Fréttablaðið - 14.04.2011, Side 64
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR36
bio@frettabladid.is
Bandaríski leikstjórinn Sid-
ney Lumet andaðist í síðustu
viku, 86 ára að aldri. Fjöl-
margir kvikmyndagerðar-
menn hafa vottað honum
virðingu sína að undanförnu
og látið í það skína að hann
hafi verið í fremstu röð leik-
stjóra.
Sidney Lumet lést 9. apríl á Man-
hattan-eyju í New York en hann,
eins og Martin Scorsese og Woddy
Allen, var mikill New York maður
og valdi borgina yfirleitt sem
sögusvið kvikmynda sinna. Þrátt
fyrir að Lumet hefði verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna
fimm sinnum hlaut hann aldrei
gullstyttuna en þekktasta kvik-
mynd hans, 12 Angry Men, er af
mörgum talin ein besta kvikmynd
sögunnar. Myndin situr í sjöunda
sæti á lista yfir 250 bestu kvik-
myndir allra tíma á imdb.com.
Lumet var sérlega afkastamik-
ill, hann leikstýrði fjörutíu kvik-
myndum í fullri lengd og þær voru
tilnefndar til fimmtíu Óskars-
verðlauna. Vandamál Lumets,
ef vandamál skyldi kalla, var að
hann reyndist ekki nógu stöðug-
ur, hann gat sent frá sér meistara-
stykki en dottið niður þess á milli.
Lumet hóf störf í kvikmyndageir-
anum á sjötta áratug síðustu aldar
eftir að hafa unnið í leikhúsi, hann
var sjálfur sonur leikara og var
alltaf mikils virtur meðal leikara
og leikstjóra. New York lék stórt
hlutverk í lífi hans og sjálfur sagð-
ist hann ekki geta hugsað sér að
gera kvikmynd í Los Angeles.
„Ég hef ekkert á móti borginni,
ég kann bara ekki við fyrirtækj-
astaði,“ hafði New York Times
eftir honum. Hann sagði jafn-
framt að þótt kvikmyndir ættu
að skemmta fólki vildi hann gera
kvikmyndir sem gengu einu skrefi
lengra í þeirri viðleitni.
Fjöldi leikara og leikstjóra
hefur vottað Lumet virðingu sína.
Þar fremstir í flokki eru Woody
Allen og Scorsese. „Það kemur
mér alltaf á óvart hversu marg-
ar yndislegar kvikmyndir hann
gerði og hversu margir leikarar
og leikkonur áttu sína bestu daga
undir hans stjórn,“ hefur BBC-
fréttavefurinn eftir Woddy Allen.
„Hann var New York kvikmynda-
gerðarmaður í hjarta sínu sem
breytti og dýpkaði sýn okkar á
borginni með kvikmyndum á borð
við Serpico, Dog Day Afternoon
og síðast en ekki síst Prince of
City,“ hefur vefurinn síðan eftir
Scorsese.
Al Pacino, sem lék bæði í Ser-
pico og Dog Day Afternoon, sagði
að það væri erfitt að hugsa til þess
að ekki ætti eftir að frumsýna
fleiri kvikmyndir eftir Lumet.
„Og þess vegna verðum við að
hugsa vel um þær sem hann skildi
eftir.“ freyrgigja@frettabladid.is
KVIKMYNDAFÓLK
SYRGIR LUMET
SJÓNARSVIPTIR Sidney Lumet lést 86 ára að aldri á laugardaginn á Manhattan-eyju.
Fjöldi kvikmyndagerðarmanna hefur vottað honum virðingu sína. NORDICPHOTOS/GETTY
12 Angry Men (1957):
Af mörgum talin ein besta
kvikmynd sögunnar en hún fjallar
um átök í kviðdómi í viðkvæmu
sakamáli.
Serpico (1973)
Al Pacino fer á kostum í hlutverki
hins réttsýna lögreglumanns sem
berst gegn spillingu.
Dog Day Afternoon (1975)
Enn og aftur sýnir Pacino stórleik.
Hann leikur bankaræninga sem
lendir í miðjum fjölmiðlasirkus.
Network (1976)
Einstök kvikmynd um firrtan heim
bandarískra fjölmiðla með Robert
Duvall og Faye Dunaway í fanta-
formi.
FJÖGUR MEISTARASTYKKI
> CRUISE Í OBLIVION
Tom Cruise er nú sagður vera í
viðræðum við Joseph Kosinski
um að leika í kvikmyndinni
Oblivion, rómantískri vísinda-
skáldsögukvikmynd. Disney
hætti nýlega við að fram-
leiða myndina en Universal
er sagt fylgjast grannt með
gangi mála. Enda trekkir
Cruise að.
Stórleikararnir Christian Bale og
Sean Penn eru nú sagðir líklegast-
ir til að hreppa aðalhlutverkin í
spennutryllinum The Last Photo-
graph. Þetta er gæluverkefni
bandaríska leikstjórans Zach Sny-
der sem gerði síðast hina arfaslöku
Sucker Punch en hann mun einnig
leikstýra næstu Ofurmennismynd.
Upphaflega var talið að Bale
hefði gefið hlutverkið frá sér en nú
virðist handritið hafa vakið áhuga
hans á nýjan leik.
Myndin segir frá stríðsfrétta-
ritara sem lifir af árás talibana á
bandaríska hermenn í Afganistan.
Bale á að leika stríðsfréttaritarann
en Penn yrði þá fyrrverandi sér-
sveitarmaður sem er fenginn til að
bjarga fjölskyldumeðlimi sínum úr
klóm hryðjuverkamanna og tekur
Bale með sér þar sem hann veit
hvernig þeir líta út. Saman tak-
ast þeir á við óvinveitta ættbálka í
þessu stríðshrjáða landi.
Bale og Penn yrðu ansi
magnað tvíeyki og það er
eins gott að menn verði
með allt á hreinu ef þeir
tveir mæta á tökustað
saman því þeir eru báðir
þekktir fyrir að vera með
ansi stuttan kveikiþráð.
Ekki liggur fyrir hve-
nær tökur gætu
hafist en mynd-
in hefur verið
á flakki milli
kvikmyndavera
í Hollywood. Ef
Snyder tekst
að sýna fram
á staðfestu
Penn og Bale
þarf hann
þó ef laust
e k k i a ð
hafa miklar
áhyggjur.
- fgg
Nóg er um að vera í íslensk-
um kvikmyndahúsum um
þessa helgi. Að venju má
finna vandaðar kvikmyndir í
Bíó Paradís en þar ber hæst
frumsýning Boy, nýsjálenskr-
ar kvikmyndar um Dreng, 11
ára gamlan strák sem hittir
pabba sinn í fyrsta skipti. Og
sá reynist vera allt öðruvísi
en Drengur hafði gert sér í
hugarlund um.
Sambíóin frumsýna um
helgina tvær kvikmynd-
ir. Annars vegar hryllings-
myndaútgáfuna af Rauð-
hettu og úlfinum sem
skartar Mamma Mía-stjörn-
unni Amöndu Seyfried í aðal-
hlutverki. Leikstjóri Twilight-
myndaflokksins, Catherine
Hardwicke, er konan á bak
við myndina sem leikur sér
með mýtuna í þessu sígilda
ævintýri. Hin mynd Sambíó-
anna er Chalet Girl en þær
unglingsstúlkur sem eltu Ed
Westwick á sínum tíma gætu
rifjað upp hvernig hann lítur
út því hjartaknúsarinn er
í aðalhlutverki í myndinni
ásamt Felicity Jones.
Og svo er það páskamynd-
in Rio um páfagaukinn Blu
og ævintýraferð hans til Rio
De Janeiro. Fjöldi stórstjarna
talar inn á myndina en meðal
þeirra má nefna Jesse Eisen-
berg, Jamie Foxx og Anne
Hathaway. - fgg
Spennandi myndir frumsýndar
RAUÐHETTA Amanda
Seyfried, stjarnan úr
Mamma Mía, leggur til
atlögu við stóra, ljóta
úlfinn. Sem er reyndar
varúlfur, hungraður í
mannakjöt.
Skapbráðir snúa bökum saman
SAMAN Bale og Penn
yrðu ansi magnað
tvíeyki en þeir eru
nú orðaðir við
kvikmyndina The Last
Photograph eftir Zach
Snyder.
Dalahringur er nýr og bragðmildur
hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að
verkum að hann þroskast hraðar en aðrir
sambærilegir mygluostar á markaðnum.
Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.