Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 42
2 fjölskyldan
Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn:
Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Getty Pennar: Júlía
Margrét Alexandersdóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmynd-
ir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.
is 512-5462
Sólveig Gísladóttir
skrifar
Handhægar
umbúðir
með tappa
Barnsins stoð og stytta
Nánari upplýsingar um
Stoðmjólk á www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Smáralind - sími 517 5330
www.facebook.com/AdamsIceland
Vorútsala
30% afsláttur
af öllum vörum
auk frábærra
tilboða
Ég ætla að byrja á því að taka fram að ég á hlýðið barn, sérlega vel upp alið og með yndislega lund. Hins vegar er heimurinn ekki fullkominn og oft getur reynst erfitt að fá þriggja ára stúlku með
sjálfstæðisþörf og stjórnunaráráttu til að gera eitthvað eftir höfði
móður hennar. Þegar sá gállinn er á henni fer hún til vinstri þegar
mamma segir hægri og segir svart þegar málið er hvítt.
Móðirin hefur þó fundið nokkrar árangursríkar leiðir á slíkum
stundum. Ein þeirra er að láta dúkkurnar eða bangsana tala við stúlk-
una. Þá þykir henni mikið til koma, og þótt hún geri sér grein fyrir að
mamma tali fyrir leikföngin finnst henni sport að gera ýmislegt til
að ganga í augun á þeim. Til dæmis að fara í föt, borða morgunmat,
klæða sig í útiskóna og þar fram eftir götunum.
Þegar allt bregst hefur móðirin brugðið á það ráð að látast ætla að
hringja í einhvern ættingja og láta vita af óþekktinni í barninu. Oft
virkar þessi leið en hún getur einnig sprungið framan í fólk eins og
gerðist á dögunum.
Stuttu fyrir afmælisveisluna gerðist stúlkan treg til að fara að hátta.
Móðirin greip á það ráð að grípa síma og látast hringja í uppáhalds-
frænku hennar. Eftir símtalið varð stúlkan hugsi og velti fyrir sér
hvort hún ætti jafvel að láta undan og hlýða … þegar hún rak augun í
hinn meinta síma. „Mamma, þetta er ekki sími. þetta er fjarstýring,“
sagði hún sigri hrósandi.
Næst þegar mamman reyndi þennan leik og hótaði símtali til bestu
frænkunnar varð ljóst að þessum leik var lokið. „Já mamma, hringdu í
hana í fjarstýringuna.“
Leiknum er lokið
Brúðubörn úr safni Rúnu Gísladóttur,
kennara og myndlistarmanns, verða til
sýnis í Bókasafni Mosfellsbæjar í apríl-
mánuði á afgreiðslutíma safnsins. Á
sýningunni eru aðallega handgerðar
postulínsbrúður, en einnig leikfangabrúður
frá ýmsum tímum.
Rúna býr brúðurnar til frá grunni. Allur
fatnaður þeirra er handunninn og
sérhannaður á hverja og eina. Brúðurnar
eru steyptar í mót og eftir það hefst vinna
við að pússa þær og mála, setja þær
saman og gefa þeim andlit og hár, en
sumar brúðurnar eru með mannshár.
Brúðubörn í Mosfellsbæ
BARNVÆNT
Í
ris Kristín Andrésdóttir, Jónas
B. Antonsson og sonur þeirra
Anton Oddur Jónasson spila
reglulega tölvuleiki saman og
hafa öll jafn gaman af. „Þetta
eru gæðastundirnar okkar,“ segir
Íris, sem rekur fyrirtækið Gogogic
ásamt eiginmanni sínum og fleir-
um, en þar eru meðal annars smíð-
aðir tölvuleikir sem eru aðgengileg-
ir á Facebook og með iPhone, iPod
og iPad.
Hún segir tímana hafa breyst.
„Áður fyrr sátum við og spiluðum
borðspil. Nú spilum við tölvuleiki
en í því getur falist alveg jafn mikil
fjölskylduskemmtun.“ Sonur henn-
ar fór þriggja ára gamall að tefla í
tölvunni og nú þremur árum seinna
er hann kominn í Taflfélag Reykja-
víkur og farinn að tefla fyrir hönd
Ísaksskóla. „Tölvuleikir geta því vel
verið uppbyggilegir,“ segir Íris.
Hún er uppeldisfræðingur að
mennt og hefur sett skýran ramma
í kringum tölvunotkunina. „Þegar
ég var í náminu kynnti ég mér rann-
sóknir á áhrifum ofbeldis í tölvu-
leikjum og öðru myndefni á börn.
Þar kom einna helst í ljós að mestu
máli skipti að foreldrar kynntu sér
vel það efni sem þeir leyfðu börnum
sínum að horfa á. Þess vegna spila
ég alla tölvuleiki áður en ég leyfi
syni mínum að prófa, enda getur
leikur sem virðist saklaus inni-
haldið eitthvað sem vekur ótta hjá
tilteknu barni. Ég nefni trúða sem
dæmi en foreldrar þekkja barn sitt
best og eru best til þess fallnir að
meta hvort leikurinn henti.“
Íris segir það sama eiga við ef
um unglinga sé að ræða. „Ef þeir fá
leyfi til að vera með Facebook þurfa
foreldrar að kunna á allar öryggis-
stillingar þannig að það sé tryggt að
myndir og upplýsingar um barnið
liggi ekki á glámbekk.“
Íris segir tölvuna spennandi í
augum sonar hennar eins og oft
vilji vera hjá strákum á hans aldri.
„Tölvunotkunin verður þó að vera
í jafnvægi við aðra hluti. Við erum
með ákveðið hvatningarkerfi sem
virkar þannig að ef hann er dugleg-
ur að borða, klæða sig, fara í íþrótt-
ir og út að leika vinnur hann sér inn
tölvutíma.“
Íris segir fjölskylduna hrifna
af lególeikjunum og nefnir Lego
Harry Potter og Lego Indiana
Jones sem dæmi. „Þá keyptum við
Wii-tölvuna til að hann fengi hreyf-
ingu samhliða tölvunotkuninni, en
auk þess er ég mjög hrifin af iPad-
leikjunum, enda er þar mikið úrval
þrautaleikja sem reyna á rökhugs-
un. Við gáfum til að mynda út leik-
inn Simbo 16 Redux fyrir iPad en
hann er sniðinn að börnum og hugs-
aður til að æfa samhæfingu huga og
handa. Hann er enn eitt dæmið um
uppbyggilegan leik,“ segir Íris.
Hún hvetur foreldra til að spila
með börnunum sínum og stuðla
þannig að jákvæðri tölvunotkun.
„Við fullorðna fólkið megum held-
ur ekki gleyma því að halda í barn-
ið í okkur og leyfa okkur stundum
að leika okkur. Það gerir lífið svo
miklu skemmtilegra.“ - ve
Gæðastund
við tölvuna
Anton Oddur Jónasson er svo heppinn að deila tölvuleikjaáhuga með foreldrum sínum.
Fjölskyldan á oft gæðastundir fyrir framan tölvuna en notkunin er þó skilyrðum háð.
Saman við tölvuna Anton Oddur og foreldrar hans spila stundum tölvuleiki hjá Gogogic, sem er vinnustaður
mömmu hans og pabba, enda aðstaðan eins og best verður á kosið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN