Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 20
116
báðu Jósef að gefa sér vatn að drekka úr brunni, sem
þar var. Meðan viðdvölin var, fleygði Ben Hiir sér ör-
magna niðr í sandinn. Hermennirnir gáfu lionum eng-
an gaum. En svo sótti sveinninn Jesús vatn úr brunn-
inum og fór með til bandingjans, þar sem hann lá, laut
niðr að honum og gaf honum að drekka. Hermennirnir
sáu, hvað fram fór. Viknuðu þeir þá við að sjá líknar-
verkið, og' það svo, að það, sem eftir var leiðarinnar,
reiddu þeir bandingjann til skiftis. „Öðrum liörð mun
iinast lund af líknarverki þínu.“
Það, sem Þorsteinn Erlingsson segir muni verða,
sýnir Lewis Wallace að varð.
Mesta skáldsaga, sem eg þekki, er Les Miserábles
eftir Victor Hugo. Það er mikið myndasafn úr mann-
legu lífi. Illt og gott er þar sýnt með sterkum, skýrum
dráttum.
Ein er sú mynd þar, sem ber af öllum hinum. í
mínum huga er það svo, og eg get þess til, að svo liljóti
að vera með alla, sem þá bók lesa. Það er kærleiks-
myndin af Myriel biskupi. Enda var það kærleiksverk
hans, sem endrfœddi aðal-söguhetjuna, Jean Valjean.
Eg vil þá að endingu segja við ykkr konurnar, sem
gangizt fyrir kristilegri líknarstarfsemi í þessum söfn-
uði: Látið eldd hugfallast, bótt svo og margir sé l)eir
vor á meðal, sem ekki sjá, hvað þér eruð að vinna. Hald-
ið áfram að vinna yðar verk. með kyrrlátri hógværð, og
verið þess fullvissar, að ekkert líknarverk er svo lítið, sé
það í réttum anda unnið, að það verði til ónýtis. Hpp
af hverju slíku líknarverki spretta ný kærleiksblóm hjá
þeim, sem fyrir þeim verða, og hjá þeim, sem um þau
vita.
Það eru yðar verðlaun.
-----o-----
ANŒGJULEGR SAMANBURÐR.
Menn heyrast stundum tala um ha®. aS það sé svo óumrœSilega
mikiS verk, aS kristna allar heiSingiahjóSir, og aS starfinu miSi svo
lítiS áfrarn árlega í samanburSi viS þaS, sem eftir er óunniS, og
vart sé til hess hugsandi, aS nokkurn tíma verSi séS fyrir endann á
pví verki. ÞaS er satt, aS verk'S er mikiS, sem fyrir hendi er. En
hitt er ekki rétt, aS trúboSinu miSi svo lítiS áfram, aS menn ætti