Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 24
120 raust í öllu, sem Þér hafiS til mín talaS, og sett yfir yðr konung. (2) Og sjá nú! þarna er konungrinn. Eg em orSinn gamall og grár, og synir mínir eru á meðal yöar, og eg hefi gengið fyrir augliti yðar frá unga aldri allt til þessia dags. (3) Hér em eg; vitnið móti mér fyrir drottni og hans smurða: Hvers uxa hefi eg tekið? og hvers asna hefi eg tekið? og hverjum hefi eg gjört órétt? og hverjum ofbeldi? og af hvers hendi hefi eg tekið við mútum, og læst aftr augurn mínum þess vegna? Sé svo, skal eg yðr aftr gjalda. Og Þeir mæltu: Engan órétt og ekkert of- beldi hefir þú haft í frammi við oss, og ekkert hefir þú af nokk- urs manns hendi tekið. (3) Og hann sagði til þeirra: Drott- inn sé vitni rr.óti yðr, og vitni sé hans srnurði á Þessum degi, að þér hafið ekkert fundið í minni hendi. Og fólkið anzaði: Veri þeir vitni! — (13) Og sjáið nú: Þarna er konungrinn, sem þér hafið valið, sem þér hafið heimtað; sjá, drottinn hefir sett yfir yðr konung. (14.) Ef þér óttizt drottin, og þjónið honum og heyrið hans raust, og þverskallizt ekki við drottins skipanir, hlýðið, bæði þér og konungr yðar, sem yfir yðr rikir, drottni, yðar guði, ('þá er velj; (13) en ef þér hlýðið ekki raust drottins og þverskallizt við skipanir drottins, þá mun hönd drottins vera móti yðr eins og hún var móti feðrum yðar. (16) En kornið nú hingað, og sjáið þann mikla hlut, sem drottinn gjörir fyrir yðar augum. (17) Er nú ekki hveiti-uppskera? Eg kalla til drottins, og hann mun senda reiðarslög og regn; kannizt þá við og sjáið, að Þér hafið illa gjört fyrir drottni, að beiðast konungs. (18) Og síðan kallaði Samúel til drottins, og drottinn sendi reiðarslög og regn þann sarna dag. Þá varð allt fólkið skelkað fyrir drottni og fyrir Sarnúel. (ig) Og allt fólkið sagði til Samúelsu Bið til drottins fyrir þrælum þínum, til þíns guðs, að vér ekki deyjum, því vér höfum bœtt þeirri vonzku ofan á allar vorar syndir, að vér höfum beiðzt konungs. (20) Og Samúel sagði til fólksins: Óttizt ekki; þér hafið að hafzt allt þetta illa; víkið að eins ekki frá drottni, og þjónið drottni með öllu yðar hjarta. (21) Víkið ekki, snúið yðr ekki til þeirra fánýtu skurðgoða, sem hvorki hjálpa né frelsa; þvi ónýtir eru þeir. (22) Því drottinn mun ekki yfirgefa sitt fólk vegna síns rnikla nafns, því drottni hefir þóknazt að gjöra yðr að sínu fólki. (23) Og fjarri sé það mér að syndga móti drottni, að eg skyldi hætta að biðja fyrir yðr, og eg vil kenna yðr þann góða og rétta veg. (2\) Óttist einungis drottin, og bjóniö honum með öllu yðar hjarta dyggilega; bví sjáið, hversu mikið hann hefir við yðr gjört. (23) En ef þér hreytið illa, þá verðr bæði yðr og konungi yðar í burtu kippt. Minnistexti er 24. versið, sem hér er með skáletri prentað.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.