Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 4
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR4
EVRÓPUMÁL Á fundi samninga-
nefndar Íslands gagnvart Evr-
ópusambandinu í mars kom fram
að tímabært væri að móta samn-
ingsafstöðu Íslands til einstakra
kafla aðildarviðræðna Íslands og
ESB.
Rýniferli, þar sem borin er
saman löggjöf Íslands og ESB,
lýkur um miðjan júní og eigin-
legar aðildarviðræður hefjast í
framhaldinu.
Samninganefndin kveður
mikil vægt að skoða hugsanleg
samningsatriði heildstætt til að
ná sem bestum samningi með
heildarhagsmuni í huga. - kóþ
Rýniferli Íslands og ESB lýkur:
Afstaða tekin til
einstakra kafla
LÖGREGLUMÁL Minna umburðar-
lyndi gagnvart kynferðisbrot-
um ríkir nú hér á landi en áður
og jafnframt minni skömm fyrir
þolendur að stíga fram.
Þetta segir Helgi Gunnlaugs-
son afbrotafræðingur spurður
um hugsanlegar skýringar á þeim
mikla fjölda kæra vegna kynferð-
isbrota sem borist hafa til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
undanfarna fjóra mánuði.
„Þessi aukning er einnig að
sýna okkur eitthvað sem fór leynt
áður og þolendur sátu einir uppi
með sársaukann, en gera það ekki
lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er
líklegt að eðli sumra þessara
brota hafi breyst á síðustu árum.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að nær áttatíu kærur vegna kyn-
ferðisbrota hafa borist kynferðis-
brotadeild lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu á fyrstu fjórum
mánuðum þessa árs, samtals 76
mál. Um var að ræða 33 kærur
vegna nauðgunar, tuttugu kærur
vegna brota gegn börnum, fjög-
ur barnaklámsmál frá Europol
og Interpol og nítján blygðunar-
semisbrot. Auk þessa bárust nít-
ján mál vegna heimilisofbeldis
til deildarinnar. Þetta veldur lög-
reglu áhyggjum því hún hefur
ekki undan þegar mest er.
Helgi segir aukningu í kyn-
ferðisbrotum ekki fyrst vera að
koma fram nú, heldur eigi hún sér
lengri aðdraganda eða frá síðustu
aldamótum.
„Kynferðisbrot er sá mála-
flokkur sem við sjáum aukn-
ingu í, svo og í fíkniefnabrotum,
en aukningin er ekki með sama
hætti í öðrum brotaflokkum sem
hafa verið mun stöðugri milli ára,
til dæmis önnur ofbeldisbrot og
manndráp.
Það er óneitanlega undirligggj-
andi spenna í samfélaginu sem
brýst fram með ýmsum hætti
og aukning kynferðisbrota gæti
að einhverju leyti endurspeglað
sérhyggju og græðgi góðæris-
áranna sem líkja má við siðrof,“
útskýrir Helgi enn fremur. Hann
bendir þó á að annað ofbeldi eins
og það birtist í gögnum lögreglu
hafi þó ekki fylgt þessu mynstri,
sem gangi gegn þeirri skýringu
að fjölgun kynferðisbrota bendi
til siðrofs í samfélagi.
„Annar flötur sem skýrir aukn-
inguna er meiri umræða í fjölmiðl-
um og vaxandi vitund borgaranna
um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is
Minna umburðar-
lyndi gegn ofbeldi
Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum og minni skömm fyrir þol-
endur að stíga fram getur verið hluti skýringar á þeim mikla fjölda kærumála
sem streymt hafa til lögreglu að undanförnu. Þetta segir afbrotafræðingur.
OFBELDI Áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lög-
reglunnar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. MYNDIN ER SVIÐSETT
Ranghermt var í grein blaðsins,
Niðurnídd miðborg, sem birtist á
laugardag, að Klapparstígur 19 væri
Veghúsastígur 1. Mynd sem birt var
með greininni er af Klapparstíg 19
og er það hús á lista slökkviliðsins
yfir brunagildrur. Samkvæmt gömlu
borgarskipulagi var húsið áður Veg-
húsastígur 1, en því hefur nú verið
breytt. Húsið sem stendur nú við Veg-
húsastíg 1 er ekki autt og ekki á lista
slökkviliðsins.
LEIÐRÉTTING
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
21°
20°
17°
22°
19°
16°
16°
21°
17°
19°
22°
34°
17°
18°
16°
17°
Á MORGUN
3-8 m/s, skúrir.
LAUGARDAGUR
Fremur hæg vestanátt.
4
4
4
3
7
7
0
8
9
5
10 6
5
4
2
2
5
1
6
3
2
2
55
6
10
8
6 7
14
10
8
NOKKUÐ GOTT
Litlar breytingar á
veðri til morguns.
Víðast hægur
vindur, fínn hiti
sunnan til en held-
ur svalara nyrðra.
Á morgun verður
víða skýjað og
horfur á skúrum,
einkum síðdegis.
Á laugardag er
útlit fyrir vestlæga
átt og líkur á smá
vætu vestanlands
um kvöldið.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Það er óneitanlega
undirligggjandi
spenna í samfélaginu sem
brýst fram með ýmsum
hætti og aukning kynferðis-
brota gæti að einhverju leyti
endurspeglað sérhyggju og
græðgi góðærisáranna sem
líkja má við siðrof
HELGI GUNNLAUGSSON
AFBROTAFRÆÐINGUR
VIÐSKIPTI Sprotafyrirtækið Puzz-
led by Iceland hefur nú hafið
formlegt samstarf við Unicef á
Íslandi. Fyrirtækið, sem Guðrún
Heimisdóttir og Þóra Eggerts-
dóttir stofnuðu í fyrra, framleið-
ir púsluspil og er viðfangsefnið
íslensk náttúra og dýralíf.
Af söluvirði hvers púsluspils
renna 500 krónur til Unicef.
Fyrir þær er til dæmis hægt að
útvega 28 skammta af bóluefni
gegn mænusótt. - ibs
Púsluspil úr íslenskri náttúru:
Sprotafyrirtæki
styrkir Unicef
SAMSTARF Guðrún Heimisdóttir, Stefán
Ingi Stefánsson og Þóra Eggertsdóttir.
FRAKKLAND Dómsmálaráðherra
Frakklands, Michel Mercier,
ætlar ekki að segja já óski belg-
ísk yfirvöld
þess að Mic-
helle Martin,
fyrrverandi
eiginkona belg-
íska barnaníð-
ingsins Marc
Dutroux, fái
að ganga í
franskt klaust-
ur. Ónafn-
greint klaustur
í Frakklandi hefur samþykkt að
taka við Michelle Martin en það
þarf samþykki yfirvalda til þess.
Dutroux var dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir fimmtán árum
fyrir að hafa rænt og nauðgað sex
stúlkubörnum. Fjórar stúlknanna
létust úr hungri hjá Dutroux.
Eiginkonan var dæmd fyrir
aðild að glæpnum. Hún sótti um
að verða látin laus vegna góðrar
hegðunar í fangelsinu. - ibs
Eiginkona Marc Dutroux:
Fær ekki að
ganga í klaustur
Einkasundlaug í Fossvoginn
Þó að borgaryfirvöld hafi vegna
kreppunnar lagt til hliðar áform um
almenningssundlaug í Fossvogsdal
láta ekki allir íbúar þar deigan síga í
þeim efnum. Þannig hefur eigandi
einbýlishúss við Bjarmaland fengið
leyfi byggingarfulltrúa til að koma fyrir
átta metra sundlaug í garði sínum.
REYKJAVÍKURBORG
SPÁNN Tíu hið minnsta fórust í jarðskjálfta í
bænum Lorca suðaustast á Spáni síðdegis í
gær. Skjálftinn var 5,3 stig og felldi marg-
ar byggingar í bænum, að því er fréttastofa
BBC greinir frá. Jarðskjálftinn átti upptök
sín um 120 kílómetra suðvestur af Alicante,
sumarleyfisstað sem Íslendingum er að góðu
kunnur.
Lýsingar frá Lorca greina frá því að hús
og spítalar hafi verið rýmdir í öryggisskyni.
Gamlar byggingar hafa skemmst og hrunið.
Fjöldi slasaðra liggur ekki fyrir, en spænsk-
ir fjölmiðlar segja að þeir skipti tugum.
Haft er eftir lækni í vefútgáfu El Pais að
hann hafi sinnt mörgum íbúum bæjarins
sem voru illa slasaðir, sumir meðvitundar-
lausir. Þá eru yfirvöld þess fullviss að tala
látinna eigi eftir að hækka á næstu klukku-
stundum, enda fjölmargir undir rústum
húsa.
Íbúar bæjarins voru skelfingu lostnir og
hópuðust út á götur og torg.
Forsætisráðherra Spánar, José Luis
Rodríguez Zapatero, hefur sent herlið á stað-
inn til að aðstoða við björgunarstarfið.
Bærinn Lorca er í Murcia, þar sem jarð-
skjálftavirkni er mest á Spáni. Fjöldi eftir-
skjálfta reið yfir svæðið í gærkvöldi sem jók
enn á ótta íbúanna, greinir BBC frá.
- shá
Stærsti jarðskjálfti á Spáni í fimmtíu ár reið yfir síðdegis í gær og lagði bæinn Lorca í rúst:
Tíu látnir og tugir mikið slasaðir á Spáni
SKELFING RÍKIR Í LORCA Þegar er ljóst að tíu eru
látnir en yfirvöld óttast að sú tala eigi eftir að hækka
verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MARC DUTROUX
GENGIÐ 11.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,523
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,43 113,97
186,99 187,89
163,08 164
21,87 21,998
20,918 21,042
18,222 18,328
1,4001 1,4083
181,47 182,55
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is