Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 51

Fréttablaðið - 14.04.2011, Page 51
FIMMTUDAGUR 14. apríl 2011 5 „Eðlileg gerviaugnhár eru kostur sem æ fleiri konur kjósa fyrir brúðkaup, ferða- lög og lífið sjálft, því þannig eru þær alltaf fínar og með sláandi flottan augn- svip, án fyrirhafnar og þess að taka nokk- urn tímann um maskara,“ segir Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræðingur og eig- andi Snyrtistofu Ágústu í Hafnarstræti, en þar er heitasta fegrunarmeðferðin nú stök, álímd gerviaugnhár sem gerir konur íðilfagrar með draumkenndan augnsvip við öll tækifæri, allan sólar- hringinn. „Það er útilokað að koma auga á að augnhárin séu óekta því hvert hár er límt ofan á náttúrulegt augnhár konunnar, þétt upp við augnlokin, og útkoman gull- falleg, uppbrett og þétt augnháralína,“ segir Ágústa sem tekur á móti konum á öllum aldri í augnháralengingu, en hægt er að velja úr mismunandi þykktum og lengdum. „Augnhárin má hafa árið um kring en þá þarf að koma í uppfyllingu á eins og hálfs mánaðar fresti sem er líftími náttúrulegra augnhára sem losna eitt af öðru í eðlilegum vaxtarhring augnhárs- ins,“ segir Ágústa, en gerviaugnhárin eru litekta og því óþarfi að mála þau, sem sparar konum tíma, fyrirhöfn og snyrti- vörukaup. „Munurinn er mikill og margar okkar viðskiptavina hafa skartað augnhára- lengingum í nokkur ár. Þeim þykir nota- legt að koma í meðferðina sem tekur um tvo tíma, því nákvæmnisvinnan er mikil en á móti kemur að okkur snyrtifræð- ingum þykir vinnan skemmtileg og svip- uð því að hekla eða prjóna á meðan við- skiptavinurinn liggur undir hlýju teppi í algerri slökun,“ segir Ágústa. Öll efni til augnháralenginga hjá Snyrtistofu Ágústu koma frá Lash Per- fect og eru ofnæmisprófuð og í hæsta gæðaflokki. thordis@frettabladid.is Draumkennt augnaráð kvenna Löng, hnausþykk og uppbrett augnhár eru prýði hverrar konu en ekki eru allar svo heppnar að hljóta slíka augnadýrð í vöggugjöf. Nú er hægt að lengja og þykkja augnhár með eðlilegum gerviaugnhárum þannig að útkoman er náttúruleg og augnaráðið heillandi fagurt. Hér má sjá fyrirsætuna áður en fölsku augnhárin voru sett á. Ágústa Kristjánsdóttir segir snyrtifræðinga njóta þess að lengja augnhár kvenna því árangurinn sjáist strax og notalegt sé að dunda sér við verkið. Endanleg útkoma er stórkostleg og augnhárin þykk, löng og fagurlöguð, en verkið tekur alls um tvo tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Slagorðið „demant- ur varir að eilífu“ (a diamond is forever) notaði suður-ameríska demantafyrirtækið De Beers í frægri auglýs- ingaherferð árið 1947. Slagorðið var valið auglýsingaslagorð síðustu aldar. Margir kannast einnig við það sem titil kvikmyndar um njósnarann James Bond (Diamonds Are Forever). De Beers kom þeirri þumalputta- reglu einnig af stað að trúlofunarhringur ætti að kosta sem nemur tveggja mánaða laun- um vonbiðils. www.visinda- vefur.is 18/01/2011 File: 631028-2_ESC_NYTTLIF_ICELAND.pdf Trim HxW: 297mm x 220mm Bleed HxW: 303mm x 226mmMedia/Insert: NYTTLIF_ICELAND 17:49 Kringlunni Falleg snyrtitaska fylgir hverju keyptu glasi Kynning í Lyf og heilsu Kringlunni 14-16 apríl 15% kynningar- afsláttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.