Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 80
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR48 timamot@frettabladid.is GUÐNI ÁGÚSTSSON, fyrrverandi ráðherra, er 62 ára. „Við erum perlan í veröldinni, að mínu mati, með frábærar vörur og hreint land og eigum mikla möguleika í gegnum það.“ Það var sunnudaginn 12. apríl 1931 að þrettán ungir piltar komu saman í KFUM-húsinu við Hverfisgötu í Hafnar firði til að stofna nýtt íþróttafé- lag í bænum. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Karl Auðunsson. Á þriðja fundi félagsins var nafn þess ákveðið; Knattspyrnufélagið Haukar. Haukar fagna því áttatíu ára afmæli á þriðju- daginn og í kvöld verður galadans- leikur á Ásvöllum af því tilefni. Dansleikurinn er þó langt því frá það eina sem Haukar ætla að gera í tilefni afmælisins. „Við ákváðum strax í upphafi að það ætti ekki bara að vera einn ákveðinn viðburður til að fagna afmælinu, heldur ætluðum við að hafa þetta þematengt afmælisár,“ segir Elín Sigríður Óladóttir, formað- ur afmælisnefndar Hauka. „Við höfum reynt að hafa viðburðina með vísan til upphafsársins 1931 og höfum unnið í þeim takti. Við erum svona að reyna að endurvekja andann sem ríkti þá. Það var kreppa í samfélaginu þá líka, en menn voru samt sem áður að gera sér glaðan dag og koma saman og sáu ýmsa möguleika í stöðunni. Þeir létu ekki deigan síga og við höfum reynt að taka okkur það til fyrirmyndar.“ Meðal þess sem þegar hefur verið boðið upp á hjá Haukum er afmælis- bingó, málþing um íþróttir fyrir alla, karlakvöld þar sem þemað var árið 1931 og opnun á sögusýningu Hauka sem verður opin næstu vikurnar á Ásvöllum. En aðalhátíðin verður í dag og svo á afmælisdaginn sjálfan 12. apríl. „Við byrjum í dag klukkan 11 með afmælishlaupi,“ segir Elín. „Það verður boðið upp á tvær vegalengdir, þrjá kílómetra fyrir krakkana og þá óvönu og átta kílómetra fyrir þá vönu. Í kvöld verður svo stórdansleikur og afmælisgleði þar sem þemað verður 1931 og allir hvattir til að mæta í klæðnaði sem minnir á þann tíma. Þar verður borðhald og flott skemmtiatriði og klukkan tólf verður húsið svo opnað fyrir almenning og Buffið leikur fyrir dansi fram á rauðanótt.“ Á þriðjudaginn, afmælisdaginn sjálfan, verður einnig mikið um dýrðir á Ásvöllum. „Þá verður hátíð fyrir alla fjölskylduna frá því klukkan fimm og til tíu um kvöldið,“ segir Elín. „Þeir sem stunda íþróttir hjá Haukum eru frá þriggja ára aldri og upp í nírætt og á afmælisdaginn ætlum við öll að koma saman og skemmta okkur. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ fridrikab@frettabladid.is KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ HAUKAR 80 ÁRA: GALADANSLEIKUR Í KVÖLD Reyna að endurvekja andann sem ríkti á upphafsárinu 1931 Í AFMÆLISSKAPI „Við höfum reynt að hafa viðburðina með vísan til upphafsársins,“ segir Elín Sigríður Óladóttir, formaður afmælisnefndar Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 62 Merkisatburðir 1940 Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku og Noreg. 1942 Norska skipið Fanefeld ferst milli Bíldudals og Ísafjarðar og með því tveir Íslendingar og 22 Norðmenn. 1963 Sextán íslenskir sjómenn farast þennan dag og þann næsta er aftakaveður með hörkufrosti. 1967 Fyrsta Boeing 737 flugvélin flýgur jómfrúarflug sitt. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Birnu Matthildar Eiríksdóttur áður til heimilis að Lindasíðu 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Víðihlíð fyrir góða umönnun. Reynir Viðarsson Anna Margrét Björnsdóttir Björk Viðarsdóttir Valdimar Freysson Gígja Viðarsdóttir Harpa Viðarsdóttir Þorvaldur Jónsson Ruth Viðarsdóttir Teitur Birgisson ömmu- og langömmubörn Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Huldu Þórarinsdóttur Fögrubrekku 24, Kópavogi. Halldór S. Guðmundsson Jónas H. Bragason Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir Halla Ósk Halldórsdóttir Geir Atli Zoëga barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, mágkona, amma, langamma og langalangamma, Hrefna Vilhelmína Björgvinsdóttir Svínaskálahlíð 11, Eskifirði, sem lést laugardaginn 2. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 11. apríl kl. 14. Guðmundur Björgvin Stefánsson Dóra Dröfn Böðvarsdóttir Viktor Stefánsson Stefán Ingvar Stefánsson Gunnhildur Björk Jóhannsdóttir María Hjálmarsdóttir Sverrir Vilbergsson Elín Þorsteinsdóttir Haraldur Benediktsson Brynja Halldórsdóttir Ingvar Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Alfreð Kristjánsson Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfs- fólks Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýju. Kristín Alfreðsdóttir Högni Reynisson Jón Alfreðsson Kristín Nielsen Anna Alfreðsdóttir Gísli Kvaran Sigríður Alla Alfreðsdóttir Gissur Þór Ágústsson Aðalbjörg Alfreðsdóttir Haukur Þórisson og afabörn. Þökkum öllum þeim sem heiðruðu minningu föðursystur okkar, Sigríðar Klemenzdóttur Rúna Bína, Anna Ingibjörg, Unnur, Jakobína, Jóhanna og Sigríður Sigtryggsdætur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Rós Einarsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði fimmtudaginn 7. apríl sl. Útförin tilkynnt síðar. Jónatan Kristjánsson Ingibjörg Jónatansdóttir Sigurbjörn Jónsson Einar Þór Jónatansson Brynhildur Birgisdóttir Björg Jónatansdóttir Jón Hauksson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Pétur Guðmundsson verkfræðingur, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk aðfaranótt þriðjudagsins 5. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. apríl kl. 13.00. Steinunn H. Ólafsdóttir Margrét Pétursdóttir Ómar Þór Árnason Sverrir Pétursson Fríðgerður Baldvinsdóttir Guðmundur Þór Pétursson Harpa Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Solveig Pétursdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 6. apríl síðastliðinn. Útför verður auglýst síðar. Ingunn Péturs Óðinn Sörli Ágústsson Helga Rúna Péturs Valdimar Agnar Valdimarsson Gabríel Pétur Óðinsson og Tinna Björt Valdimarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.