Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 34
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR34
Ragnhildur yngri er af sjöttu
kynslóð ættarinnar sem búið
hefur á Lambhól síðan árið 1870
og börnin hennar eru sjöunda kyn-
slóð en tæpast er algengt að svo
margar kynslóðir hafi búið á sama
bæjarstæðinu í höfuðborginni.
Nágrannahúsið, Garðar við Ægis-
síðu, hefur verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar í rúma öld. Þar hafa þó
færri ættliðir búið.
Garðarnir endurnýjaðir frá grunni
Ólöf Kristín Sigurðardóttir tekur
á móti Fréttablaðinu í Görðum.
Móðir hennar Sigríður var yngsta
dóttir Guðrúnar Pétursdóttur
og Sigurðar Jónssonar í Görðum
sem keypti húsið árið 1893. „Ég er
yngsta barn yngsta barns,“ segir
Ólöf sem er fædd árið 1961, tæpum
100 árum á eftir afa sínum. „Ég
keypti húsið árið 1993 ásamt eig-
inmanni mínum Sigurþóri Heim-
issyni nákvæmlega 100 árum eftir
að afi minn keypti húsið sem mun
vera elsta íbúðarhús hlaðið úr
steini í Reykjavík sem ekki var
með steinbæjarlagi.“
Ólöf er alin upp við Ægisíðuna,
skáhallt á móti Görðunum í húsi
sem mamma hennar og systir
hennar byggðu. „Eftir að amma
mín fluttist héðan seint á sjötta
áratugnum stóð húsið autt um
tíma en svo var það leigt út rétt
eins og hlaðan sem stóð hér við
hlið hússins,“ segir Ólöf sem tók
húsið á leigu ásamt vinum sínum
árið 1981 þegar hún var tvítug.
„Ég var hér í hálfgerðu kommún-
ustsandi í nokkur ár, hér var alls
konar fólk sem kom og fór,“ segir
Ólöf sem hafði svo búið ásamt eig-
inmanni sínum Sigurþóri í nokkur
ár í húsinu þegar þeim bauðst að
kaupa það árið 1993.
Mikið endurnýjunarstarf tók
við hjá Ólöfu og fjölskyldu þegar
húsið var komið í þeirra eigu og má
segja að það hafi allt verið endur-
nýjað að innan. „Gólfið hékk uppi
nánast af gömlum vana, við ein-
ungruðum húsið allt upp á nýtt,
grófum út kjallarann og svo mætti
lengi telja,“ segir Ólöf. Mikil virð-
ing hefur verið borin fyrir upp-
runalega stílnum við endurgerðina
og gestur í húsinu fær ekki á til-
finninguna að allt sé nýtt þar inni.
„Endurgerðin tók langan tíma. Það
er ekki lengra síðan en í fyrra að
við opnuðum kjallarann út í garð,“
segir Ólöf og bætir við að hún hafi
fengið hugmyndina að þeirri fram-
kvæmd snemma á níunda áratugn-
um. Þess má geta að endurgerð
hússins hefur vakið athygli og fékk
viðurkenningu Reykjavíkurborgar
árið 2004.
Síðasta sumar var blásið til ætt-
armóts í Görðunum og segir Ólöf
að ættingjarnir hafi kunnað því
afar vel að hittast við gamla húsið.
„Þetta var dásamlegt, fjöldi fólks
og við heppin með veður. Afkom-
endur Sigurðar í Görðunum eru
nú orðnir ansi margir og stór hluti
þeirra mætti,“ segir Ólöf sem sjálf
á tvö börn, Sigríði Regínu og Ólaf
Gísla, sem eru þá fjórða kynslóð
ættarinnar til að búa í Görðunum.
Hænur við Ægisíðuna
Ólöf hefur safnað saman ýmsum
gögnum um Garðana, meðal ann-
ars gömlum lýsingum á eigninni.
„Í þeim kemur fram hvað var á
jörðinni en hér voru fjölmörg hús,
fjós, hlaða, kindakofi, svo dæmi
séu tekin,“ segir Ólöf og bætir við
að þegar borgin lagði göngustíg-
inn hafi síðustu húsin sem voru
uppistandandi verið rifin. „Þá var
hér enn heilleg verbúð sem þótti
ekki ástæða til að varðveita.“ Ólöf
man vel eftir mörgum af þessum
húsum og öðruvísi umhverfi en
nú blasir við út um stofugluggann
hennar. „Hér voru grásleppukarl-
ar þegar ég var lítil og ég man vel
eftir konu sem hafði hænur hér við
Ægisíðuna.
Ég man svo auðvitað vel eftir
húsunum sem stóðu hér við
Garðana, hlaðan var um tíma
æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir,“
segir Ólöf sem hefur hvergi annars
staðar búið í Reykjavík en á sínum
æskuslóðum.
Göngustígurinn við Ægisíðuna
finnst henni vel heppnuð nýjung.
„Mér finnst nábýlið við stíginn
yndislegt, hér er stöðugur straum-
ur fólks frá morgni til kvölds, það
er svo breytt hvernig fólk lifir líf-
inu og ég sé hvernig hann hefur
verið hvatning fyrir fólk að stunda
útiveru með öðrum hætti en áður,“
segir Ólöf að lokum.
ÓLÖF KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Ólst upp í nágrenni Garða og hefur búið þar með hléum síðan árið 1981. Húsið hefur verið endurgert algjörlega að innan síðan það komst í
eigu Ólafar og fjölskyldu árið 1993. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
S teinhúsið Garðar við Ægisíðu var byggt árið 1882 af Þórði Guðmunds-
syni. Egill Egilsen, bróðir Benedikts
Gröndal, eignaðist húsið en árið 1892 tók
Sigurður Jónson húsið og jörðina á leigu.
Ári síðar keypti Sigurður húsið og bjó
þar til æviloka. Sigurður, sem fæddur
var í Skildinganesi árið 1865, var tvígift-
ur. Fyrri kona hans hét Ólöf Kristín Guð-
mundsdóttir en hún var fædd í Engey árið 1860. Þau áttu þrjú börn en
einungis eitt komst á legg, Erlendur Sigurðsson. Seinni kona Sigurðar,
sem ávallt var kallaður Sigurður í Görðum, hét Guðrún Pétursdóttir,
fædd 1878. Hún var bróðurdóttir Ólafar Kristínar, fyrri konu Sigurðar.
Guðrún og Sigurður gengu í hjónaband árið 1903 og bjuggu í Görðum.
Þau eignuðust ellefu börn sem öll komust á legg nema elsti drengurinn,
Pétur. Yngsta dóttir þeirra, Sigríður, fæddist árið 1922. Hún er móðir
Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, sem er núverandi íbúi og eigandi
Garðanna. Sigurður lést árið 1956 en Guðrún árið 1962. Þegar Reykja-
víkurborg vann að gerð göngustígsins við Ægisíðu keypti borgin landið
af fjölskyldunni og voru þá húsin sem enn stóðu í landi Garðanna rifin,
fyrir utan íbúðarhúsið sem Ólöf Kristín Sigurðardóttir keypti, réttum
hundrað árum eftir að afi hennar eignaðist Garðana.
Steinhús sem byggt var 1882
Sigurður í Görðum keypti það árið 1893 og barnabarn hans 1993.
V ið kynntumst í Hagaskóla,“ segja þau Sigríður Sigurþórsdóttir og Þórður Sigurðarson, sem hægt
væri að kalla Siggu í Görðum og Þórð í Bænum, rétt
eins og amma Sigríðar og nafna og afi Þórðar og
nafni hans voru kölluð þegar var og hét. Þórður er
alinn upp í Litla-Bæ, húsi sem stendur á lóð sem er
á milli Tómasarhaga, Fálkagötu og Dunhaga, en það
tilheyrir Tómasarhaganum. Skammt er því á milli
æskuheimila þeirra og hefur Þórður það eftir föður
sínum, Sigurði Árna Þórðarsyni, að mikill vinskapur
hafi alltaf verið á milli fjölskyldnanna. „Við uppgötv-
uðum samt ekki tengslin á milli okkar strax,“ segja
þau Sigríður og Þórður, sem fylgdust að í MH að lokn-
um grunnskóla og halda góðum vinskap þótt þau hafi
nú haldið hvort í sína áttina; Sigríður nemur í Háskóla
Íslands en Þórður er í Listaháskólanum.
Sigga í Görðum og Þórður í Bænum
Vinir rétt eins og afi og amma
VINIR Í VESTURBÆNUM Sigríður og Þórður eru hér við Litla-Bæ, ættarsetur
Þórðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRAMHALD AF SÍÐU 32
Grásleppa í fiskihjalla Myndin er tekin árið 1993 en þá var enn
gert út frá Ægisíðu. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Athafnasvæði Alliance Á uppvaxtarárum Ragnhildar Magnúsdóttur var mikið um að vera í næsta nágrenni Lambhóls eins og þessi
mynd sýnir glöggt en á henni er horft í átt til Skerjafjarðar frá Lambhól. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Ævisaga Sigurðar í Görðum var gefin út árið 1952 en það var Vilhjálmur S. Vilhjálmsson sem skráði
söguna. Í henni segir Sigurður frá ævi sinni og upp-
vexti, landbúnaði og útgerð við Ægisíðuna. Hann rekur
viðskipti sín við breska hermenn sem reyndu að koma
í veg fyrir að sjómenn reru út til hrognkelsaveiða með
litlum árangri. Sigurður segir í framhaldinu frá því
þegar Garðalandið lenti raunverulega í „hers höndum“
eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. „Reykjavíkur-
bær hefur nú tekið löndin og gert úr þeim bygginga-
lóðir. Þar rís nú hvert steinhúsið á fætur öðru. Það er
orðið ákaflega þröngt í Görðunum. Sjóndeildarhringur-
inn minn hefur minnkað. Húsið mitt er orðið innikróað
til landsins. ... ég þekki varla sjálfan mig og umhverfi
mitt nema þegar ég er niður í flæðarmáli, því að enn er
það eins og það var og fjörðurinn eins.“
Heimild: Sjógarpurinn og
bóndinn Sigurður í Görðunum, bls. 177.
Sjóndeildarhringurinn minnkaði
Reykjavíkurborg tók löndin og gerði að byggingarlóðum