Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 8
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR Nýjungar frá Milda NÝTT Milda til matargerðar, inniheldur aðeins 4% fitu og þess vegna má merkja þá vöru með hollustumerkingunni Græna skráargatinu. Milda til matargerðar hefur samskonar eiginleika og matreiðslurjómi. Milda til þeytingar og matargerðar inniheldur einungis 26% fitu. Bragð og áferð eins og besti rjómi en bara fituminni. Veldu léttari kost í þína matargerð, veldu Milda. Innanríkisráðuneytið flutt í Sölvhólsgötu Afgreiðsla innanríkisráðuneytisins flyst næstkomandi mánudag, 11. apríl, að Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Gengið er inn frá Ingólfsstræti. Afgreiðslutími er sem fyrr 8.30 til 16. Sími 545 9000 Bréfasími 552 7340 www.innanrikisraduneyti.is KJARAMÁL „Jóhanna heldur fast við þessa afstöðu sína en hún má vita að við tökum ekki nei fyrir svar,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um afdráttarlausa yfirlýs- ingu forsætisráðherra í gær um að sáttatillaga samtakanna í sjáv- arútvegsmálum væri ekki inni í myndinni. SA hafa sett það sem skilyrði í yfirstandandi kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði að nið- urstaða fáist um fyrirkomulag sjávar útvegsmála til framtíðar. Ótækt er að mati SA að skrifa undir nýja kjarasamninga fyrr en vitað sé í hvaða umhverfi sjáv- arútvegurinn mun starfa. Í þeim anda var sáttatillaga kynnt sem að mati SA var talin líkleg til árang- urs. Jóhanna sagði hins vegar að „himinn og haf“ væri á milli hug- mynda atvinnurekenda, og vísaði þar til LÍÚ, og stjórnvalda. Vilhjálmur vill litlu svara um það hvort afstaða forsætisráð- herra hafi sett gerð kjarasamn- inga í óleysanlegan hnút en spurð- ur um hvort ekki sé mögulegt að setja sjávarútvegsmálin út fyrir sviga er svarið stutt en skýrt: „Nei.“ Aðilar vinnumarkaðarins hittust í gær og héldu áfram að ræða kjarasamningana. Afstaða Jóhönnu kom til tals en viðræð- urnar snerust um fjölmörg atriði. „Við ákváðum að leyfa helginni að líða,“ segir Vilhjálmur sem hefur sagt að verði Icesave-sam- komulaginu hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í dag verði að endurskoða allar forsendur kjara- samninga upp á nýtt, óháð sjávar- útvegsmálunum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það liggja fyrir að sjáv- arútvegsmálið hafi vegið þungt í yfirstandandi viðræðum. „Við hefðum kosið að þetta væri ekki til að flækja málið. Á sama tíma vilja Samtök atvinnulífsins ekki gera kjarasamning til þriggja ára nema sátt sé í sjávarútvegsmál- um. Ríkisstjórnin er staðráðin í að breyta sjávarútvegsmálum án samráðs við nokkurn mann. Þetta er ekki gæfulegt,“ segir Gylfi. Gylfi segir að innan ASÍ sé skýr vilji um það að sjávarút- vegsmálin verði þróuð áfram í samstarfi og sátt við starfsmenn í greininni. „Við teljum að ríkis- stjórnin eigi að hafa slíkt sam- starf og samráð við fólkið sem byggir sína lífsafkomu á sjávar- útvegi. Það hefur ekki verið gert. Við munum krefjast þess áfram og því verður komið rétta boð- leið,“ segir Gylfi. svavar@frettabladid.is „Við tökum ekki nei fyrir svar“ – segja SA Samtök atvinnulífsins aftaka með öllu að víkja frá kröfu sinni um sátt í sjávar- útvegi áður en skrifað verður undir kjarasamninga. Afstaða forsætisráðherra og stóryrði breyta þar engu um, segir framkvæmdastjóri samtakanna. UNDIRRITUN STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLA Vilhjálmur gagnrýnir Jóhönnu hart, en hún segir kröfur SA óbilgjarnar. Gylfi gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki samráð við vinnandi fólk og efast um sáttaleið SA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JAPAN Japönsk stjórnvöld fullyrða að ekkert viðbótartjón hafi orðið á kjarnorkuverinu í Fukushima á fimmtudag, þegar nýr skjálfti reið yfir á svipuðum slóðum og sá stóri, sem varð fyrir fjórum vikum og mældist 9 stig. Rafmagn fór um stund af nokkrum kjarnorkuverum og voru varaaflstöðvar gangsettar þangað til í gærmorgun, þegar rafmagnið komst á að nýju. Jarðskjálftinn á fimmtudag mældist 7,1 stig og kostaði þrjá menn lífið. Hann olli einnig veru- legu tjóni á byggingum og nærri hálf milljón manna var án raf- magns í allan gærdag. Hann var mun stærri en eftirskjálftarnir, sem fylgt hafa þeim stóra, og svo öflugur reyndar að vart er hægt að tala um hann sem eftirskjálfta. Samtökin Barnaheill segja hættu á að þúsundir barna verði af menntun í upphafi nýs skóla- árs, þar sem skólar og aðrar opin- berar byggingar eru notaðar til að hýsa 160 þúsund manns sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Góðar fréttir bárust þó frá helstu bifreiðaframleiðendum Japans, sem eru að hefja fram- leiðslu á ný eftir miklar tafir í kjölfar stóra skjálftans. - gb Jarðskjálftinn í Japan á fimmtudag olli miklu tjóni í viðbót við fyrri hamfarir: Hálf milljón án rafmagns MUNKUR BIÐUR FYRIR LÁTNUM Í gær var tala látinna komin upp í 12.787 en að auki er nærri 15 þúsund manns saknað. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Oft líða þrjár til fjórar vikur frá því að börn greina frá kynferðislegu ofbeldi þangað til skýrslutökur hefjast. Slíkt er of langur tími fyrir lítil börn sem eiga erfitt með að greina rétt frá atvikum eftir slíkan tíma. Mjög mikilvægt er að hraða skýrslutökum hjá þeim hópi og að fagaðili tali við þau eins fljótt og auðið er. Er þetta mat Þorbjargar Sveinsdóttur, sem hefur nýlokið umfangsmikilli rannsókn á tengslum dóma í kynferðisbrotamálum gegn börnum og framburði þolenda. Einungis var dæmt í 16 prósentum mála sem vörðuðu yngsta aldurshópinn, þriggja og hálfs árs til fimm ára, eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í vikunni. Þorbjörg skoðaði framburði 285 barna upp í átján ára aldur, yfir fimm ára tímabil. „Það er mjög mikilvægt að þekkja annmarka og styrkleika þessara litlu barna og að taka fullt tillit til þeirra getu,“ segir Þorbjörg. „Áföll geta haft hamlandi áhrif á minnisgetu sem gerir það að verkum að þau eru stundum ekki hæf til þess að segja skýrt og rétt frá því sem henti þau.“ Þorbjörg segir að mikilvægt sé að gæta þess að utanaðkomandi tali ekki mikið við börnin um atvikin áður en skýrslutaka fari fram. Þau geti þannig upplifað sem þau séu alfarið búin að greina frá málinu og loki þar með á það. - sv Mikilvægt er að þekkja annmarka og styrk yngstu barna í skýrslutökum: Of langur tími líður að skýrslutöku VEÐURSPÁ ð. rá Berlusconi eftir að þau hittust fyrst á valentínusar- þ nunggjafmildi Berlusconis vera að baki þeirri gjöf, kynlíf hafi hvergi komið við sögu. - gb fram- verk- nnar mal við nes á ri, sagði ínu þriðju- ók upp- ns sam- gildi. Becro- gær um ær að hafi ildi Sam- aðsins auna- fs- nu mal rði osað guðu rk- - jab ættir: arfs- u nnar, en urðu frá að hverfa þegar þungavopnum var beitt gegn þeim. Ouattara lagði áherslu á það við liðsmenn sína að Gbagbo myndi nást á lífi. - gb SAMFÉLAGSMÁL Mun meiri líkur eru á því að kynferðisbrotamenn verði ákærðir fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum, þegar framburð-ur barnanna er greinargóður og þau geta greint skýrlega frá ofbeldinu. Aldur barnanna hefur mikil áhrif á ákæru og varða þær langflestar börn á aldrinum 12 til 14 ára. Einungis er ákært í 16 prósentum mála þegar börn á aldr-inum 3 til 5 ára eiga í hlut. Þetta eru niðurstöður umfangs-mikillar rannsóknar sem Þorbjörg Sveinsdóttir, starfsmaður Barna-húss, vann sem lokaverkefni sitt í mastersnámi í sálfræði við Háskóla Íslands. Skoðaður var framburður 285 barna sem komu í skýrslutöku í Barnahús á rúmlega fimm ára tíma-bili, frá árinu 1998 til 2003, vegna gruns um að hafa sætt kynferðis-legu ofbeldi. Markmið rannsókn-arinnar var að skoða tengsl barna í skýrslutökum í Barnahúsi við orða-lag í ákærum og dómsniðurstöður. „Það eru gerðar miklar kröfur til barna í skýrslutökum. Þau eru beðin um smáatriði, nákvæmar lýsingar og beðin um að lýsa tilfinningum sínum. Það getur reynst mjög erf-itt fyrir ung börn, sem er sennilega hluti af skýringunni hvers vegna hærra hlutfall þeirra mála sem ákært er í eru börnin á aldrinum 12 til 14 ára,“ segir Þorbjörg. Í 75 prósentum tilvika greindu börn-in frá kynferðislegu ofbeldi þegar þau komu í Barnahús. Ákært var í málum 33 prósenta barna, þar af 42 prósenta barna sem greindu frá ofbeldinu. Fimm börn höfðu ekki greint frá, en þar var samt sem áður ákært. Var það vegna játninga gerenda og vitnisburða annarra ein-staklinga. Orðalag í þeim ákærum sem gefn-ar voru út var í 74 prósentum tilvika í samræmi við framburð barns.Alls voru 63 gerendur ákærðir fyrir kynferðisbrot í 95 málum. Um 60 prósent gerenda brutu gegn einu barni en tæp 40 pró-sent gegn fleiri en einu. Meiri líkur eru á ákæru þegar tengsl geranda og barns voru utan fjöl-skyldu. Rannsakendur hafa flokk-að niður alvarleika kynferðis-brota eftir stigum, vægustu brotin stig eitt og þau alvarlegustu stig fimm. Ákært var í 60 prósentum tilvika þegar brot var á alvar-leikastigi fjögur, en aðeins í 25 prósentum á alvarleikastigi fimm. Brot gegn börnum á aldrinum 3 til 5 ára voru öll á alvarleikastigum þrjú til fimm. Þorbjörg segir að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar sé tvisvar sinnum líklegra að gefin sé út ákæra ef kynferðisbrot gegn börnum séu endurtekin. Þá er það um átta sinnum líklegra ef frá-sögn barns sé nákvæm. „Helsta og eina forspá þess að sakborningur sé sakfelldur er að hann hafi brotið gegn tveimur eða fleiri börnum,“ segir Þorbjörg. sunna@frettabladid.is Sýknur 24 Ákært 95 Fjöldi ákæra eftir vitnisburði barna í Barnahúsi 285 börn Ekki ákært 190 Greindu ekki frá kynferðislegu ofbeldi 65 Ónæg sakarefni 121 Fjársektir 3 Skilorðsbundnir og óskilorðsbundnir dómar 7 Skilorðs- bundnir dómar 23 Óskilorðs- bundnir dómar 29 Gerendur ósakhæfir 4 n n a- nn ð Of miklar kröfur gerðar til ungra barna í skýrslutökumMun meiri líkur eru á því að kynferðisbrotamenn sem brjóta gegn börnum séu ákærðir ef framburður barna er nákvæmur. Kært er í 16% mála yngstu barnanna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. ■ Meðalaldur gerenda kynferðisbrota gegn börnum er 32 ár ■ 85% gerenda þekktu til barnsins■ 32% fjölskyldumeðlimir og 53% kunningjar■ Sakborningar játuðu sök að fullu gegn 15 börnum ■ Sakborningar neituðu sök gegn 49 börnum■ Hlutfall neitana hækkar eftir því sem brotin eru alvarlegri Meðalaldur gerenda er 32 ár ÞORBJÖRG SVEINSDÓTTIR 215 (75 prósent) af þeim 285 börnum sem komu í rannsóknarviðtal greindu frá kynferðisofbeldi; 85 prósent stúlkur og 15 prósent drengir. ■ 77 prósent stúlkna greindu frá kynferðisofbeldi í viðtali ■ 68 prósent drengja greindu frá kynferðisofbeldi í viðtali Flestir þolendur ofbeldis eru stúlkur GREIN FRÉTTABLAÐSINS Á FIMMTUDAG Rannsókn Þorbjargar leiddi í ljós að einungis var ákært í 16 prósentum mála þar sem yngstu börnin áttu í hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.