Fréttablaðið - 12.05.2011, Síða 28
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR28
timamot@frettabladid.is
Nú í sumar eru fimmtíu ár liðin frá
stofnun Grasagarðs Reykjavíkur í
Laugardal. Vegleg afmælisdagskrá
verður í gangi í allt sumar en auk þess
verður almenningi opnaður aðgangur
að mun stærri garði en unnið hefur
verið að stækkun garðsins upp á 2,4
hektara um nokkurt skeið. Garðurinn
er í dag um þrír hektarar og verður því
í heild nær tvöfalt stærri.
„Þetta er stækkun á svokölluðu trjá-
safni garðsins, og verður í sama dúr og
það, með grasflötum sem hægt er að
setjast á, trjám og runnum. Um þess-
ar mundir er verið að vinna að því að
gera gönguleiðir upp að nýja svæðinu
og tengja það garðinum, en nýi hlut-
inn er norðan við núverandi trjásafn
garðsins. Formleg opnun á þessari
stóru viðbót verður á afmælisdaginn
sjálfan, 18. ágúst,“ segir Hildur Arna
Gunnarsdóttir, fræðslustjóri Grasa-
garðs Reykjavíkur. Núverandi trjásafn
var opnað árið 1989 en í grasagarðin-
um eru átta safndeildir, Flóra Íslands,
fjölærar jurtir, rósir, lyngrósir, skóg-
arbotnsplöntur, trjásafn, steinhæð og
nytjajurtagarður.
Grasagarðurinn var stofnaður árið
1961 með gjöf hjónanna Jóns Sigurðs-
sonar, skólastjóra Laugarnesskóla, og
Katrínu Viðar píanókennara en þau
gáfu borginni safn með 200 plöntum úr
íslenskri flóru, sem var komið fyrir í
tveimur aflöngum beðum – á 700 fer-
metra svæði. Í dag eru um 5.000 teg-
undir plantna í Grasagarðinum.
„Það eiga allir hlutdeild í Grasa-
garðinum og hann á sér stað í hjörtum
margra. Fólk á sér jafnvel sína uppá-
haldsstaði og uppáhaldsplöntur og við
höfum marga fastagesti á öllum aldri.
Afmælinu verður því fagnað með fjöl-
breytilegum hætti og sumardagskrá-
in verður sérstaklega vegleg,“ segir
Hildur og bendir gestum garðsins á
dagskrána í heild á heimasíðunni gra-
sagardur.is. Í dag klukkan 17 er til
dæmis boðið upp á fræðslugöngu um
Grasagarðinn þar sem hátíðaliljur í
blóma verða skoðaðar undir leiðsögn
Hjartar Þorbjörnssonar, safnvarðar og
forstöðumanns Grasagarðsins. Gangan
hefst við aðalinnganginn.
„Fyrir utan sjálfan afmælisdaginn
í ágúst má af öðrum dagskrárliðum
nefna að í júní verður haldið upp á
Dag villtra blóma og í júlí er farin svo-
kölluð Rósaganga. Tónlistarmennirn-
ir Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika
Abendroth hafa alltaf haldið tónleika á
sumarstólstöðum í júnímánuði í Grasa-
garðinum en í ár verða tónleikarnir
ekki fyrr en í september og eru loka-
punkturinn í þessari sumardagskrá,“
segir Hildur og lofar spennandi sumri
í Laugardalnum. juliam@frettabladid.is
GRASAGARÐURINN Í REYKJAVÍK 50 ÁRA: NÝTT STÓRT TRJÁSVÆÐI TEKIÐ Í NOTKUN
Nær tvöfalt stærri garður
HJARTFÓLGINN STAÐUR „Það eiga allir hlutdeild í Grasagarðinum og hann á sér stað í hjörtum
margra. Fólk á sér jafnvel sína uppáhaldsstaði og uppáhaldsplöntur,“ segir Hildur Arna
Gunnars dóttir, fræðslustjóri Grasagarðs Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ//VILHELM
37 SÓLEY TÓMASDÓTTIR borgarfulltrúi er 37 ára í dag.„Við erum einstaklingar og það er alltof mikil einföldun að flokka fólk í tvennt
og eigna því ákveðin áhugamál eftir því í hvaða hópi það lendir.“
MOSAIK
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
Þórður Haraldsson
skipasmíðameistari, Fjallalind 84 í
Kópavogi,
lést á heimili sínu þann 5. maí síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
17. maí klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþökkuð.
Þórdís Harðardóttir
Sveinbjörn Grétarsson Guðrún Hauksdóttir
Þór Þórðarson Sonja Gísladóttir
Eva Dís Þórðardóttir
Sara Rós Þórðardóttir
stjúpbörn og barnabörn.
55 ára afmæli
Í tilefni þess að ég verð 55 ára 13. maí nk.
býð ég vinum og ætting jum til veislu þann
dag að Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi
( jarðhæð), milli kl. 17.30 og 20.00.
Sigurður R.
Höskuldsson
áður til heimilis að Lundi,
nú til heimilis að Hamraborg 32, Kópavogi.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi,
Andrés Hjörleifsson
sem lést a Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
5. maí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju á morgun,
föstudaginn 13. maí, kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Jóhannesdóttir
Ástríður Andrésdóttir
Runólfur Þór Andrésson
Ólafur Andrésson
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Páll Marteinsson
Brekkugötu 36, Akureyri,
lést laugardaginn 7. maí. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu á
Akureyri.
Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir
Sæmundur Örn Pálsson Þóra Ellertsdóttir
Þorsteinn Pétur Pálsson Bergþóra Björk Búadóttir
Kristinn Sigurður Pálsson Sólveig Alfreðsdóttir
Marta Þuríður Pálsdóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jens Jóhannes Jónsson
Dalseli 33, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
7. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík
mánudaginn 16. maí kl. 15.00.
Sólveig Ásbjarnardóttir
Anna Jensdóttir Sigurður V. Viggósson
Ásbjörn Jensson Vilborg Tryggvadóttir Tausen
Jón Haukur Jensson Berglind Björk Jónasdóttir
Ástríður Jóhanna Jensdóttir Ragnar Kjærnested
Erla Sesselja Jensdóttir Gunnar Friðrik Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, sonur og afi,
Haukur Nikulásson,
lést á Landspítalanum 9. maí sl.
Jarðarförin fer fram þann 18. maí kl. 15.00 í Áskirkju.
Aðstandendur vilja færa sérstakar þakkir til starfsfólks
deildar 13-E á Landspítalanum við Hringbraut.
Nanna Guðrún Waage Marinósdóttir
Nikulás Sveinsson
Kjartan Reynir Hauksson Ingibjörg Daðadóttir
Páll Arnar Hauksson Lára Björg Þórisdóttir
Hákon Freyr Waage Friðriksson
Einar Nikulásson Herdís Jóhannsdóttir
Sveinn Nikulásson
Haraldur Daði Þorvaldsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðmunda
Ögmundsdóttir
Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi,
sem andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á minningarsjóð Flateyjarkirkju á
Breiðafirði. Minningarkort fást í versluninni Sjávarborg
í Stykkishólmi, s. 438 1121, og hjá Gunnari, s. 824 5651.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
Ögmundur Gunnarsson Rannveig Stefánsdóttir
Gunnar Freyr Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Laufey Guðlaugsdóttir
frá Lundi, Grenivík,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 4. maí.
Jarðarförin fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn
14. maí kl. 13.30.
Hallgrímur Svavar Gunnþórsson Guðbjörg Herbertsdóttir
Þórey Gunnþórsdóttir Guðgeir S. Helgason
Guðlaugur Gunnþórsson Stella D. Guðjónsdóttir
Hjalti Gunnþórsson Nanna Kr. Jóhannsdóttir
Emilía Kr. Gunnþórsdóttir Árni Pálsson
og ömmubörnin