Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 20
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR
Landsbankinn var seldur í skömmtum á almennan mark-
að fram á sumarið 2002, allir gátu
skráð sig fyrir hlut. Án skýringa
var ferlinu þá kúvent. Í mála-
myndarútboði var þremur mönn-
um afhentur ráðandi hlutur.
Þeir voru lægstbjóðendur.
Kaupin voru fjármögnuð af ríkinu
að verulegum hluta. Fyrirvarar
fylgdu um afskriftir og uppgjörs-
gjaldmiðil.
Málverkasafn bankans fylgdi
með.
Nýir eigendur bankans settu
allt í botn. Eimskip, Sjóvá, Morg-
unblaðið, Atlanta, Samskip, Lands-
bankinn eirði engu, reyndi við allt,
gaf engin grið. Þekktur maður úr
viðskiptalífinu komst svo að orði
að dómarinn sæti upp í stúku að
borða pulsu og kók.
Svona var Ísland. Sérstakur
saksóknari hefur lítið aðhafst
vegna Landsbanka. En nú berast
tíðindi að utan. Efnahagsbrota-
deild breskra yfirvalda, Serio-
us Fraud Office, hefur hafið að
rannsaka færslur Landsbankans
með breskar innistæður rétt fyrir
hrun.
Vitnað er í bréf frá
skilanefnd Landsbanka
til fyrrum stjórnar-
manna sem lýsir hvern-
ig 174 milljón pund,
rúmir 32 milljarðar
króna, voru færð út úr
bankanum daginn sem
hann fór í þrot. Með
„ólögmætum hætti“.
Megnið af peningun-
um hafi verið sendir til
félaga í eigu eða undir
stjórn Björgólfs Thors
Björgólfssonar og föður
hans Björgólfs Guð-
mundssonar.
Feðgarnir voru ekki aðeins
aðaleigendur heldur líka stærstu
lántakendur Landsbankans.
Fjármálaeftirlitið fullyrti að lán-
veitingar bankans til Björgólfs
Thors hefðu farið langt fram yfir
lögbundið hámark árið 2007.
Björgólfur Thor segist hvergi
hafa komið nálægt stjórn Lands-
banka. En hann var aðalfulltrúi
á neyðarfundum um mögulega
björgun bankans rétt áður en
bankinn fór í þrot. Rétt áður en
fullyrt er að innistæður breskra
sparifjáreigenda voru látnar
renna í vasa þeirra
feðga, aðaleigenda
bankans, með „ólög-
mætum hætti“ kort-
ér fyrir hrun. Það eru
þessar innistæður sem
Bretar og Hollendingar
vilja að íslenskir skatt-
greiðendur borgi til
baka.
Varst þú einn af aðal-
eigendum Landsbanka
Íslands? Fékkst þú
færslur úr bankanum
skömmu áður en skila-
nefnd tók hann yfir?
Vilt þú játa glæp?
Viltu „redda“ þessum mönnum?
Trúir þú því að hjól atvinnulífsins
taki að snúast við það eitt að skera
þá niður úr snöru á meðan ekk-
ert annað er aðhafst, engu öðru
breytt? Kjóstu þá „Já“ við Icesave,
þá samþykkir þú óbreytt ástand
og að borga fyrir peningana sem
hurfu úr Landsbanka Íslands kort-
ér fyrir hrun.
Björgólfur
Thor segist
hvergi hafa
komið ná-
lægt stjórn
Landsbanka.
Veljum viðstöðu-
minnstu leið-
inar út úr þessum vanda,
bætum ekki gráu ofan
á svart og segjum já við
síðasta og lokasamningi
Icesave.
Kæru Íslendingar. Brátt verður kosið um nýj-
asta Icesave-samninginn. Allir eru
sammála að málið sé afar flókið og
að kosið verður um hvor afarkost-
urinn sé skárri. Breyturnar eru
mikilvægar og þónokkrar og því
vandi um að velja. Fyrir marga er
þetta samviskuspurning, en með
samviskunni má færa góð rök fyrir
því að svara bæði með eður ei.
Fyrir marga er spurningin greini-
lega sú hvort það sé til dæmis rétt-
látt að „óviðkomandi“ þriðju aðilar
fari að borga innistæður reikninga
ókunnugra einstaklinga og félaga
í öðru landi? Hvort almenning-
ur eigi að borga skuldir „óreiðu-
manna“?
En málið er auðvitað flóknara
en það. Með þeim samningum sem
voru og eru í gildi, skuldbundum
við okkur til að standa vörð um
innistæður reikningseigenda í
erlendum útibúum, allt að 20 þús-
undir evra. Hollendingar tóku upp
á sitt einsdæmi að tryggja inni-
stæður upp á 100 þús. evra. Það
er þeirra böggull. Heildarskuldir
þrotabús föllnu bankanna (skuldir
„óreiðumannanna“) sem afskrif-
uðust við fall þeirra voru auðvi-
tað margfalt hærri. Það sem eftir
stendur eru inneignir einstak-
linga og félaga allt að 20 þúsund-
um evra. Mörgum þessara eigenda
finnst auðvitað réttlátt að Íslend-
ingar borgi allar innistæður og er
er heitt í hamsi.
Væri dæminu snúið við fyndist
mörgum Íslendingum ekkert sjálf-
sagðara en að erlendir bankar eða
ríki stæðu við sínar skuldbinding-
ar gagnvart innistæðueigendum.
Annað væri samningsbrot, glæp-
samlegt, og frekar ljóst hvernig
það mál færi fyrir dómstólum. Það
er ekki bara að dómstólaleiðin sé
áhættumeiri vegna dóma sem þá
kynnu að falla og gætu þannig auð-
veldlega leitt til enn hærri Icesave
reiknings, heldur líka vegna þess
hversu mikils álithnekkis Íslend-
ingar þá fengju á sig. Og það ofaná
þann stimpil sem var byrjað að
nota á okkur í kjölfar bankahruns-
ins 2008. Þá var Ísland og Íslend-
ingar lítið þekktir, en þeir sem
til þekktu, þekktu okkur af góðu
og heiðarlegum háttum. Þá feng-
um mikinn skell og villimanna-
bragðkeim var að finna af okkur
í sumum fjölmiðlum Evrópu, sem
endurspeglaði almenningsálitið
a.m.k. í Hollandi. Sá faraldur hefur
rénað, en myndi herja aftur af mun
meiri styrk í kjölfar kosninganna
sem framundan eru ef svarið við
Icesave 3 verður neikvætt.
Viljum við þá finna enn betur
fyrir þeim umræðum sem þá voru
uppi með öllum þeim áhrifum á
Íslenskt efnahagslíf sem veikt er
fyrir? Verða fyrir enn frekari álits-
hnekki og fá „óreiðumannastimpil-
inn“ á alla Íslendinga? Eða veljum
við öruggari leiðina, látum inni-
stæður þrotabúanna ganga upp í
Icesave skuldirnar og verum borg-
unarmenn fyrir restinni ef einhver
er? En umfram allt að við stöndum
við þær lágmarkskuldbindingar
sem við gengumst við og berum
þannig höfuðið hátt í framtíðinni?
Veljum viðstöðuminnstu leiðina út
úr þessum vanda, bætum ekki gráu
ofan á svart og segjum Já við síð-
asta og lokasamningi Icesave.
Icesave með augum
Íslendings í Hollandi
Ekki fyrir löngu voru vorjafn-dægur og við flest hugsum
okkur gott til glóðarinnar þegar
fer að birta og veður að breytast
til hins betra. Það er þó rétt að
benda á að mars-mánuður er oft
mjög erfiður vegna þess að snjó-
lega séð er engu líkara heldur en
að risafoss gangi fram í nokkrar
vikur og svo komi eins og stöðu-
vatn í kjölfarið sem verður lygn-
ara eftir því sem líður á.
Það er ótrúlega margt að ger-
ast í okkar ágæta samfélagi og nú
standa fyrir dyrum eftir nokkra
daga, svokallaðar IceSave-kosn-
ingar. Ég er algjörlega mót-
fallin því að við borgum fyrir
dómgreindarlausa, siðblinda og
hrokafulla einstaklinga sem
víluðu sér ekki við að fara með fé
Íslendinga hingað og þangað um
heiminn og fannst það í lagi. Ég
vil benda á ef að ég fæ símareikn-
ing minn inn um mína lúgu þá fer
ég ekki með hann í næsta hús og
heimta að konan þar borgi í henn-
ar óþökk, geng svo í burt og finnst
þetta í lagi. Ég fengi væntanlega
á mig kæru og yrði látin borga
reikninginn minn hvort sem mér
líkaði betur eða verr, annars
fengi ég jafnvel dóm á mig. Að
sama skapi á að láta þá sem eru
ábyrgir greiða fyrir syndir sínar,
ekki saklausa borgara.
Vegna atburðanna með nokk-
urra vikna millibili á Fimmvörðu-
hálsi og Eyjafjallajökli fengu
margir Íslendingar áfall vegna
jarðskjálftanna í t.d. Japan að
undanförnu. Ég vil benda á að þó
alltaf sé jafnerfitt að takast á við
afleiðingar svona alvarlegs jarð-
róts og hræringa í heiminum þá
er munurinn á íslenskum jarð-
hræringum og þeim japönsku
eða víðar, eins og munurinn á
milli hvals og fálka þó tölurnar
séu svipaðar. Það er ólíklegt að
við fáum svipaða skjálfta hér.
Við megum því vel við una í okkar
vanda þótt vandi sé alltaf erfiður.
Það er furðulegt hvað gengið
hefur á í heiminum á mjög stutt-
um tíma og þjóðinni er fullkunn-
ugt um. Það eru erfiðleikar í Mið-
austurlöndum, Asíu og Afríku og
víðar. Mikil veraldleg og úthugs-
uð mannleg átök eru í gangi sem
eiga upphaf sitt hjá fólki en ekki
náttúru. Ég vil bara segja að
lokum að það er greinilegt að
fólk þarf að átta sig á því meira
nú en nokkru sinni áður, þar sem
upplýsingaöldin er algjör, að við
þurfum að standa hvert með öðru
og trúlega breyta á einhvern hátt
viðhorfum okkar til alheimsins og
ýta kannski frekar undir réttsýni,
lítillæti, auðmýkt og trú, heldur
en hroka, yfirgang, siðblindu og
trúleysi.
Stöndum hvert með öðru
Viltu játa glæp?
4.490 kr.
á mánuði í 18 mánuði
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Staðgreitt: 74.990 kr.
Nokia C7
d
a
g
u
r
&
s
t
e
in
i
Stærstiskemmtista›u
r
í heimi!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla,
MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri | Þjónustuver 519 1919
www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
Farsímatilboð Nova gilda með áskrift og frelsi: Mánaðarleg afborgun er greidd með kreditkorti + 250 kr./mán. greiðslugjald.
Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.
Tveir
snjallir
Nokia
farsímar
hjá Nova!
Páskaegg nr. 4 o
g 500 kr. símnotk
un
á mánuði í 6 má
nuði fylgir!
5.490 kr.
á mánuði í 18 mánuði
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Staðgreitt: 89.990 kr.
Nokia N8
Icesave
Gestur
Viðarsson
ónæmisfræðingur
Icesave
Jóna Rúna
Kvaran
blaðamaður og
rithöfundur
Icesave
Sveinn
Valfells
eðlisfræðingur og
hagfræðingur