, „hins vegar við feigðar-fjörð- inn.“ Heimili vor hér eiga að vera fyrirmyndir heimilis- ins hinum megin. Burtför vor liéðan á að vera upp- stigning til himneskra lieimkynna. Þá fyrst er heimilis- hugsjón manns fullkomin, þegar maðr hefir jafnframt lieimilinu hér eignazt heimili á himnum og flytr sig þangað grátglaðr í dauðanum. B.B.J ■O'

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.