Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 17
Kaj Mickos hefur starfað sem prófessor í nýsköpunarfræðum í Svíþjóð.
Bakgrunnur Mickos er í atferlisfræði og sem nýsköpunarfrömuður. Hann á
30 einkaleyfi og hefur stofnað 15 fyrirtæki. Hann starfar nú í fyrirtæki
sínu, Innovation Plant, sem hjálpar fyrirtækjum, stofnunum, landssvæðum
og þjóðum að þróa nýsköpunarferla.
Mickos þróaði 72 tíma nýsköpunarkapphlaupið sem byrjar á því að skilgreina
vandamálið. Síðan er nýsköpun notuð til að finna lausnir sem enda með
vöru eða þjónustu sem er tilbúin á markað. Kaj Mickos hefur einnig stjórnað
16 sjónvarpsþáttum um nýsköpun í sænska ríkissjónvarpinu.
Hvað er nýsköpun og hverjir eru
það sem stunda nýsköpun?
Í fyrirlestri sínum mun prófessor Kaj Mickos tala um goðsagnir
og hugmyndir um nýsköpun og þá sem hana stunda.
Með því að taka dæmi úr raunveruleikanum og ræða hvernig
nýsköpunarsérfræðingar horfa á nýsköpun í dag vill Kaj varpa
ljósi á málefnið og gera hlustendum grein fyrir því að með
réttu verkfærunum getur hver sem er stundað nýsköpun.
Aðgangur er ókeypis, en vinsamlegast skráðu þig
fyrir kl. 16:00, 15. apríl nk. á incubator.asbru.is.
Skráðu þig á fyrirlesturinn og þú gætir
unnið pláss á lokaðri vinnustofu með
Kaj Mickos!
Vinnustofa með Kaj Mickos
Svaninum í Eldey, Grænásbraut 506,
kl. 15:00 –17:00, 16. apríl
Frá vandamáli til nýsköpunar
Hvað þarf til nýsköpunar? Í þessari tveggja tíma vinnustofu mun
prófessor Kaj Mickos sýna fram á flækjustigið en jafnframt
einfaldleikann við að finna lausnir á vandamálum og þróa nýjar
hugmyndir. Meðal annars verður farið í hópæfingu sem prófar
hæfileika þátttakenda til nýsköpunar.
Frekari upplýsingar á asbru.is og incubator.asbru.is
Opinn fyrirlestur með
Andrews Theater
kl. 13:00 –14:30, 16. apríl
Kaj Mickos