Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 22
22 14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR Í febrúar voru 13.772 manns á atvinnuleysisskrá. Það er hryggileg staðreynd og íslenskt samfélag þolir það ekki til lengd- ar. Atvinnuleysið er 9,3% meðal karla, 7,8% meðal kvenna. Frá hruni hafa fleiri störf tapast en sem þessu nemur, allt að 20.000. Muninn má að mestu skýra með erlendu vinnuafli sem fór af landi brott, en einnig sókn eftir aukinni menntun. Nú hafa heyrst yfirlýs- ingar sem helst má skilja sem svo að ríkið hafi unnvörpum skorið niður kvennastörf. Ekkert er fjær sanni. Tölur yfir atvinnuleysi leiða hið sanna í ljós. Atvinnuleysið birtist á einkamarkaðinum Frá febrúar 2008 til febrúar 2010 misstu 13.640 manns atvinnuna, 8.416 karlar og 5.204 konur sam- kvæmt Vinnumálastofnun. 97% karlanna og 84% kvennanna komu úr einkageiranum. Aðeins 7,9% þessa mikla fjölda misstu starf hjá ríki eða sveitarfélögum. Um tveir af hverjum þremur ríkis- starfsmönnum eru konur og er hlutfallið enn hærra hjá sveitar- félögunum. Því er ólíku saman að jafna þegar horft er til einkageir- ans eða hins opinbera. Í einkageir- anum hafa verið hoggin djúp skörð í heilar atvinnugreinar meðan tek- ist hefur að verja störf hjá hinu opinbera að mestu. Það hefur verið stefna stjórnvalda að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir upp- sagnir þrátt fyrir að niðurskurður hafi verið óhjákvæmilegur. 2009 og 2010 fækk- aði stöðugildum hjá ríkinu um 545. Þar af eru stöðugildi kvenna 475. Hvert tapað starf er einu starfi of mikið. Á L a ndspíta la num einum hefur stöðugild- um fækkað um 350 á tveimur árum. Langt í frá allir sem úr þessum stöðugildum hafa horfið lentu á atvinnuleysis- skrá. Þannig láta árlega nokkrir af störfum sökum aldurs, veikinda og annars, en höfum í huga hinn gríðarlega fjölda starfsmanna heil- brigðisþjónustunnar. Við bætist að sums staðar hefur þjónustuþáttum verið útvistað með því skilyrði að hluti þeirra sem þeim sinntu áður yrði endurráðinn hjá nýjum atvinnurekanda. Á Landspítalan- um nemur fækkun stöðugilda af þeirri ástæðu um 100 af 350 í allt. Ríkisstjórnin hefur forgangs- raðað störfum konum í vil. Minn- ast má að við fjárlagagerð fyrir árið 2011 stóðu uppsagnir um 634 kvenna á heilbrigðisstofnunum víða um land fyrir dyrum. Fall- ið var frá ríflega 80% þeirra. Á móti hafa opinberar framkvæmd- ir verið skornar niður eða þeim frestað. Þar hafa karlastörf tap- ast. Því má allt eins halda fram að stjórnvöld hafi kosið að verja störf kvenna hjá hinu opinbera á kostnað starfa karla á einkamark- aði, en á þeim bitnar niðurskurður framkvæmda helst. Markmiðið er ekki eitt og sér að verja kvenna- störf, heldur ekki síður að verja þau lífsgæði sem felast í almanna- þjónustu. Aukin eftirspurn kemur öllum til góða Í tölum yfir atvinnulausa eftir atvinnugreinum frá febrúar 2008 til febrúar 2010 kemur fram að yfir fimmtungur allra atvinnu- lausra kvenna starfaði áður við verslun og viðgerðir, ríflega tíundi hluti við sérhæfða þjónustu á einkamarkaði, tæplega tíundi hluti við gisti- og veitingahúsastarfsemi og álíka í iðnaði. Mannvirkjagerð er langstærsta einstaka atvinnu- greinin sem orðið hefur atvinnu- leysinu að bráð, en um 20% karla sem misstu vinnuna á þessu tíma- bili störfuðu þar. Sú atvinnugrein sem kemur næst þegar horft er til karlanna er verslun og viðgerðir, þá iðnaður og hráefnavinnsla og loks leigustarfsemi og sérhæfð þjónusta. Ljóst er að ef hamla á gegn atvinnuleysi nægir ekki að verja störf ríkisstarfsmanna. Örva verð- ur eftirspurn í hagkerfinu og koma framkvæmdum af stað – þannig skapast atvinna fyrir bæði karla og konur. Á dögunum kynnti for- sætisráðherra að um 2.200 störf væru framundan þegar horft væri til fjárfestinga á undirbúnings- stigi hjá ríki og einkaaðilum, flest tímabundin meðan framkvæmdir vara, um fjórðungur framtíðar- störf. Í tengslum við yfirstand- andi kjarasamningagerð hefur ríkisstjórnin lýst yfir að enn verði bætt í. Í nafni kynjaðrar fjárlaga- gerðar hafa ýmsir þóst geta fullyrt að þessar aðgerðir myndu aðeins gagnast körlum. Þetta er grunn- hyggnisleg afstaða og með henni er horft framhjá samspili ólíkra atvinnugreina. Mannvirkjagerð dregist saman Ríkið hefur í grófum dráttum þrjár leiðir til að hamla gegn atvinnuleysi á einkamarkaði. Sú sem mestu skiptir felst í að tryggja góða efnahagsstjórn og hagstæða umgjörð atvinnurekstrar og fjár- festinga einkaaðila. Önnur lýtur að örvun nýsköpunar og frum- kvöðlastarfsemi, m.a. með styrkj- um og rannsóknum. Sú þriðja felst í að efna til beinna verkefna, oftast með útboðum á verk- legum framkvæmdum. Frá síðustu aldamót- um hafa framkvæmdir á vegum hins opinbera numið að meðaltali 17% af allri mannvirkjagerð. Þar er átt við vegafram- kvæmdir, nýbygging- ar, gangnagerð, brúar- smíði og viðhald þessara mannvirkja. Frá hruni hefur hlutdeild ríkisins í mannvirkjagerð hald- ist óbreytt, sem þýðir að opinberar framkvæmd- ir hafa dregist jafn mikið saman og í samfélaginu öllu eða um tvo þriðju miðað við árin 2005-2008 en um helming miðað við næstu ár á undan. Vegna fjárskorts hefur ríkið ekki með öflugum hætti beitt því tæki sem opinberar fram- kvæmdir geta verið til sveiflu- jöfnunar. Í fyrirtækjum á þessu sviði starfa konur líka. Margfeldis áhrif á önnur störf geta verið allt að sexföld. Verkfræðingurinn, mat- ráðurinn, launafulltrúinn, smið- urinn, bókarinn og gröfumaður- inn sem með þessu fengju aukin verkefni myndu væntanlega öll nota lungann af launatékkanum í verslunum, til kaupa á þjónustu og til að greiða af lánum. Innspýting af fjármagni inn á vinnumarkað- inn í heild eykur eftirspurn innan þeirra atvinnugreina þar sem atvinnuleysið er mest og þar starfa bæði karlar og konur. Nokkur orð um kynjaða hagstjórn Það er eitthvað fráhrindandi við það þegar einstaklingar með tak- markaðan áhuga á kynjaðri hag- stjórn og enn minni þekkingu nota hugtakið sem slagvopn í atlögum sem hafa allt annan til- gang en að vinna þeirri aðferða- fræði fylgis. Kynjuð hagstjórn snýst ekki um að líta eingöngu til hagsmuna kvenna. Hún snýst um að skilja hvernig ákvarðan- ir stjórnvalda hafa áhrif á bæði karla og konur og ekki síst sam- spil þar á milli þannig að fjár- magni sé ráðstafað með hags- muni beggja kynja í huga. Ríkið hefur varið störf kvenna Jafnréttismál Hildur Jónsdóttir Sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynjaFyrir stuttu var send kynning til leikskóla á Reykjavíkur- svæðinu um mögulega fræðslu til leikskólabarna um tré. Það eru Náttúruskóli Reykjavíkur og Grasagarður Reykjavíkur í Laug- ardal sem standa saman að þessu boði fyrir elstu leikskólabörn- in. Áhuginn reyndist svo mik- ill að færri komast að en vilja. Börnunum er boðið að kynnast trjánum, hvað þau verði gömul, hvernig heyrist í þeim og hvern- ig lykt sé af þeim, svo nokkuð sé nefnt. Fræðslan er í tilefni af því að nú er alþjóðlegt ár skóga. Sameinuðu þjóðirnar hafa skor- að á sem flesta í hverju landi fyrir sig að koma á viðburðum sem tengjast árinu, m.a. með því að tengja viðburði á sínum vegum við árið, og merki ársins er hannað um þemað skógar fyrir fólk. Það sýnir í hnotskurn fjölþætt gildi skóganna fyrir lífríki og umhverfi. Allir skógar, ræktaðir og órækt- aðir, veita skjól og eru mikilvæg búsvæði fjölmargra lífvera, þar á meðal mannsins. Í skógum er uppspretta matar og þeir varð- veita gæði ferskvatns; þeir eru mikilvægir fyrir jarðvegsvernd og gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda stöðugu loftslagi á hnatt- ræna vísu og jafnvægi í umhverf- inu. Úr skógum fáum við vistvænt, endurnýjanlegt og endurvinnan- legt byggingarefni og efnivið í margs konar hönnun og nýsköp- un. Þessir þættir og miklu fleiri undir strika að skógar eru ómiss- andi fyrir vellíðan og velferð fólks alls staðar í heiminum. Hvað vill þín stofnun, þitt fyrirtæki, gera í tilefni af alþjóð- legu ári skóga? Hvað finnst þér um tré? Skógrækt Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi Kynjuð hag- stjórn snýst ekki um að líta eingöngu til hagsmuna kvenna. Smið juvegi 76 Kópavogi S ími 414 1000 w w w.t engi . is Baldur snes i 6 Akureyr i S ími 414 1050 t engi@t engi . is Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 PÁSKATILBOÐ Í TENGI GILDIR ÚT APRÍL HANDKLÆÐAOFNAR Á FRÁBÆRU VERÐI 23SF EM-30-W - 70X60 CM VERÐ KR. 15.093,- 23SF EM-60-W - 118X60 CM VERÐ KR. 18.111,- 23SF EM-60-W - 180X60 CM VERÐ KR. 27.167,- GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ- ÞAÐ ER TENGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.