Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 11
io7
við nýju guðfrœðina. „Nýju guðfrœðingarnir“ viðliafa
að mestu sömu trúfrœðilegu orðatiltœkin sem áðr tíðk-
uðust. En í þeirra munni merkja flest þeirra allt annað
en áðr. Þeir tala um, að „trúa á Krist‘ ‘, og meina ekk-
ert meira með því margir hverjir, en það, að þeir telji
dœmi hans dýrmætt. Þeir tala um Krist sem guðs son,
og þó neita margir þeirra guðdómi hans. Hann er að
eins guðs sonr í sömu merkingu sem allir menn eru guðs
synir. Þeir tala um boðskap Krists, en meina oft með
því að eins siðalærdóm Krists, þótt það sé vitanlega að
eins einn þáttr í boðskap Krists. Þannig mætti telja
upp þvínær óendanlega. Eitt dœmi enn að eins skal liér
nefnt. „Nýja guðfrœðin“ kallar boðskap sinn kristin-
dóm, þótt hún gangi oft alveg fram lijá því sérkennilega
við kristindóminn sem trúarbrögð, og boði í raun og
veru almenna guðstrú. Sýnir þetta, hve langt er farið
í því að klæða nýjar villukenningar í meinleysishjúp
rétttrúaðra orðatiltœkja. Þetta finnst nú þeim, sem
gömlu skoðuninni fylgja, ekki vera rétt að farið. Þeim
finnst ekki rétt að reyna að dylja varninginn með um-
búðunum, til þess að hann gangi betr út. Þeir vilja, að
brœðr þeirra, „nýju guðfrœðingarnir“, flytji boðskap
sinn þannig, að öllum geti verið ljóst, hvert þeir eru að
stefna. Þannig er t. d. „Nýtt Kirkjublað“ á Íslandi
að koma fram í síðustu tíð. Það er að opinbera stefnu
sína betr og betr, og teljum vér það ávinning, að stefnan
komi fram í réttri mynd, þótt vér hins vegar ekki getum
skilið, livernig heiðvirðir menn skoða það rétt af sér að
nota stöðu sína í kirkjunni til að útbreiða annan eins
boðskap. En að boða hann svo, að öllum geti skilizt,
hvert verið er að stefna, finnst oss þó ólíkt hreinlegri að-
ferð en að leitast við að leiða fólk inn á landareign
„nýju guðfrœðinnar“ gegn um svo dimma þoku, að ekki
sé unnt að sjá, hvert verið er að stefna. Enda finnst oss,
að til þess að réttlæta annað eins og það muni þörf á
nýrri siðfrœði.
Og hví vill þessi nýja stefna, sem í raun og veru er
æfagömul, réttlæta bað, að hinar fráleitustu skoðanir
beri kristilegt nafn? Um það er ekki hér að rœða, að