Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 34
12. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR
Bræðurnir Armend og Dardan
Zogaj hafa ferðast um víða
veröld, unnið á mörgum
pizzastöðum og smakkað á enn
fleiri pizzum. Það kom þeim vel
þegar þeir ákváðu að ráðast í
opnun Castello pizzastaðarins
á Dalvegi 2 nánast beint upp úr
efnhagshruninu.
„Við höfðum fulla trú á verkefninu
enda hefur það gengið mjög vel,“
segir Armend. „Við hönnuðum
staðinn fyrst aðeins þannig að
fólk gat tekið pizzurnar með sér en
fljótlega fundum við að viðskipta-
vinir okkar vildu setjast niður og
fá sér jafnvel vín með pizzunum.
Við ákváðum því að opna annan
stað, Castello veitingastað, í Dals-
hrauni 13 í Hafnarfirði árið 2009
og hann hefur gengið mjög vel. Nú
ætlum við að opna stað í Reykjavík
og erum að leita að staðsetningu.“
En hvað skiptir öllu máli í pizza-
gerð? „Brauðið“, segir Armend og
brosir, „brauðið. Eftir öll okkar
ferðalög erum við bræðurnir
orðnir góðir bakarar og brauðið
verður að vera „kríspí“ að utan en
mjúkt að innan.“ Hann segir vin-
sælustu pizzuna á Castello vera
Rucola en hún er með klettasal-
ati, parma skinku og parmesan-
osti. „Annars eru þær allar vin-
sælar,“ segir hann og hlær. „Við
erum líka alltaf með tilboð, bæði
hádegis- og heimsendingartil-
boð en líka ef fólk sækir. Þannig
kostar níu tommu pizza með þrem-
ur áleggs tegundum og kók í dós
ekki nema 1.090 kr. í hádeginu.
Það kostar 2.490 kr. að senda heim
miðstærð af pizzu með tveim-
ur áleggstegundum, litlar brauð-
stangir og 1 líter af gosi. Ef fólk
vill sækja kostar stór pizza með
tveimur áleggjum 1.790 kr. Við
reynum þannig að koma til móts
við flesta án þess að það komi
niður á gæðunum.“
Þeir bræðurnir segja að ef til
vill megi rekja áhuga þeirra á
pizzum til þess hve heimaland
þeirra Kosovo sé nálægt Ítalíu,
þar sem flest sé gert úr brauð-
deigi. „Pizzagerð hefur orðið
okkar líf og yndi og markmið
okkar er að búa til fyrsta flokks
pizzur úr fyrsta flokks hráefni.
Castello á að vera gæðastimpill.“
Castello pizzur
hafa slegið í gegn
Armend hefur unnið á mörgum pizzustöðum víða um heim. MYND/GVA
Pizza Hut fagnar nú 25 ára
afmæli sínu, en staðurinn er
heimsfrægur fyrir gómsætar
pönnupizzur sínar.
„Pizza Hut er fyrst og fremst fjöl-
skylduveitingastaður þar sem börn
eru velkomin með allt sitt æsku-
fjör og starfsfólkið sérþjálfað í að
veita fjölskyldum góða þjónustu
og vellíðan, spjalla við börn og
hafa þau hlaupandi í kringum sig
án þess að fipast við að bera fram
mat og drykk,“ segir Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir eigandi og fram-
kvæmdastjóri Pizza Hut í Smára-
lind um heimsfræga veitingahúsa-
keðjuna sem opnaði fyrst á Íslandi
fyrir aldarfjórðungi síðan. Fyrir-
tækið stofnuðu tveir bræður í
litlum kofa í Wichita í Kansas árið
1958, en keðjan dregur einmitt
nafn sitt af kofanum góða. Þeir
bræður byrjuðu smátt og fengu 70
þúsund krónur lánaðar hjá móður
sinni en hratt óx orðsporið um
pizzurnar góðu og í dag eru yfir
tólf þúsund Pizza Hut veitingastað-
ir í heiminum og vörumerkið eitt
það þekktasta í veröldinni.
„Pizza Hut er frægast fyrir
leyniuppskrift sína að pönnu-
pizzu sem Íslendingar hafa snætt
af bestu lyst í 25 ár. Enn panta 9
af hverjum 10 gesta okkar pönnu-
pizzu, sem í raun er engu lík í
nostur samri deiggerðinni sem
tekur heila 8 tíma að gera áður en
pizzan má fara í ofninn. Pönnu-
pizzur eru þykkar, matarmiklar
og gómsætar, en aðall Pizza Hut
er hágæða hráefni og erum við
eifn fárra staða sem nota 100%
mozzarella-ost á pizzurnar,“ segir
Þórdís Lóa. Pizza Hut býður einn-
ig upp á þunnbotna og hefðbundn-
ar ítalskar pizzur og svo pizzur
með ostafylltum kanti, sem einnig
er þeirra eigin lostæta uppfinning.
„Pizzur Pizza Hut eru því ekki
skyndibiti, heldur fullkomin mál-
tíð í afslöppuðu og skemmtilegu
umhverfi þar sem stjanað er við
gesti í kósíheitum og kertaljósum.”
Á heimasíðu Pizza Hut má sjá
fjölbreyttan matseðil, sem og
freistandi tilboð sem henta af-
mælum og öðrum tilefnum. Þá er
ótalinn ísbarinn þar sem börn geta
útbúið sinn eigin ísrétt í eftirmat.
Pizza Hut er í Vetrargarðinum
í Smáralind. Sjá www.pizzahut.is.
Frægar pönnupizzur
og fjölskyldudekur
Þórdís Lóa, eigandi Pizza Hut á Íslandi. Það er ómótstæðilegt að leyfa bragðlaukunum að upplifa pönnupizzur á Pizza Hut.
™
Við bjóðum
uppá
PÖNNU PIZZUR
...............................
ÞUNN BOTNA
PIZZUR
...............................
KANTFYLLTAR
PIZZUR
...............................
PASTARÉTTI
...............................
SALÖT
...............................
HÁDEGISVERÐA
HLAÐBORÐ
...............................
SUNNUDAGS
HLAÐBORÐ
...............................
AFMÆLISVEISLUR
...............................
HÓPATILBOÐ
...............................
PIZZA HUT SMÁRA LIND
www.pizzahut.is