Fréttablaðið - 12.05.2011, Page 40
12. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR8 ● pizza
● DROTTNINGARPITSAN
MARGARÍTA Ítalski bakar-
inn Raffaele Esposito á heiður-
inn af vinsælustu pitsusamsetn-
ingu margra og ekki síst barna.
Raffaele vann á pitsustaðnum
Pietro...e basta cosi sem stofn-
aður var 1880 og er enn starf-
ræktur undir nafninu Pizzeria
Brandi. Árið 1889 átti Raffaele
von á Umberto I konungi og
drottningu hans, Margarítu
af Savoy í mat, og bakaði fyrir
komu þeirra þrjár mismunandi
pitsur, þar sem drottningin féll
kylliflöt fyrir pitsu í ítölsku fána-
litunum með áleggjunum basil
(grænt), mozzarella-osti (hvítt)
og tómötum (rautt). Var pitsa
Raffaele því nefnd Margaríta
drottningunni til heiðurs.
● PITSAN Á GRILLIÐ Að
grilla pitsu gefur sérstakt bragð
og verður flatbakan nánast eins
og eldbökuð.
Best er að nota sérstaka grill-
pönnu sem kaupa má víða en
hún er með götum á botninum.
Deigið má ekki vera of þykkt og
best að hafa pitsurnar þunn-
botna og áleggið ekki of þykkt.
Annars er pitsan búin til eins og
venja er, sett á grillpönnu, sett á
heitt grillið og því lokað. Pitsan
er látin bakast þar til osturinn er
gullinbrúnn.
Fyrir þá sem vilja prófa eitt-
hvað nýtt má nefna að með því
að setja viðarbúta í álpappír
og setja ofan á grillið verður til
reykjarbragð af pitsunni sem er
áhugavert.
Nú klæðum við áleggið okkar í gull
...því það á það svo sannarlega skilið