Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 22
n8 hvert mannsbarn í byggðinni hafa verið h;ar við statt, enda var vehr inndælt og umferh bærileg, þótt nýafstaðnar væri talsverð- ar rigningar. Næsta dag lagði eg eg á stað heimleiðis. Þótt Melanktons-söfnuðr sé fremr lítill söfnuðr og af- skekktr, eru þó mál safnaðarins þar í góðu horfi. Lestrum er haldið uppi í söfnuðinum á hverjum sunnudegi. Er lesið til skiftis á tveim stöðum: i byggðinni. Eru þær lestrarsamkomur vel sóktar, og það þrátt fyrir Það, að margir eiga talsvert langt að sœkja. Einnig er sunnudagsskóli þar í góðu lagi. Við guðs- þjónustu þá, er eg flutti þar, voru tekin samskot til heiðingja- trúboðsins, og komu saman $11.15, sem ekki er óálitleg upphæð frá ekki stœrra söfnuði. — Fólkið er mjög alúðlegt, og fellr mér það því betr sem eg kem oftar í byggðina. Dvölin öll þar vestra var hin ánœgjulegasta. K. K. Ó. Ætlazt er til, að sumarskóli verði haldinn í kirkju Garðar- safnaðar 12., 13. og 15. þ. m. Trúmálafundr verðr haldinn einn daginn og á honum rœtt um guðsþjónustuna. K K. Ó. SUNNUDAGSSKÓLA-LEXÍUR í Júlí 1908. Þriðji ársfjórðungr: I—IV. I. Sunnud. 5. Júlí (3. e. trínj; ísrael biðr um konung (1. Sam. 8, 10—22): — (10) Þá sagði Samúel fólkinu, sem heimti af honurn konung, öll orð drottins. (11) Og hann mælti: Sá mun vera konungsins háttr, þess sem yfir yðr drottnar: Yðar syni mun hann taka, að þeir skipi sér niðr á hans vagna og með- al hans reiðmanna, og að þeir hlaupi fyrir hans vagni, (12) og til að gjöra þá höfuðsmenn yfir þúsund, og höfuðsmenn yfir fimmtiu, og að þeir plœgi akra hans, og uppskeri uppskeru hans, og gjöri herklæði hans og hertól. (13J Og dœtr yðar mun hann taka til þess þær búi til smyrsl, eldi og baki. (Y4J Og akra. yð- ar og víngarða og olíugarða þá beztu mun hann taka og gefa þrælum sínum. (15) Og hann mun taka þræla yðar og am- báttir og fríðustu ungmenni yðar, og asna yðar, og hafa til sinna verka. (17J Sauðfénað yðar mun hann láta yðr tíunda, og þér sjálfir munuð vera hans þrælar. fi8j Og Þér munuð á sama tíma œpa sökum konungs yðar, sem þér hafið yðr valið, og drottinn mun ekki heyra yðr á þeim sama tíma. (19) En fólkið vildi ekki gegna raust Samúels, og þeir sögðu: Nei, konungr skal yfir oss vera, (20) að vér séum eins og aðrar þjóðir, og konungr dœmi oss, og fari út á undan oss í bardaga vora. (21) Og Samúel heyrði öll ummæli fólksins, og talaði þau aftr fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.