Fréttablaðið - 12.05.2011, Side 54
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR38
tonlist@frettabladid.is
Tony Allen er einn af dáðustu trommuleikurum heims. Hann er þekkt-
ur sem „maðurinn sem bjó til bítið í afróbít tónlistinni“. Hann var
trommuleikari Fela Kuti á hátindi ferilsins, á árunum 1964-1979. Það
eru til ótal sögur um Tony. Brian Eno sagði einhvern tímann að hann
væri „ef til vill besti trommari
sem uppi hefði verið“ og svo er það
sagan af því þegar James Brown
spilaði í Nígeríu 1970 og setti
sínum mönnum fyrir það verkefni
að stúdera þennan galdramann sem
spilaði á trommur með Fela. Ginger
Baker er líka aðdáandi og lærði
sitthvað af Tony.
Tony Allen hefur gefið út slatta
af sólóplötum sem eru flestar frá-
bærar. Sú fyrsta heitir Jealousy
og kom út 1975, en sú nýjasta er
Secret Agent sem kom út hjá heim-
stónlistarrisanum World Circuit
fyrir tveimur árum. Fín plata.
Tony býr í dag og starfar í París.
Hann er eftirsóttur til að starfa með og hefur á undanförnu árum m.a.
spilað með Sébastien Tellier, Charlotte Gainsbourg, Manu Dibango,
Zap Mama og Grace Jones. Árið 2006 fékk Damon Albarn hann með
sér í spútniksveitina The Good The Bad & The Queen ásamt Clash-
bassaleikaranum Paul Simonon og gítarleikaranum Simon Tong úr
The Verve, og fyrir tveimur árum gerðu Tony Allen og Finninn frækni
Jimi Tenor saman plötuna Inspiration Information 4.
Koma Tony Allen á Listahátíð er einstakt tækifæri til þess að upplifa
mjög áhrifamikinn og öflugan tónlistarmann. Það verður spennandi að
sjá hvernig þessum gamla meistara tekst að sameinast Stórsveit Samú-
els Samúelssonar og sjá og heyra hvaða lög verða á efnisskránni. Tón-
leikar Tony Allen og Stórsveitar Samma verða í Tjarnarbíói 1. júní.
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
TÓNLISTINN
Vikuna 5. - 11. maí 2011
LAGALISTINN
Vikuna 5. - 11. maí 2011
Sæti Flytjandi Lag
1 Adele ...................................................Someone Like You
2 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna
3 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn
4 Jessie J ..................................................................Price Tag
5 Bubbi Morthens................................................... Ísabella
6 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home
7 Eyjólfur Kristjánsson & Björn Jörundur .........Allt búið
8 Valdimar ............................................................. Brotlentur
9 Páll Rósinkranz & Magnús Þór Sigmundss... .. Loforð
10 Britney Spears .................................Till The World Ends
Sæti Flytjandi Plata
1 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf
2 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð) um vandræði
3 Sjonni‘s Friends ...................................... Coming Home
4 Valdimar ............................................................Undraland
5 Ýmsir .........................Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision
6 Eyfi .....................................Ykkur syng ég mína söngva
7 Skálmöld ...................................................................Baldur
8 Svavar Knútur ..........................................................Amma
9 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011
10 Páll Rósinkranz ...........................................Ó hvílík elska
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
SPILAR Á LISTAHÁTÍÐ Tony Allen spilar
með Stórsveit Samma á Listahátíð 1.
júní.
Lifandi goðsögn á Listahátíð
Okkervil River er ekki
þekktasta hljómsveit heims,
en hefur engu að síður verið
dáð af tónlistargrúskurum
síðustu ár. Ný plata hljóm-
sveitarinnar markar skil
og gefur til kynna að nú
stefni hljómsveitin á megin-
straumsvinsældir líkt og
Arcade Fire.
Indí-hljómsveitin Okkervil River
sendi frá sér plötuna I Am Very
Far í vikunni. Plötunni var lekið
á netið í apríl og fór í kjölfarið
að vekja mikla athygli tónlistar-
grúskara um allan heim.
Okkervil River hefur farið
erfiðu leiðina á ferli sínum og
byggt upp vinsældir sínar hægt,
en örugglega. Hljómsveitin var
stofnuð í Texas í Bandaríkjunum,
nánar tiltekið í borginni Austin,
árið 1998 og dregur nafn sitt af
rússneskri smásögu höfundarins
Tatyana Tolstaya. Hljómsveit-
in gaf sjálf út fyrstu plötuna og
kom í kjölfarið fram á South by
Southwest-tónlistarhátíðinni í
Texas. Plötusamningur fylgdi í
kjölfarið og fleiri plötur.
Þemaplatan Black Sheep Boy,
sem kom út árið 2005, sló í gegn og
var sérstaklega vel tekið af gagn-
rýnendum. Okkervil River hélt
áfram að hamra járnið, kom fram
í kvöldþætti Conans O‘Brien og
tróð upp með listamönnum á borð
við Lou Reed og snillingunum í
The National.
I Am Very Far er sjötta plata
Okkervil River og sú fyrsta í átta
ár sem er ekki þemaplata (e.þ. con-
cept). Gagnrýnendur hafa keppst
við að ausa plötuna lofi og Alexis
Petridis, gagnrýnandi breska dag-
blaðsins The Guardian segir að nú
sé Okkervil River að gera tilraun
til að spila með stóru strákunum
– fara upp um deild. Hann segir
plötuna grípa strax ólíkt mörgum
öðrum plötum sem taka tíma í að
síast inn hjá hlustendum. Platan
inniheldur engu að síður ekkert
vinsældapopp og þykir nokkuð til-
raunakennd. Meðlimir hljómsveit-
arinnar fóru ýmsar óhefðbundn-
ar leiðir við upptökur á plötunni,
tóku upp hljóð í skjalaskáp sem
þeir rúlluð um hljóðverið og próf-
uðu að syngja á röltinu í stað þess
að standa kyrrir.
Petridis nefnir hljómsveitina
Arcade Fire sem dæmi um hvert
Okkervil River stefnir. Arcade
Fire hefur náð gríðarlegum vin-
sældum undanfarin ár, án þess
að fórna tónlistarlegum metnaði.
Síðasta plata hljómsveitarinnar,
The Suburbs, þótti algjört meist-
arastykki og styrkti stöðu hljóm-
sveitarinnar á meðal þeirra bestu.
Þangað stefnir Okkervil River að
mati gagnrýnanda The Guardian.
atlifannar@frettabladid.is
Okkervil River reynir að
spila með stóru strákunum
STEFNA HÁTT Okkervil River hefur sent frá sér nýja plötu sem gæti gert hljómsveitina miklu stærri að mati The Guardian.
Í SPILARANUM
Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn - Rain On Me Rain
Guðmundur - Guðmundur
Cex - Tiny Creature
Eurovision - Song Contest Düsseldorf 2011
Las Vegas-hljómsveitin The
Killers hefst handa við að
semja nýtt efni í næstu viku,
samkvæmt trommaranum
Ronnie Vannucci.
Vannucci lýsti því yfir í við-
tali á útvarpsstöðinni XFM
í London að meðlimir The
Killers ættu hrúgu af hug-
myndum að lögum sem þeir
vilji leyfa hver öðrum að
heyra. Þá bætti hann við að
þeir væru búnir að ákveða að
hittast þriðjudaginn 17. maí.
„Við ætlum að koma saman og
byrja að vinna,“ sagði hann.
The Killers sendi síðast frá
sér plötuna Day & Age árið
2008, sem var þriðja plata
hljómsveitarinnar. Meðlimir
The Killers hafa einbeitt sér
að eigin verkefnum undan-
farin misseri og söngvarinn
Brandon Flowers sendi til
að mynda frá sér nokkuð vel
heppnaða sólóplötu í fyrra.
Killers vinnur að nýju efni
AFTUR AF STAÐ
The Killers hefur látið lítið fyrir sér
fara undanfarið, en hyggst byrja á
nýrri plötu í næstu viku.