Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 110
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR78 „Þegar ég var á sjó í gamla daga kölluðu strákarnir mig Svera, til að stytta nafnið,“ segir Sverrir Arnar Baldursson, en hann keyrir um bæinn á Volvo með einkanúm- erið SVERI. Númeraplatan hefur reynst örlagavaldur í lífi Sverris. Hann stofnaði fyrirtækið Sveri ehf. fyrir tveimur árum, en það starfar í fæðubótarefnabransanum. Hann valdi númeraplötuna þó ekki sjálf- ur. „Fyrir svona átta árum setti ég bílinn á verkstæði og þegar ég sótti hann var konan mín búin að láta setja númerið á,“ segir Sverrir og bætir við að svipurinn á þeim Svera hafi verið furðulegur þegar bíllinn rann út með nýrri núm- eraplötu. „Svo fæ ég augnagotur frá konunum, en þetta getur þýtt ýmislegt hjá þeim.“ Annar prótínáhugamaður, vöðva tröllið Egill Einarsson, er með einkanúmerið Þykki. Hann fékk númeraplötuna í útskriftar- gjöf frá félögum sínum, sem beittu svipaðri aðferð og kona Sverris. Sverrir segist þó hafa heyrt að sá Þykki hafi frekar viljað vera sá Sveri, en Sverrir á númeraplötuna og nafnið skuldlaust. „Ég á einka- rétt á Svera,“ segir hann léttur. Sverrir hyggst markaðssetja sérstök Svera-fæðubótarefni fyrir þá sem vilja byggja upp mikinn vöðvamassa, en býður einnig upp á hefðbundin efni fyrir þá sem kjósa að vera rýrari. En ert þú sjálfur að rífa í lóð? „Já. Maður verður að vera með í þessu ef maður ætlar að kynna efnin. Ég má ekki vera spikaður eða grindhoraður ef ég ætla að reyna að selja einhverjum fæðu- bótarefni,“ segir Sverrir Sveri og hlær. - afb PERSÓNAN Svo fæ ég augnagotur frá konunum, en þetta getur þýtt ýmislegt hjá þeim. SVERRIR ARNAR BALDURSSON EIGANDI SVERI EHF. SVERRIR ARNAR BALDURSSON: ÉG Á EINKARÉTT Á „SVERI” ÖRLAGARÍKT EINKANÚMER SÁ SVERI Einkanúmer Sverris hefur reynst örlagavaldur í lífi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær leituðu aðstandendur RFF- hátíðarinnar að eiganda geisla- plötu sem árituð hafði verið af rapparanum Ghostface Killah. Pilturinn hefur nú gefið sig fram og er diskurinn því kominn í rétt- ar hendur. „Ég var eiginlega búinn að gefa þetta upp á bátinn og það kom því skemmtilega á óvart þegar ég las fréttina í blaðinu á föstudaginn. Mig langar að koma sérstökum þökkum til stúlkunnar sem lagði þetta á sig fyrir mig,“ segir Ingi- mar Bjarni Sverrisson, tvítugur námsmaður við Menntaskólann í Hamrahlíð. Aðspurður segist Ingimar ekki hafa verið sérlega bjartsýnn á að fá eiginhandaráritun rapparans þar sem hann stóð í þvögunni. „Ég var kannski í þriðju röð frá svið- inu, ef röð mætti kalla, og var því ekkert hrikalega bjartsýnn á að fá áritun frá honum það var því ánægjulegt þegar stúlkan bauðst til að hjálpa mér.“ Ingimar þurfti að fara fyrr af tónleikunum til að ná fari heim og neyddist því til að skilja diskinn eftir. „Ég áttaði mig ekki á því að stúlkan væri starfs- maður og vissi því ekki hvert ég ætti að leita daginn eftir,“ segir Ingimar, sem er að eigin sögn ánægður með kveðjuna frá Ghost- face Killah. - sm Ánægður aðdáandi Ghostface SÁTTUR Ingimar Bjarni Sverrisson hefur fengið áritaða geislaplötu frá Ghostface Killah aftur í hendurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikarinn Tómas Lemarquis fer með stórt hlutverk í kvikmynd- inni The Errors of the Human Body sem framleidd er í Þýska- landi. Tómas leikur þar pólskan vísindamann en tökur fóru að mestu fram í Max Planck stofn- uninni, sem er ein stærsta vís- indastofnun Evrópu. Kvikmynd- in er í leikstjórn Ástralans Erons Sheean og með aðalhlutverk fara Rik Mayall, sem lék í The Young Ones og The Black Adder, og hin þýska Karoline Herfurth, sem fór með hlutverk í myndunum Ilmurinn og Lesarinn. Umboðsmaður Tómasar í Berlín kom honum í samband við leikstjórann, sem hafði þá séð kvikmyndina Nóa Albinóa og óskaði eftir Tómasi í hlut- verk vísindamannsins. „Þetta var skemmtilegt verkefni og það var mikill heiður að fá að leika á móti Rik og Karoline. Hún er rísandi stjarna hér í Þýskalandi og Rik er goðsögn innan bresku grínsenunnar,“ segir Tómas og bætir við að Rik sé mjög skemmtilegur og gamansamur náungi. Öll samtöl í kvikmyndinni fara fram á ensku og því þurfti Tómas að leggjast í nokkra rann- sóknarvinnu þar sem persóna hans talar ensku með pólskum hreim. „Ég hafði samband við fjölda Pólverja hér í Berlín og fékk að hlusta á þá tala og tók einnig upp á segulband. Það búa margir Pólverjar í borginni enda er ekki nema um tveggja tíma lestarferð héðan til Póllands. Þeir voru mjög hjálpsamir við undirbúninginn en ég veit ekki hvort mér muni takast að blekkja þá í þessu hlutverki. Ég vona þó að ég nái að blekkja alla aðra,“ segir Tómas og hlær. Búið er að selja dreifingar- rétt kvikmyndarinnar bæði í Þýskalandi og Ástralíu og verð- ur gaman að sjá hvort hún ratar hingað til lands. - sm Tómas leikur pólskan vísindamann Í NÆGU AÐ SNÚAST Tómas Lemarquis fer með hlutverk pólsks vísindamanns í nýrri kvikmynd sem framleidd er í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íris Dögg Einarsdóttir Starf: Ljós- myndari og listrænn stjórnandi á Bast Magazine. Aldur: 27 ára. Fjölskylda: Björn Stefánsson eiginmaður, börnin Salka Björnsdóttir og Drengur Björnsson á leiðinni. Búseta: Kaupmannahöfn. Stjörnumerki: Steingeit. Íris Dögg er einn þriggja aðstandenda hins nýja vefrits Bast Magazine. www.kredia.is Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími 515 1919 PI PA R\ TB W A • SÍ A Daníel Ágúst The Drift, sólóplata Miðasala á Einföld þægindi Platan er komin í verslanir og fæst um allt land. Útgáfutónleikar 13. apríl í Tjarnarbíói 1 2 3 Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Brák (Kúlan) Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýnU Ö Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00 Ö U Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Ö U Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö Ö Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.