Fréttablaðið - 14.04.2011, Side 32
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Þegar hin væntanlegu brúðhjón Vilhjálmur prins og
Kata voru í St. Andrews háskóla í Skotlandi voru þær
Sigríður Heiða Kristjánsdóttir og Svanhildur Þor-
steinsdóttir þar á sama tíma. Sig-
ríður Heiða útskrifaðist um
leið og prinsinn en Svanhild-
ur sá hann oftar í
skólanum. „Ég
gekk stund-
um í flasið á
honum,“ rifjar
hún upp sex
árum síðar,
því þetta
var veturinn
2004-2005. Hún kveðst þó ekki
hafa kynnst prinsinum persónu-
lega. „Hann var afskaplega geð-
ugur og kurteis og lét lítið yfir
sér. Sat bara í tölvuverinu eins
og hver annar, hversdagslega
klæddur og féll vel inn í hópinn.
Fjölmiðlar virtust hafa tekið sig
saman um að veita honum frið
í skólanum. Það var heldur ekki
mikið talað um hann í mínum
hópi en allir vissu af honum og
sáu hann af og til á pöbbum eða á
djamminu. Hann bjó reyndar ekki
á stúdentagarðinum heldur í íbúð að-
eins utan við bæinn.“
Kötu rakst Svanhildur á á bóka-
safninu einu sinni eða tvisvar.
„Mjög sæt og eðlileg stelpa,“ segir
hún. „Hún og prinsinn sáust fyrst
á tískusýningu í skólanum og felldu
hugi saman en það var áður en ég
kom. Ég vissi að hún væri kærastan
hans og var alltaf að bíða eftir að sjá
þau saman.“ - gun
Beið eftir að sjá þau saman
Sigríður Heiða náði þessari mynd af Vil-
hjálmi og föður hans við útskrift úr St.
Andrews háskóla vorið 2005.
Svanhildur
Þorsteinsdóttir
Ástin er sterkasta aflið og
bindur fólk oftar en ekki
órjúfanlegum böndum.
En hvers vegna ætti fólk
að taka skrefið og ganga í
hjónaband? Fréttablaðið
leitaði svara hjá Guðrúnu
Karlsdóttur, sóknarpresti í
Grafarvogsprestakalli.
„Ástæða þess að fólk velur að
ganga í hjónaband hlýtur allt-
af í grunninn að vera ástin sjálf.
Ástæðan hlýtur að vera kærleik-
ur til manneskjunnar sem fólk vill
giftast og löngunin til þess að deila
með henni ævinni. Hjónavígsla er
þó fyrst og fremst lögformlegur
gjörningur. Þegar prestur fram-
kvæmir athöfnina bætast svo við
fyrirbænir fyrir hjónaefnunum,
framtíð þeirra og ástvinum og
blessun,“ segir Guðrún. Hún segir
þó nokkurn lagalegan mun á sam-
búð og hjónabandi og að sumum
þyki öruggara og jafnvel einfald-
ara að vera giftir.
„Ef eitthvað kemur fyrir er
öruggara að vera giftur og á það
meðal annars við í erfða málum
og þegar börn eru í spilinu. Ef
fólk velur að vera í sambúð er
því skynsamlegt að gera með sér
sáttmála og erfðaskrá.“
Guðrún segir að á Íslandi sé
algengt að fólk hafi búið saman í
einhvern tíma áður en það gangi
í hjónaband þó að alltaf séu ein-
hver pör sem gifti sig eftir stutt
kynni. „Ég hef oft heyrt hjá fólki,
sem ég hef gefið saman eftir
mjög langa sambúð, að því finn-
ist eitthvað breytast eftir athöfn-
ina. Ég hef jafnvel heyrt talað um
að fólki finnist það tilheyra hvort
öðru á annan og sterkari hátt.“
Hvort sem fólk velur að hafa
marga gesti eða enga viðstadda
vígsluna er athöfnin aldrei al-
gjört einkamál parsins, að sögn
Guðrúnar. „Þegar fólk gengur í
hjónaband breytist opinber hjú-
skaparstaða þess. Það er ekki
lengur einhleypt eða fráskilið
heldur gift. Þá þarf alltaf vitni að
athöfninni svo það er aldrei hægt
að gifta sig í algjöru einrúmi.“
Guðrún merkir ýmsar breyt-
ingar á hjónavígslum síðustu
ár. „Mér finnst íburðurinn að-
eins minni þó að það sé auðvi-
tað misjafnt og ég geri þó nokk-
uð af því að gifta í heimahúsi. Þá
finnst mér siðir og venjur smám
saman vera að breytast og að-
lagast nútímanum. Pörin velja æ
oftar að ganga saman inn kirkju-
gólfið, enda hefur það oft búið
saman í lengri tíma og ekki um að
ræða feður að gefa frá sér hrein-
ar meyjar,“ segir Guðrún. Hún
segir líka algengara að vottar og
svarafólk séu af báðum kynjum,
auk þess sem dregið hafi úr því
að fólk skipti brúðkaupsgestum
upp í kirkjunni eftir kynjum, svo
dæmi séu nefnd.
Guðrún segir oftast um gleði-
legan atburð í lífi fólks að ræða
en að þó komi fyrir að fólk ákveði
að gifta sig í skugga sjúkdóma
og jafnvel yfirvofandi andláts.
„Þá eru tilfinningarnar öðruvísi
og tregafyllri. Ástin er þó ekki
minni.“ - ve
Ást og öryggi skipta mestu
Guðrún segir ástina meginástæðu þess að fólk ákveði að ganga í hjónaband en að hjónavígsla sé líka lögformlegur gjörningur
sem veiti öryggi. FRÉTTABALÐIÐ/ANTON
29. apríl 2011
nálgast.
„Ef ekkert píanó er í kirkjunni
mæti ég bara með rafmagns-
píanóið mitt og hljóðkerfi,“ segir
Guðrún Árný Karlsdóttir söng-
kona. Hún hefur snert við mörg-
um brúðhjónum og gestum þeirra
með ljúfum söng sem hún leikur
undir sjálf. Áður gefur hún brúð-
hjónunum kost á að koma heim
til sín í smá spjall og hlusta á
nokkur lög til að auðvelda þeim
valið. Hún kveðst syngja bæði í
kirkjum og veislum. „Stundum
hef ég sungið í kirkjunni og svo
stungið af á öðru hundraðinu,
stillt öllu upp á veislustað og haft
ofan af fyrir veislugestum meðan
brúðhjónin eru í myndatöku,“
segir hún.
Undanfarin ár hefur lagið Ást
verið vinsælast að sögn Guðrún-
ar Árnýjar og svo Sálarlögin Þú
fullkomnar mig og Hjá þér. „Svo
reyni ég að kynna fólk fyrir lag-
inu Dreymir eftir Hreim úr Landi
og sonum sem er mitt uppáhalds
brúðkaupslag.“
Af eftirminnilegum brúðkaup-
um rifjar Guðrún Árný fyrst upp
eitt í Garðakirkju á Álftanesi. Þar
lét brúðurin á sér standa. „Brúð-
guminn og gestirnir voru búnir
að bíða í einar 20-25 mínútur en
ekkert bólaði á brúðinni. Loks
kom presturinn og upplýsti að
slörið hefði fokið lengst út með
sjó og frískur maður hefði verið
sendur eftir því. Nú væri verið
að greiða brúðinni upp á nýtt og
festa slörið. Þetta vakti bara kát-
ínu.“
Annað er Guðrúnu Árnýju
minnisstætt, lítið brúðkaup sem
búið var að plana úti í garði því
ekkert pláss var inni. „Loftið
var þungbúið og þegar ég var að
tengja píanóið bjóst ég við vand-
ræðum vegna vætu. Fjölskyld-
an mætti, ég byrjaði að spila en
þegar brúðurin gekk inn í garð-
inn með föður sínum braust sólin
fram og þungu skýin liðu burt
smátt og smátt. Umgjörðin var
eins og í ævintýri og þetta varð
fullkomið í alla staði.“ - gun
Slörið fauk út með sjó
Guðrún Árný býður fólki að koma heim
til hennar að velja lög fyrir athöfnina
stóru. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Glösin sem
gera góð
vín betri
Rauðvínsglas
Hvítvínsglas
Rauðvín/Hvítvín
Kampavínsglas
1.295
1.195
1.195
1.095
55cl.
37cl.
40cl.
20cl.
Laugavegi 87 • sími: 511-2004
Fallegar og hlýjar
brúðargjafir.