Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 9. apríl 2011
Áætlaður kostnaður Íslend-inga vegna Icesave, annars
vegar af dómstólaleiðinni og hins
vegar samningaleiðinni, er met-
inn í meðfylgjandi greiningu. Sam-
kvæmt neðangreindu mati liggur
væntur kostnaður af Icesave-mál-
inu á bilinu 0-585 milljarðar króna.
Helstu óvissuþættirnir fyrir allar
niðurstöður í matinu felast í óvissu
um gengi krónunnar, útborgunum og
endurheimtum úr þrotabúinu ásamt
þróun vaxta hér heima og erlendis.*
Væntur kostnaður Íslendinga
Hér er einungis verið að meta
þær fjárhæðir sem „gætu“ fallið á
íslenska ríkið og hver staðan gæti
orðið út frá mismunandi niðurstöð-
um árið 2016. Ekki er hér lagt mat
á það hver sé líklegasta niðurstað-
an af dómstólaleiðinni. Þó eru niður-
stöðurnar ansi afdráttarlausar sama
hvernig horft er á dæmið. Versta
niðurstaðan fyrir íslenska ríkið
(Ísland tapar svokölluðu mismun-
unarmáli) yrði verulega íþyngjandi
og gæti leitt til greiðsluþrots, hvort
sem gengið er út frá því að Bret-
ar og Hollendingar (B&H) fengju
greiddar bætur í íslenskum krón-
um eða erlendri mynt. Aftur á móti
myndi sigur í dómsmáli lágmarka
tjón ríkisins. Samningsleiðin er þó
mun nær bestu mögulegu útkomu
heldur en verstu mögulegu útkomu.
*Í öllum dæmum hér á eftri er
gert ráð fyrir sama innheimtuhlut-
falli (skv. mati skilanefndar 2.mars
2011), að endurgreiðslur úr þrotabúi
hefjast á þriðja ársfjórðungi 2011
og ljúki árið 2016 og óbreyttu gengi
krónunnar. Greiddir verði íslensk-
ir skaðabótavextir frá október 2008
til ársins 2013 en þessir vextir eru
í dag 3,5% (gert ráð fyrir að þeir
verði óbreyttir til 2013). Eftir 2013
er gert ráð fyrir að íslenska ríkið
geti fjármagnað „þáverandi“ skuld-
bindingu á sömu kjörum og Írum
bauðst hjá „bjargráðasjóði“ Evrópu-
sambandsins, þ.e. 5,8%.
Mögulegur kostnaður
af báðum leiðum:
1. Töpum málinu, skaðabætur vegna
mismununar: Í forsendum hér er
gert ráð fyrir Ísland tapi málinu
og kröfur B&H um fulla endur-
greiðslu og áfallna vexti vegna
allra innstæðna yrðu teknar til
greina, en þjóðirnar greiddu út
á sínum tíma um 1170 milljarða
króna til innlánshafa. Áætlaður
kostnaður af þessari sviðsmynd
fyrir Íslendinga er í kringum
585 milljarðar króna en nú þegar
væru áfallnir vextir hátt í 250
milljarðar króna.
2. Töpum og greiðum skaðabæt-
ur vegna lágmarkstryggingar:
Hér er gert ráð fyrir að Ísland
tapi málinu og B&H fái greiddar
bætur vegna lágmarkstrygging-
arinnar (630 ma.kr) að viðbætt-
um íslenskum skaðabótavöxtum.
Núverandi samningur byggir á
svipaðri forsendu – en vaxtafor-
sendur eru ólíkar. Kostnaðurinn
af þessari sviðsmynd er um 215
ma.kr. fyrir íslenska ríkið.
3. Töpum mismununarmálinu,
engar skaðabætur : Ísland tapar
málinu og þarf ekki að greiða
skaðabótavexti til B&H. Þessi
niðurstaða myndi kosta íslenska
ríkið um 160 milljarða króna. Hér
er gert ráð fyrir að íslenska ríkið
fái fjármögnun á sömu kjörum og
Írar eftir 2013 líkt og í dæminu að
ofan.
4. Samningurinn í dag: M.v. þær for-
sendur sem gefnar eru hér (sömu
forsendur í öllum dæmum) verð-
ur áfallinn kostnaður um 40 millj-
arðar króna.
5. Töpum málinu og greiðum lág-
markstryggingu án skaðabóta:
Þurfum því líkt og í hinum dæm-
unum að leita á erlenda fjár-
magnsmarkaði eftir að dóms-
niðurstaða liggur fyrir árið 2013.
Þessi niðurstaða myndi kosta um
12 ma.kr. fyrir íslenska ríkið.
6. Vinnum málið: Íslendingar vinna
málið, 0 kr. falla á íslenska ríkið.
0
10
0
20
0
30
0
40
0
50
0
60
0
Full endurgreiðsla m/skaðabótum
Lágmarkstrygging m/skaðabótum
Full endurgreiðsla án skaðabóta
Samningur í dag
Lágmarkstrygging án skaðabóta
Vinnum málið
Staðan á Icesave um mitt ár 2016
miðað við óbreytt gengi
Dómstólaleiðin eða samningaleiðin
Icesave
Þorbjörn Atli
Sveinsson
hagfræðingur í
greiningardeild
Arionbanka
Stærstiskemmtista›u
r
í heimi!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla,
MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri | Þjónustuver 519 1919
www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter
19.990 kr./stgr.
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Nokia C2-01
1.790 kr. á mán. í 12 mán.
29.990 kr./stgr.
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
Nokia 5230
2.590 kr. á mán. í 12 mán.
2.990 kr./stgr.
500 kr. símnotkun á
mán. í 6 mán. fylgir!
90 kr. á mán. í 12 mán.
Nokia X3-02
Farsímatilboð Nova gilda með áskrift og frelsi: Mánaðarleg afborgun er greidd með kreditkorti + 250 kr./mán. greiðslugjald.
Ekkert mánaðargjald í frelsi en 590 kr. í áskrift og þá fylgir 150 MB netnotkun á mánuði.
Vinsælustu
Nokia
farsímarnir
hjá Nova!
Snertiskjá
r
og lyklabo
rð
Páskaegg nr. 4 og500 kr. símnotkuná mánuði í 6 mán.
fylgir!