Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 29
125 '*> Hjörtu þeirra slógu ótt; fagnaöartitringr fór í gegn um sálir 'f> þeirra; og eins og með einum munni hrópuðu þeir: „Stjarn- | an! stjarnan! Guð er með oss!“ SJÖTTI KAPÍTULI. Sölutorgið við Joppa-hlið. í múrgarðinum umhverfis Jerúsalem, þeim megin, er veit til vestrs, er op; fyrir því opi er vængjahurð úr eik, og er þar hliðið, sem ýmist er kennt við Betlehem eða Joppa. Svæðið þar fyr.r utan er eitt hinna nafnfrægu stöðva í borginni. Löngu áðr en Davxð tók að ágirnast Síon var þar hervirki. Og er son Jesse loksins hafði bolað Jebúsinga burt og fór að eiga við byggingar, varð kastalastœði það norðvestr-horn hins nýja borgarveggs, sem varinn var með turni einum, er miklu meira fór fyrir en gamla virkinu. Hliðstœðinu var ekki raskað, líklegast fyrir þá sök, að þjóðvegirnir, sem mœttust og runnu saman framundan hliði því, urðu ekki með góðu rnóti fluttir á neinn annan stað, auk þess sem svæðið fyrir utan var í áliti almennings orðið að sjálfsögðu verzlunartorgi. Á dögum Salómons var á þeim bletti mikið um verzlunarviðskifti, og tóku í þeim þátt verzlarar frá Egyptalandi og auðugir kaupmenn frá Týrus og Sídon. r>ótt þvínær þrjár þúsundir ára sé liðnar, hefir blettrinn þó enn á sér einskonar verzlunarbrag. Vanti einhvern pílagrím títuprjón, eða skammbyssu,eða dúfu, asna, hest, úlfalda, eða langi hann í döðlur, melónur,agúrkur, flatbaunir, eða vilji hann fá sér hús eða peningalán, eða túlk eða annarskonar mann sér til þjónustu, þá þarf hann ekki annað en spyrja eftir því, er hann vanhagar um, við Joppa-hlið. Stundum er næsta líflegt á þessurn stöðvum, og bendir það þá til þess, hvernig muni hafa verið um- horfs á þeim bletti á dögum Heródesar þess, er mestum mannvirkjum lét komið upp þar í landi. Og nú er einmitt að hugsa nm sölutorg þetta á þeirri tíð. Eftir hinu hebreska tímatali varð samfundr vitring- anna, sem frá hefir veri.ð skýrt í kapítulunum á undan, tuttugasta og fimmta dag hins þriðja mánaðar í árinu, að áliðnum degi; það er sama sem 25. Desember. En árið var annað ár á 193. Olympías, eða árið 747 frá bygging Róma- borgar, — sextugasta og sjöunda aldrsár Heródesar. mikla, en þrítugasta og fimmta stjórnarár hans, — fjórða ár fyrir W Krists burð, eftir því sem nú er kallað. Stundir dagsins a

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.