Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 9. apríl 2011
Vöruhönnuðurinn Ragnheiður
Ösp Sigurðardóttir vakti talsverða
athygli á nýliðnum HönnunarMars
með kollinn Bentley og púðana
Notknot.
Alþjóðlega veftímaritið Designbo-
om.com fjallaði meðal annars um
vörur Ragnheiðar en um 140.000
lesendur fara inn á vefinn á dag.
Þá fór sænski bloggarinn Stefan
Nilsson fögrum orðum um hönn-
un Ragnheiðar á síðu sinni, blog.
trendgruppen.se. Erlendir fram-
leiðendur sem sóttu hátíðina voru
einnig áhugasamir um púðana
Notknot. „Það á alveg eftir að koma
í ljós hvort eitthvað kemur út úr
þessu en þetta er auðvitað spenn-
andi,“ segir Ragnheiður hógvær.
„Þónokkrir hafa reyndar haft sam-
band frá útlöndum og viljað kaupa
koll eftir að hafa séð hann á blogg-
síðum. Púðarnir voru frumgerð en
ég er að skoða hvernig ég get látið
framleiða þá. Helst vil ég finna ein-
hvern framleiðanda hér á Íslandi.“
Umfjöllun á vefnum getur undið
hratt upp á sig og í framhaldinu
hafði dagblaðið The Big Issue sam-
band við Ragnheiði. „Ég var rosa-
lega ánægð með það. The Big Issue
er stórt og flott alþjóðlegt blað,
stofnað af þeim sömu og stofnuðu
Body Shop. Sú sem hafði samband
við mig er staðsett í Taívan og þau
munu fjalla um kollana í maí. Það
sem ég hanna er oft undir austur-
lenskum áhrifum og því er gaman
að fá umfjöllun í Asíu. Svo er ég líka
að skoða framleiðslu á vínilfígúrum
sem ég sýndi í fyrra í Hafnarborg.“
Á HönnunarMars sýndi Ragn-
heiður kollana í Epal og þangað
komu þeir nýlega í sölu. Púðana
sýndi hún á sýningu Félags vöru- og
iðnhönnuða á Laugavegi. Ragnheið-
ur hannar undir merkinu Umemi
og nánar má forvitnast um hönn-
un hennar á www.umemi.com og á
Facebook. heida@frettabladid.is
Vakti athygli á
HönnunarMars
Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður hannar undir merkinu
Umemi. Eftir nýliðinn HönnunarMars hefur verið fjallað um kollinn
Bentley og púðana Notknot á erlendum vettvangi. Púðarnir Notknot spretta upp úr skáta-hnútum og skrauthnútum.
Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður hannar undir merkinu Umemi en verk
hennar vöktu athygli erlendra fjölmiðla á nýafstöðnum HönnunarMars.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Shabby
Hera
Edge
Gyro
Bæjarlind 16 - Kóp - S: 553 7100 www.linan.is
BJÓÐUM VAXTALAUS
VISA / MASTERCARD
K O R TA L Á N Í 3 , 6
E Ð A 1 2 M Á N U Ð I
m j ú k i r , s t í fi r
lang i r, s tu t t i r
s t ó r i r , l i t l i r
djúpir, grunnir
við sérhæfum okkur
í sófum og stó lum