Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 48

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 48
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● brúðkaup ● KAUPMÁLAR DÝRARI EFTIR BRÚÐKAUP Kaupmáli er nokkurs konar samningur milli hjóna. Tilgangur hans er að búa til sér- eign, en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er þannig undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Algengast er að kaupmálar séu gerðir um fasteignir. Bæði má gera kaupmála fyrir og eftir brúðkaup. Mun hagstæðara er þó að gera slíkan samning fyrir brúðkaup. Skráningargjald kaupmála er 6.600 krónur en síðan þarf að borga stimpilgjald. Þetta stimpilgjald er aðeins 50 krónur ef kaupmálinn er gerður fyrir hjónaband en annars er það 0,4% af verðmæti eignar sem verður séreign. Það getur orðið dágóð upphæð þegar um fasteign er að ræða en taka skal fram að frá upphæðinni má draga áhvílandi skuldir eins og þær standa þegar kaupmál- inn er gerður. ● BORGARALEG ATHÖFN Þeim sem ætla að ganga í hnappheld- una stendur fleira til boða en kirkjuleg athöfn. Borgaraleg athöfn er val- kostur sem nýtur vaxandi vinsælda, en í ár hafa 58 pör gift sig með þeim hætti sem er um 20 prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Eyrúnu Guðmundsdóttur, deildarstjóri sifja- og skiptadeildar hjá Sýslu- manninum í Reykjavík, finnst erfitt að geta sér til um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Hins vegar leggi starfsmenn sig fram við að gera stundina hátíðlega. „Athöfnin fer fram á skrifstofu sýslumanns. Flestir mæta í sínu fínasta pússi, oft með sínum nánustu og kveikt er á kertum til að gera stundina sem hlýlegasta. Sýslumaður eða fulltrúi hans leiðir athöfnina sem tekur um fimm mínútur,“ lýsir hún og getur þess að áður verði ákveðin formsatriði að vera frágengin. „Brúðhjónin þurfa að skila inn fæðingarvottorði, hjúskaparstöðuvottorði og ljósriti af skilríkjum viku áður. Þá skila þau inn útfylltum eyðublöðum með undirskrift svaramanna og vottar kvitta undir.“ Nánar á www.syslumadur.is. Brúðkaupsferðin er fyrir marga það allra mest spennandi við giftinguna. Að fara tvö ein til fjarlægra landa og uppfylla kannski gamlan draum um að heimsækja ákveðið svæði í leiðinni. Rómantískir staðir eins og París, Feneyjar, Havaí eða grísku eyjarnar njóta alltaf jafnmikilla vinsælda en hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þau sem vilja fara ótroðnar slóðir í brúðkaupsferðinni. Í SPOR VILLA OG KÖTU Heimurinn bíður með öndina í hálsinum eftir brúðkaupi Vil- hjálms Bretaprins og Kate Middle- ton og ferðaskrifstofan Royal Scottish Tours hefur nýtt tæki- færið og markaðssett brúðkaups- ferðarpakka undir nafninu „Royal Romance“, þar sem nýgiftum býðst að upplifa hina rómantísku hlið Skotlands og feta um leið í fót- spor brúðhjónanna konunglegu, allt frá St. Andrews, þar sem þau hittust fyrst, til Edinborgar, með viðkomu á ýmsum uppáhaldsstöð- um Villa og Kötu. FÖNGULEGAR VÍGTENNUR Aukinn áhugi á vampírum og öllu sem þeim tengist hefur fylgt í kjöl- far Twilight-æðisins sem ýmsir eru illa haldnir af. Er ekki kjörið fyrir vampíruelskandi brúðhjón að ferðast til Transylvaníu í Rúmeníu, þar sem Drakúla greifi sjálfur lék lausum hala samkvæmt goðsögn- inni? Ferðamannaiðnaður í Tran- sylvaníu hefur blómstrað undan- farin ár, enda er þar að finna fjölda gamalla kastala, gamla bæi sem lítið hafa breyst í tímans rás, gaml- ar kirkjur, stóra dularfulla skóga og skíðahótel á heimsmælikvarða. Vinsælustu bæirnir eru Sibiu og Brasov, þar sem fróðleiksþyrstir ferðalangar ættu að vera öruggir um að finna eitthvað við sitt hæfi. Konunglegir kastalar, va rómantík eða borg syn Las Vegas í Bandaríkjunum Acapulco í Mexíkó Transsylvania í Rúm- eníu. St. Andrews í Skotlandi Glæsileg áklæði á veislustóla Ásamt miklu úrvali af skreytingarvörum og öðrum vörum sem tengjast þessum stóra degi. SÓFALIST - S. 692 8022 www.sofalist.is - www.brudarskreytingar.is gullsmidjan.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.