Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 54
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR6
Starf byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar er laust til umsóknar
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar
Hlutverk og ábyrgðarsvið:
Byggingarfulltrúi starfar innan Skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Sviðið skiptist í
borgarskipulag og embætti byggingarfulltrúa. Hlutverk
nýs byggingarfulltrúa verður að leiða stefnumótun og
framtíðaruppbyggingu embættisins. Byggingarfulltrúi
sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, öðrum
lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í
borginni sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu
mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu
og miðlun upplýsinga um mannvirki til borgarbúa. Alls
heyra 19 starfsmenn undir byggingarfulltrúa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi í arkitektúr
eða verkfræði.
• Löggilding sem hönnuður.
• Þekking á byggingarreglugerð og reynsla af stjórnun.
• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og
skipulagshæfni.
• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu
er æskileg.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
og þjónustulund.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku
og einu norrænu tungumáli.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar er næsti yfirmaður
byggingarfulltrúa. Um laun og starfskjör fer
samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda
hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf,
fyrir 2. maí nk.
Upplýsingar um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir,
skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, í síma 411 3015,
olof.orvarsdottir@reykjavik.is.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan
hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Símaver Reykjavíkurborgar 4 11 11 11
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
NOREGUR KALLAR
STARFAKYNNING.
AM DIRECT AS , ráðningastofa og starfsmannaleiga verður
með upplýsingarbás á Starfakynningu EURES í Ráðhúsi
Reykjavíkur föstudaginn 15.april kl 16:00 – 19:00 og
laugardaginn 16. April kl. 12:00 – 18:00.
Við bjóðum alla fagmenntaða velkomna
til viðræðna við okkur.
Við leitum sérstaklega eftir:
Verkstjóra í uppslætti með kerfismótum.
Módelsmiði í einingarverksmiðju.
Trésmiði.
Málmiðnaðarmenn og suðumenn í járngrindarhús.
Menn til að reisa vinnupalla.
Verk- og tæknifræðinga.
Arkitekta.
AM DIRECT AS ,MOLDE NOREGI.
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
Norges Geotekniske Institutt (NGI) leitar að reyndu fagfólki á ofangreindum fagsviðum.
Sjá nánar á heimasíðu NGI.
NGI verður þátttakandi í starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 15. apríl
kl. 16-19 og laugardaginn 16. april kl. 12-18.
NGI er leiðandi fyrirtæki í rannsóknum og ráðgjafaþjónustu á sviði jarðtækni og skyldra
fagsviða á alþjóðavísu.
www.ngi.no/en
Jarðverkfræðingur
Verkfræðingur á sviði jarðtækni
Vatnajarðfræðingur