Sameiningin - 01.06.1908, Blaðsíða 14
IIO
það tœkifœri, gátu byggt neitt af því, sem þeir sögðu um
liann, á persónulegri þekking. Allir stóðu þar jafnt að
vígi. Allir höfðu það sama fyrir sér: verkin lians eins
og þau liggja fyrir. Út úr þeim urðu þeir allir að afla
sér allrar þekkingar á manninum. Út úr þeim að lesa
lífsskoðun hans, lundareinkunn og gáfur. Allir höfðu þeir
sama sjóndeildarhringinn. En live undr það var mis-
jafnt, sem þeir sáu. Enginn þeirra, sem um hann töluðu
eða rituðu á Islandi eða í K.liöfn, sem þó flestir voru
bráðglöggir bókmenntamenn, virðist hafa komið auga á
neitt í ljóðum Jónasar, sem benti á það, að hann liafi
verið maðr kristinn. Þeir, sem um liann töluðu hér
vestra, virtust varla geta fram hjá því gengíð, þegar
um verk lians var að rœða, því þeim sýndist hin kristi-
lega lífsskoðun hans ganga eins og rauðr þráðr í gegn
um mörg af beztu ljóðunum hans.
Hvergi ber meira á milli um það, sem menn sjá á
sama staðnum, en hjá þeim, sem biblíuna lesa. í lienni
sjá menn og finna styrk fyrir trú sína og hið kristilega
tetarf sitt. En þó ekki allir, því sumir þykjast sjá í
henni styrk fyrir vantrú sína og vantrúarstarf sitt.
Þeir grafa og grúska inn í bœkr gamla testamentisins
leitandi að mótsögnum. Og þar þykjast þeir finna þær.
Svo ota þeir þeim fram, hverri eftir aðra, bera sig borg-
inmannlega og kalla þetta vísindalegar niðrstöður.
Um tilgang þeirra meðal þjóðar vorrar, sem kristna
kalla sig, en eru við þetta að fást, skal eg ekkert dœma.
En ætlist þeir til, að það verði þjóð vorri til trúarstyrk-
ingar, þá líta að minnsta kosti opinberir vantrúarmenn
allt öðru vísi á, því annars tœki þeir ekki eins gleypi-
fenglega við þessum nýungum, né legði eins mikla stund
á að halda þeim á lofti og þeir gjöra.
Eins og nærri má geta dettr mér ekki í hug að fara
að bera til baka neitt af þessum nýrri staðhœfingum
biblíunni viðvíkjandi. Til þess er eg enginn maðr, enda
munu langfæstir af íslendingum vera fœrir um að hrekja
með rökum hvað svo sem þeim þeir segja, þessir, sem
lykilinn að þeirri vizku þykjast hafa.
En enginn getr meinað mér að hafa gaman af þessu,