Fréttablaðið - 14.04.2011, Side 28

Fréttablaðið - 14.04.2011, Side 28
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR2 Önnur bók Hélène fjallar um algjöran frumkvöðul í íslenskum hannyrðum, Aðalbjörgu Jónsdótt- ir, sem vakti athygli hér heima og erlendis fyrir kjóla sem hún hann- aði og prjónaði úr íslensku eingirni í lok áttunda áratugarins. Aðal- björg er 94 ára gömul í dag og í bók Hélen verður uppskrift að kjól Aðalbjargar en framleiðsla á svip- uðu eingirni og því sem Aðalbjörg notaðist við er í þróun og mun bera heitið Love Story. Kristín Schmid- hauser Jónsdóttir verður einnig með innslag í bókinni og skrifar um ævi Aðalbjargar. „Kjólarnir hennar Aðalbjargar eru einstakir, ekki bara hérlendis heldur í alþjóðlegu samhengi. Þess vegna fór ég upphaflega á stúfana að skoða verk hennar sem endaði með því að ég hitti hana og fór að skrifa þessa bók. Kjólarnir hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma, hérlendis og erlendis, og þekktar konur sem klæddust þeim, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir.“ Talið er að Aðalbjörg hafi hann- að og prjónað um 100 kjóla á sínum tíma, sem er ótrúlegur fjöldi, í ljósi þess að það að prjóna hvern og einn var um mánaðarvinna. Fyrsti kjóll Aðalbjargar var sýnd- ur á Norrænu heimilisiðnaðarsýn- ingunni en Aðalbjörg lærði kjóla- og kápusaum. „Umheimurinn þarf að uppgötva Aðalbjörgu ekki síður en íslenskar hannyrðir sem eiga sér svo langa sögu. Hin bókin mín er einmitt um íslenskar hannyrðir og mun einnig koma út á ensku á næsta ári,“ segir Hélène. „Ég hef bæði óþrjótandi áhuga á íslensku prjónahefðinni og hef líka reynslu sem fjallaleiðsögumaður á Íslandi, sem varð til þess að ég fór út í að skipuleggja prjónaferðir hingað til lands. Þær sem ég stend fyrir í sumar eru fullbókaðar en ferðalangarnir koma frá Frakklandi, Bandaríkjun- um, Kanada og víðar að.“ Heimasíða Prjónakerl- ingar, prjona- kerling.is, er nýfarin í loft- ið og er aðgengileg á þremur tungumálum, frönsku, ensku og íslensku. Þar inni má finna allt um rannsóknir og hönn- un Hélène sem og aðra spennandi hluti er snerta prjónaheiminn. Næsta tölublað Prjónakerlingar kemur út í lok apríl. Þess má geta að bókinni um Aðalbjörgu er ætlað að koma út árið 2013 á íslensku og frönsku. julia@frettabladid.is Kjólar Aðalbjargar Jónsdóttur fóru víða og Vigdís Finnbogadóttir klæddist einum slíkum á sínum ferli. Krónan er hönnun Hélène Magnússon og er hægt að nálgast uppskrift að henni á vefnum prjonakerling.is Framhald af forsíðu PÁSKAFJÖR 30 % Afsláttur af öllum vörum nýtt kortatímabil Allt sem þú þarft FRIÐRIK DÓR Í PERLUNNI Það er aðeins ein sneið af frábærri dagskrá á 10 ára afmælishátíð Fréttablaðsins 16. apríl í Perlunni. Fylgstu með! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fallega lakkaðar neglur hafa lengi þótt tákn um fegurð og auð en eru í dag ódýr og vinsæll fylgihlutur. A- og D-vítamín fá neglurnar til að vaxa hraðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.