Fréttablaðið - 09.04.2011, Side 46
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR2
hætta er á slagsmálum vegna Ice-
save-deilna. Mér finnst þó hæpið
að við kveikjum á kosningavök-
unni í sjónvarpinu heldur verðum
áfram í afmælisstuði með úrslit-
um í smáskeytaformi,“ segir Sig-
rún Eva sem eyðir helgum gjarn-
an í faðmi fjölskyldu og vina yfir
góðum mat og skemmtilegheit-
um. „En hvern hefði grunað fyrir
nítján árum að fólk yrði enn að
biðja um Nei eða já? árið 2011,“
spyr hún hláturmild um árleg
símtöl fjölmiðla og óskir um Nei
eða já? í kringum Júróvisjón, en
báðar verða þær Sigga á árvissu
Júróvisjónballi Páls Óskars á
Nasa.
„Mér finnst alltaf jafn gaman
að taka lagið með Sigrúnu Evu og
oft tek ég það ein líka, enda sívin-
sælt meðal þjóðarinnar,“ segir
Sigga sem flýgur heim til Íslands á
morgun, en um helgar unir hún sér
einmitt best heima í hreiðrinu sínu
eða með vinum í góðu yfirlæti.
„Flestar helgar er ég að syngja
einhvers staðar, en þess á milli er
ég afar heimakær. Ég er steinhætt
að nenna út á djammið, en finnst
alltaf jafn gefandi og yndislegt að
syngja fyrir fólk,“ segir Sigga sem
um miðjan maí á von á tvíburum
með sinni heittelskuðu. „Ég neita
því ekki að spenningurinn er mik-
ill og allt á fullu við undirbúning
komu barnanna heima. Ég verð
því lítið á sveitaballarúntinum í
sumar en reyni að njóta þess sem
mest að vera með krílunum litlu,“
segir hún full tilhlökkunar.
En hvernig líst þeim á Júró-
visjónlagið í ár, lagið hans Sjonna?
„Mér líst ágætlega á það, en allt-
af erfitt að segja hvernig laginu
gengur án þess að hafa séð svið-
setninguna, sem hefur líka mikil
áhrif á heildarútkomuna,“ segir
Sigrún Eva og Sigga tekur í sama
streng: „Lagið er gott en dálítið
frábrugðið því sem við höfum sent
hingað til. Strákarnir eru yndisleg-
ir, gera þetta frá hjartanu, og bara
tímabært að senda út svona hresst,
skemmtilegt og öðruvísi lag.“
thordis@frettabladid.is
Sigga Beinteins og Sigrún Eva hafa síðustu nítján ár stigið ótal sinnum á stokk með hið sívinsæla Nei eða já? en þessi mynd er
tekin árið sem lagið fór utan til keppni í Málmey og lenti í 7. sæti árið 1992.
Framhald af forsíðu
ansararDwww.jsb.is
Kennslustaðir:
● Danslistarskóli JSB í Kópavogi, Íþróttahúsi
Digraness.
Almenn braut.
● Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9
og Laugardalshöll.
Almenn braut og listdansbraut.
Innritun og inntökupróf
á listdansbraut fyrir haustönn 2011
Inntökupróf - framhaldsskólastig
Fimmtud. 14. apríl kl.19:45 - 21:15 í sal 2.
Inntökupróf - grunnskólastig
Laugard. 14. maí kl. 16 -17 í sal 3, 10 -12 ára.
Laugard. 14. maí kl. 17 - 18:15 í sal 3, 13 - 15 ára.
Nám og kennsla
Danslistarskóli JSB er viður-
kenndur af menntamálaráðuneytinu sem
listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi.
Nánari upplýsingar um nám við
skólann er að finna á www.jsb.is
undir Danslistarskóli JSB.
Danslistarskóli JSB
er samstarfsaðili að
Frístundakorti
Reykjavíkurborgar.
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730
Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Nánari upplýsingar eru á vefnum
www.jsb.is og á facebook
Viltu gerast vinur JSB?
Danslistarskóli JSB er á facebook
Fæst í Bónus og Inspired,
Keflavíkurflugvelli
HOLLUR
BITAFISKUR
+ 80% prótín
Fiskneysla er góð
fyrir heilabúið
Spænskur ferðadagur í Kringlunni Sumarleyfis-
möguleikar á Spáni verða kynntir á Blómatorginu í
Kringlunni frá 11 til 18 í dag og ýmis skemmtiatriði
verða í boði fyrir alla fjölskylduna.
GRÆNN APRÍL
Græn fjármál:
● Spyrðu sjálfan þig nýrra
spurninga áður en þú eyðir í
eitthvað sem þig langar í.
● Lærðu að mta hvort eina
leiðin til að mæta þörfum
þínum sé að kaupa
eitthvað.
● Ekki kaupa af hvatvísi.
Bíddu frekar í einn dag eða
lengur. Löngunin kann að
líða hjá.
● Hugaðu á blaði - þannig
verða hugsanir þínar
markvissar og árangursríkar.
● Leitaðu eftir hjálp annarra
til að finna lausn á þeim
áskotunum sem þú stendur
frammi fyrir.
● Taktu ábyrgð á eigin
fjármálum með því að halda
heimilisbókhald.
● Leitaðu leiða til að koamst
út úr neysluskuldum.
● Finndu ráð til að borga
niður húsnæðislán með því
að borga inn á höfuðstólinn.
● Leggðu reglulega fyrir í
sparnað.
www.graennapril.is
Sýningu á verkum Þórhildar
Kristjánsdóttur glerlistakonu
á Café Mílanó lýkur um þessa
helgi en sýningin verður opin í
dag og á morgun.
Þórhildur hefur í rúman ára-
tug blandað saman mismunandi
aðferðum í verkum sínum, svo
sem glersteypun, silfursmíði, leir-
mótun, málmhönnun, teikningu og
fleiru og er vel þekkt fyrir skálar
sínar og kertastjaka. Sýning Þór-
hildar nú ber nafnið Frostrós-
ir en á henni eru verk sem lista-
konan vann í vetur. Þau eru unnin
úr svartflaueli, tini, blýblöndu og
bræddu gleri.
„Efnistökin koma víða að og
má þar oft sjá sterka tengingu við
náttúruna og andstæðurnar sem
þar er að finna í litum, birtu og
formum. Því má oft sjá hvort verk-
in eru unnin að vetri eða sumri
til,“ segir Þórhildur. - jma
Glerlist á Café Mílanó
Verk Þórhildar Kristjánsdóttur sem hún vann í vetur eru til sýnis á Café Mílanó.