Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 26
9. apríl 2011 LAUGARDAGUR26 R eyndu nú að bulla ekki of mikið, Heiða mín,“ segir Pálmi Gests- son þegar hann rekur nefið inn í fundarher- bergi Þjóðleikhússins, þar sem blaðamaður hefur sest niður með Aðalheiði Ólafsdóttur, sem oftast er kölluð Heiða og var einu sinni þekkt sem Heiða Idol. „Ég lofa því,“ svarar Heiða að bragði að útskýrir hlæjandi að leikarinn sé sérstakur ráðgjafi sinn, enda séu þau bæði að vestan. Pálmi er einn af hópi lands- kunnra leikara sem stíga á svið með Heiðu í nýju verki eftir Ólaf Hauk Símonarson, Bjart með köfl- um, sem frumsýnt var í Þjóðleik- húsinu í gær. Sögusvið verksins er sveitin undir jökli á Snæfellsnesi árið 1968. Þar kemur ungur rokk- ari úr Reykjavík til dvalar og er fyrr en varði orðinn miðpunktur- inn í rammíslenskum og ævaforn- um fjandskap milli bæjanna Gils og Hvamms og ekki síður tilefni til togstreitu milli heimasætnanna á bæjunum. Heiða fer einmitt með hlutverk Gunnvarar, sem býr á fyrrnefnda bænum. „Gunnvör hefur meiri trú á að sjómennskan skili meiru til bæj- arins en landbúnaður og veiðir því fyrir heimilið. Hún er algjör stráka stelpa og töffari,“ segir Heiða. Í verkinu hljóma mörg af þekktustu popplögum landsins frá ofanverðum sjöunda áratugn- um, meðal annarra lagið Leyndar- mál sem Heiða syngur og er þegar farið að heyrast á öldum ljósvak- ans, en líka eitt erlent, Chuck Berry-lagið Johnny B. Goode, sem heitir Gott hjá þér, Jón í íslenskri þýðingu. Þarf ennþá að klípa mig „Auðvitað er það draumur allra að stíga á svið í Þjóðleikhúsi Íslend- inga,“ segir Heiða, en þetta er hennar fyrsta stóra hlutverk í leikhúsi. Áður hefur hún þó tekið þátt í ýmsum uppfærslum, meðal annarra Buddy Holly í Austurbæ, Sögunni af Nínu og Geira á Broad- way, Footloose í Borgarleikhúsinu og sýningum á meðan hún stund- aði nám í Verslunarskóla Íslands, auk þess að starfa sem söngkona í mörg ár. „Ég þarf ennþá að klípa mig við og við því þetta er svo óraunveru- legt og fáránlegt. Pálmi Gests- son leikur pabba minn, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur mömmu mína og Örn Árnason manninn á hinum bænum. Þessu fólki hef ég dáðst að í mörg ár og þetta er mik- ill heiður,“ segir Heiða og bætir við að henni hafi verið tekið afar vel af starfsfólki Þjóðleikhússins. „Við erum fjögur í þessu verki sem erum ný í húsinu, Ég, Hilmir Jensson, Þórunn Arna Kristjáns- dóttir og Ævar Þór Benediktsson, og fáum öll sömu frábæru viðtök- urnar. Það er mjög flott hjá Þjóð- leikhúsinu að gefa ungum leikur- um svona tækifæri. Að sjálfsögðu er þetta stressandi, en ég nýti mér stressið til góðs. Það er ekki sjálf- sagður hlutur að standa á sviði Þjóðleikhússins og ég er afar þakklát.“ Tvær flugur í einu höggi Heiða vakti fyrst athygli almenn- ings þegar hún lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit árið 2005. Síðar sama ár kom eina platan henn- ar, Hluti af mér, út á vegum Senu og hefur hún síðan tekið þátt í mýmörgum verkefnum í tónlistar- bransanum eins og íslenskra tón- listarmanna er siður. Heiða segist þó alla tíð hafa gengið með leikkonu í maganum og ákvað því árið 2007 að láta draum- inn rætast. Hún sló tvær flugur í einu höggi með því að innrita sig í Circle In The Square Theater School í New York, borg sem hún hafði lengi verið forvitin um, þaðan sem hún útskrifaðist sem leikkona sumarið 2009. Hún ber dvölinni í New York vel söguna og telur skólann hafa passað sér fullkomlega. „Þetta er pínulítill og virtur skóli sem hefur útskrifað frábæra leikara á borið við Kevin Bacon, Felicity Huffman og síðast en ekki síst Philip Seymour Hoffman, sem er ennþá góður vinur aðalkennarans og kemur reglulega í skólann og spjallar við nemendurna. Kenn- ararnir við skólann starfa margir hverjir líka við hinn heimsfræga Juilliard-skóla, þar sem þeir fá mun hærra kaup, en halda tryggð við Circle In The Square vegna þess að þeim þykir svo vænt um hann. Ég er ekki hissa á því, af því að skólinn er alveg yndislegur.“ Bjó í gettói í New York Aðspurð segir hún vissulega hafa tekið á að vera fátækur námsmað- ur í hinni rándýru stórborg. Hún og skólafélagar hennar hafi þó komist upp á lagið með að sníða sér stakk eftir vexti og leita uppi ódýrustu kostina í mat og drykk. „Fljótlega urðum við afar fær í að finna staði sem buðu upp á pits- ur sem kostuðu bara einn dollara, kokteila á þrjá dollara og þar fram eftir götunum. Fyrst um sinn bjó ég í svartasta gettóinu í Brook- lyn, Bed-Stuy, og það var alveg svakalegt. Ég er ljóshærð að upp- lagi, þótt ég hafi þurft að lita hárið fyrir hlutverk Gunnvarar í Bjart með köflum, og strákarnir í hverf- inu kölluðu gjarnan á eftir mér „Hey, snowflake! What up?“ Ég fór líka stundum út að skokka og ég held að enginn nema ég, hvorki fyrr né síðar, hafi nokkurn tíma sést skokka í þessu hverfi. Fólk- ið hélt ábyggilega að ég væri svo hrædd að ég þyrfti að flýja undan því í ofboði,“ segir Heiða og hlær. „Þetta var ekki nógu sniðugur staður til að búa á og hættulegt að vera einn á ferli á kvöldin.“ Eftir fyrra árið í leiklistar- náminu flutti Heiða svo í hverfið Spanish Harlem, þar sem allir töl- uðu spænsku, og loks yfir á Man- hattan, þar sem hún var fram að útskrift. Hún segist hafa íhug- að vel og lengi að ílengjast í New York, en eftir vandlega umhugsun afráðið að flytja heim. „Ég fæ ennþá brjálaða heimþrá til New York, en ég saknaði fjöl- skyldunnar mjög mikið og fannst ekki þess virði að geta ekki verið til staðar ef eitthvað kæmi upp á. Auk þess fylgir því svo rosaleg vinna að ætla að koma sér á fram- færi í New York. Þú þarft að vera í prufum alla daga, færð milljón nei og getur jafnvel tekið þig tíu ár að fá eitt já. Svo ég er sátt við að vera komin heim,“ segir Heiða. Glatað að vera kynþokkafyllst Söng- og leikkonan segist hafa verið mjög meðvituð um að Íslend- ingar sem læra leiklist erlendis eiga oft og tíðum til að lenda milli skips og bryggju þegar kemur að því að tryggja sér hlutverk í leik- húsum þegar heim er komið. „Ég hugsaði með mér að þótt ég fengi engin hlutverkið að náminu loknu væri það samt ómetanleg reynsla fyrir mig. Ég var dálítið skeptísk á að einhverjir myndu kaupa mig, söngkonuna, sem leik- konu, að fólk myndi draga mig í dilk eins og oft gerist á Íslandi. En auðvitað vonaðist ég til þess að fá tækifæri til að sanna mig.“ Tækifærið bauðst þegar Félag íslenskra leikara (FÍL) var með venjubundnar opnar prufur fyrir leikara sem lært hafa erlendis, þar sem leikstjórar og fleiri úr geiran- um kanna úrvalið sem í boði er á þeim bænum. „Tinna og Þórhallur Sigurðsson [leikstjóri Bjart með köflum] sáu mig í þessum prufum og höfðu ekki hugmynd um að ég gæti leikið. Ég kom þeim greini- lega svona skemmtilega á óvart og var í kjölfarið boðið í prufu fyrir Bjart með köflum. Og fékk svo hlutverkið,“ segir Heiða. „En þetta gerðist síðastliðið vor og ég hef þurft að telja niður mánuðina, dagana og klukkutíma eftir að fá að byrja.“ Meðan á biðinni löngu stóð fór Heiða meðal annars til Noregs og söng bakraddir hjá Heru í Euro- vision og sá einnig um þætti á Rás 2, en þar hóf hún störf við sum- arafleysingar vorið 2008 og fékk í kjölfarið fasta stöðu að námi loknu. Hún segist kunna afar vel við sig í útvarpi og hafi alla tíð þótt vænt um Rás 2. „Það er stöðin sem ég hef hlustað á síðan ég fæddist, því við náðum engri annarri stöð þegar ég var lítil á Hólmavík. Ég er ennþá þessi landsbyggðartútta í mér,“ viðurkennir Heiða. Hún segir vandræðalegasta augnablik ævi sinnar hafa tengst starfinu á Rás 2, en það var í upp- hafi síðasta árs þegar hún var kosin kynþokkafyllsta kona lands- ins í hlustendakönnun stöðvarinn- ar. Þar sem hún var sjálf starfs- maður stöðvarinnar og tók á móti atkvæðum í könnuninni þótti henni sú aðstaða afar óþægileg. „Já, það var alveg ofboðslega glatað,“ segir hún og skellir upp úr. „Það kom til greina að hagræða úrslitunum, en svo var ákveðið að láta þau standa. Ég dró mig alveg út úr þessu, vildi ekki eiga þátt í neinum ákvörðunum sem tengd- ust þessu, en þetta var vissulega asnalegt.“ Langar til að gera allt „Mig langar bara til að gera allt,“ svarar Heiða spurð um helstu fram- tíðaráform. „Nú brennur á mér að klára að semja aragrúa af lögum sem ég á ókláruð og gefa út á plötu. Ég þarf bara að sparka í rassgatið á sjálfri mér og drífa í því, en plat- an kemur á endanum. Ég hef fulla trú á því að ég geti sinnt söngkonu- starfinu samhliða leikkonustarf- inu, að þetta tvennt eigi ágætlega saman. Svo vil ég auðvitað vera sem lengst hér á sviðinu í Þjóðleik- húsinu, því Bjart með köflum mun slá rækilega í gegn.“ Ennþá þessi landsbyggðartútta Aðalheiður Ólafsdóttir, sem oftast er kölluð Heiða, hefur starfað sem söngkona í mörg ár en útskrifaðist úr leiklistarnámi í Bandaríkjunum fyrir tæpum tveimur árum. Hún fer nú með sitt fyrsta stóra hlutverk í verkinu Bjart með köflum í Þjóðleikhús- inu. Heiða spjallaði við Kjartan Guðmundsson um sönginn, leikinn, New York og eftirminnilega kosningu um kynþokka. BJART MEÐ KÖFLUM Ljósu lokkarnir á Heiðu eru litaðir rauðir þessa dagana vegna hlutverks hennar í Þjóðleikhúsinu. Hún segist reglulega fá heimþrá til New York, þar sem hún stundaði leiklistarnám, en er þó sátt við að vera komin heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auðvitað er það draumur allra að stíga á svið í Þjóðleikhúsi Íslendinga. Ég þarf ennþá að klípa mig við og við því þetta er svo óraunverulegt og fáránlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.