Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 69

Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 69
FIMMTUDAGUR 14. apríl 2011 41 Danskir tónlistargagnrýnend- ur eru æfir yfir dagskrá Hróars- kelduhátíðarinnar og segja hana vægast sagt ömurlega. Danskt tón- listaráhugafólk virðist vera þeim sammála. „2009 var allt í lagi, 2010 var fyrir neðan meðallag en dag- skrá hátíðarinnar í ár er von- laus,“ skrifar tónlistargagnrýn- andi Ekstrablaðsins, Thomas Treo. Hann gefur dagskránni tvær stjörnur af sex mögulegum en samkvæmt netkosningu á vef- síðu blaðsins verðskuldar dag- skráin ekki einu sinni svo góða dóma. Þeir sex þúsund sem taka þátt lýsa yfir megnri óánægju og þykir Hróarskelduhátíðin mega muna fífil sinn fegurri. „Mér leið eins og það væri verið að spá helli- dembu alla dagana,“ skrifar Treo í gagnrýni sinni. „Maður hefði þurft að búa í helli til að hafa ekki séð Iron Maiden á sviði,“ bætir Theo við en bresku ellirokkarnir eru eitt af aðalatriðunum ásamt The Strokes, Arctic Monkeys og Kings of Leon. Treo bendir á að fjölmörg stór nöfn séu á tónleikaferðum um Evrópu um svipað leyti og Hróars- keldan fer fram en þau hafi hins vegar ákveðið að sniðganga hátíð- ina. Þar á meðal eru Paul Simon, Metallica, Arcade Fire og Primal Scream. „Og Bob Dylan, sem hefur margoft verið gestur á Hróars- keldu, ákveður að spila í Odense.“ Tónlistargagnrýnandi BT, Steffen Jungersen, tekur undir hvert orð hjá kollega sínum. „Ég ætlaði að vera búinn að skrifa pist- il um hátíðina mun fyrr en ég bara trúði ekki mínum eigin augum. Þetta er virkilega glatað,“ skrif- ar Jungersen. Hann hefur jafn- framt sömu áhyggjur af framtíð Hróars keldu, hátíðir allt í kring geti boðið upp á listamenn á borð við Beyoncé og Coldplay en Danir sitji uppi með Iron Maiden. - fgg Óánægja með Hróarskelduhátíðina GLATAÐ Hróarskelda býður upp á ansi vonda dagskrá í ár að mati gagnrýnenda dönsku blaðanna. NORDICPHOTOS/AFP Bandaríska raunveruleikastjarn- an Tori Spelling á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Dylan McDermott. Spell- ing, sem varð fyrst fræg í sjón- varpsþáttunum Beverly Hills 90210, er nú orðin enn þekktari vestanhafs fyrir að opinbera einkalíf sitt í sjónvarpi. Það má því eiga von á því að sjón- varpsáhorfendur fái að fylgjast með meðgöngu og fæðingu leik- konunnar í næstu raunveruleika- seríu um Spelling-fjölskylduna. Barn númer þrjú á leiðinni BÆTA Í BARNASKARANN Tori Spelling á von á sínu þriðja barni með Dylan McDermott. NORDICPHOTOS/GETTY Þýski plötusnúðurinn Stephan Bodzin spilar á Nasa miðviku- daginn 20. apríl. Hann er að koma hingað í þriðja sinn. Bodzin er þekktur fyrir að spila mínímalíska teknótónlist. Aðrir sem koma fram á Nasa eru Oculus, Steffan J, Mr. Cuellar og Balrock. Miðasalan er í Mohawks í Kringlunni og kostar 2.500 krónur. Til Íslands í þriðja sinn TIL ÍSLANDS Þýski plötusnúðurinn Stephan Bodzin spilar hér í þriðja sinn. Framleiðendur nýrrar Batman- leiksýningar í Bretlandi hafa lofað því að vandamálin við sýn- inguna verði ekki þau sömu og í söngleik um Köngulóarmanninn í Bandaríkjunum sem ítrekað hefur verið frestað. „Sú sýning er allt öðruvísi en okkar. Einu líkindin eru þau að bæði verkin fjalla um ofurhetjur,“ sagði Anthony van Laast, leikstjóri Batman Live, í viðtali við BBC. Verkið verður frumsýnt í Bret- landi í júlí og fer síðan um Evrópu og til Bandaríkjanna. Á meðal þorpara sem koma við sögu í leik- ritinu eru Jókerinn, Mörgæsin, Gátumaðurinn og Kattarkonan. Leikrit um leðurblöku www.austurindia.is HOLI hátíðarmatseðill 4.990 kr. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 FORRÉTTUR Pollichatu-lax Lax marineraður í blöndu af chillí, kúmmíni, kóríander, túrmerik, engiferi og hvítlauk. Grillaður í bananalaufi AÐALRÉTTIR Barra-kebab Lambafillet, marinerað í hvítlauk, rauðu chillí, fenugreek og ferskri myntu. Vinsælasti lambaréttur Norður-Indlands og Murg Chili Hussainee Einstök blanda af grænu chillí, hnetum, sinnepsfræjum, saffran og rjóma setur þennan kjúklingarétt í sérflokk og Aloo Lucknowi Hægeldaðar kartöflur í ljúffengri blöndu af kúmmíni, kóríander, fenugreek, engiferi og hvítlauk MEÐLÆTI Raitha Salat úr heimalagaðri jógúrt og gúrkum og Basmati-hrísgrjón og Naan-brauð Gómsæti úr tandoori-ofninum EFTIRRÉTTUR Crème Brûlée Indversk útgáfa af þessum klassíska rétti með kókos- og engiferbragði Frábær tilboð á drykkjum Fimm rétta HOLI-hátíð á Austur-Indíafjelaginu HOLI er án efa líflegasta og litríkasta hátíð Indverja. Þá fagna þeir vorkomunni og kveðja vetrardrungann. Hvítklætt fólk, jafnt háir sem lágir, flykkist út á götur bæja og borga og baðar hvað annað upp úr alls kyns litum og gleðin ræður ríkjum. Um þessar mundir halda Indverjar Holi-hátíðina sína og Austur- Indíafjelagið færir þér angan af gleðinni og litadýrðinni frá Indlandi með ríkulegum hátíðarmatseðli í apríl á hreint frábæru verði: 4.990 kr. Komdu og njóttu þess besta í indverskri matargerð. Borðapantanir í síma 552 1630. Opið alla páskana. – gleði, litir og dásamlegur matur Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.