Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.04.2011, Qupperneq 28
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR2 Önnur bók Hélène fjallar um algjöran frumkvöðul í íslenskum hannyrðum, Aðalbjörgu Jónsdótt- ir, sem vakti athygli hér heima og erlendis fyrir kjóla sem hún hann- aði og prjónaði úr íslensku eingirni í lok áttunda áratugarins. Aðal- björg er 94 ára gömul í dag og í bók Hélen verður uppskrift að kjól Aðalbjargar en framleiðsla á svip- uðu eingirni og því sem Aðalbjörg notaðist við er í þróun og mun bera heitið Love Story. Kristín Schmid- hauser Jónsdóttir verður einnig með innslag í bókinni og skrifar um ævi Aðalbjargar. „Kjólarnir hennar Aðalbjargar eru einstakir, ekki bara hérlendis heldur í alþjóðlegu samhengi. Þess vegna fór ég upphaflega á stúfana að skoða verk hennar sem endaði með því að ég hitti hana og fór að skrifa þessa bók. Kjólarnir hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma, hérlendis og erlendis, og þekktar konur sem klæddust þeim, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir.“ Talið er að Aðalbjörg hafi hann- að og prjónað um 100 kjóla á sínum tíma, sem er ótrúlegur fjöldi, í ljósi þess að það að prjóna hvern og einn var um mánaðarvinna. Fyrsti kjóll Aðalbjargar var sýnd- ur á Norrænu heimilisiðnaðarsýn- ingunni en Aðalbjörg lærði kjóla- og kápusaum. „Umheimurinn þarf að uppgötva Aðalbjörgu ekki síður en íslenskar hannyrðir sem eiga sér svo langa sögu. Hin bókin mín er einmitt um íslenskar hannyrðir og mun einnig koma út á ensku á næsta ári,“ segir Hélène. „Ég hef bæði óþrjótandi áhuga á íslensku prjónahefðinni og hef líka reynslu sem fjallaleiðsögumaður á Íslandi, sem varð til þess að ég fór út í að skipuleggja prjónaferðir hingað til lands. Þær sem ég stend fyrir í sumar eru fullbókaðar en ferðalangarnir koma frá Frakklandi, Bandaríkjun- um, Kanada og víðar að.“ Heimasíða Prjónakerl- ingar, prjona- kerling.is, er nýfarin í loft- ið og er aðgengileg á þremur tungumálum, frönsku, ensku og íslensku. Þar inni má finna allt um rannsóknir og hönn- un Hélène sem og aðra spennandi hluti er snerta prjónaheiminn. Næsta tölublað Prjónakerlingar kemur út í lok apríl. Þess má geta að bókinni um Aðalbjörgu er ætlað að koma út árið 2013 á íslensku og frönsku. julia@frettabladid.is Kjólar Aðalbjargar Jónsdóttur fóru víða og Vigdís Finnbogadóttir klæddist einum slíkum á sínum ferli. Krónan er hönnun Hélène Magnússon og er hægt að nálgast uppskrift að henni á vefnum prjonakerling.is Framhald af forsíðu PÁSKAFJÖR 30 % Afsláttur af öllum vörum nýtt kortatímabil Allt sem þú þarft FRIÐRIK DÓR Í PERLUNNI Það er aðeins ein sneið af frábærri dagskrá á 10 ára afmælishátíð Fréttablaðsins 16. apríl í Perlunni. Fylgstu með! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fallega lakkaðar neglur hafa lengi þótt tákn um fegurð og auð en eru í dag ódýr og vinsæll fylgihlutur. A- og D-vítamín fá neglurnar til að vaxa hraðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.