Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 9

Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 9
Kynntu þér nýja námsmöguleika í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og fullorðinsfræðslu. Ráðgjafar frá Vinnumálastofnun og skólunum aðstoða þig við að finna heppilegustu leiðirnar til að bæta menntun, auka hæfni þína og fjölga atvinnumöguleikum. Kynningin er opin öllum. Í DAG, 12. MAÍ KL. 11-16 OPIN NÁMSKYNNING Í LAUGARDALSHÖLL SKÖPUN TÆKNI UMÖNNUN Skapandi greinar verða sífellt mikilvægari í atvinnu- lífinu og nú eru ársverk í þeim geira nærri 10.000. Ný hugverk eru verðmæti, störfin skemmtileg og þörfin fyrir skapandi starfskrafta mun halda áfram að aukast. Námsráðgjafar og skólar munu kynna námsleiðir og nýja möguleika á þessu sviði. Á næstu árum er áætlað að fjöldi nýrra starfa skapist ár hvert í verk- og tæknigeiranum. Aukin þörf fyrir starfsfólk með menntun og hæfni í verk- legum greinum skapar spennandi tækifæri fyrir alla sem vilja bæta við grunnmenntun sína og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Fjölmörg námstækifæri á þessu sviði verða kynnt á námsstefnunni. Með hækkandi meðalaldri og sífellt betri aðbúnaði fjölgar umönnunarstörfum ár frá ári. Eftirspurn eftir menntuðu starfsfólki er mikil og líklegt er að hún fari vaxandi næstu ár. Störf í þessum geira eru fjölbreytt og tækifærin mörg. Námsmöguleikar á framhalds- og háskólastigi verða kynntir auk ýmissa símenntunartækifæra. Nú verður mun auðveldara en áður að komast að í framhaldsskóla eftir námshlé. Haustið 2011 munu skólarnir taka inn alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði, ásamt eldri umsækjendum sem hafa lokið raunfærnimati vorið 2011. 1000 NÝ TÆKIFÆRI FYRIR ATVINNULEITENDUR OPNIR FRAMHALDSSKÓLAR Þeim sem verið hafa á atvinnuleysisskrá frá því fyrir 1. mars gefst nú kostur á að stunda nám á haustönn án þess að greiða skólagjöld. Markmiðið er að veita 1000 umsækjendum aðgang að framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu – með óskertum atvinnuleysisbótum í eina önn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.