Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.05.2011, Qupperneq 62
12. maí 2011 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is VALSMENN hafna kvörtun KR sem sakar Frey Alexandersson, aðstoðarþjálfara liðsins, um að hafa rætt ólöglega við Ingólf Sigurðsson, leikmann KR. Valur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið hafnar með öllu að einhver á þeirra vegum hafi rætt við Ingólf. KSÍ á eftir að taka málið fyrir. VALUR 0-1 ÍBV 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (90.+1.) Vodafone-völlurinn, áhorf.: 2.348 Dómari: Kristinn Jakobsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–6 (4–1) Varin skot Haraldur 0 – Abel 3 Horn 13–5 Aukaspyrnur fengnar 15–7 Rangstöður 3–0 Valur 4–5–1 Haraldur Björnsson 5 - Jónas Tór Næs 5, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Atli Sveinn Þórarinsson 5, Pól Jóhannus Justinussen 6 - Haukur Páll Sigurðsson 6 (70., Andri Fannar Stefánsson 6), Guðjón Pétur Lýðsson 5, Arnar Sveinn Geirsson 5 (37., Jón Vilhelm Ákason 6) - Matthías Guðmunds- son 6, Christian R. Mouritzen 6 (54., Rúnar Már Sigurjónsson 5), Hörður Sveinsson 4. ÍBV 4-5-1 Abel Dhaira 6 - Kelvin Mellor 5, Rasmus Christiansen 7, Eiður Aron Sigurbjörnsson 6, Matt Garner 5 - Andri Ólafsson 5, Bryan Hughes 5 (81., Anton Bjarnason -), Tony Mawejje 5 (50., Guðmundur Þórarinsson 6), Tryggvi Guðmundsson 4, *Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 - Jordan Connerton 5 (61., Denis Sytnik 5). BREIÐABLIK 2-1 GRINDAVÍK 0-1 Paul McShane (14.) 1-1 Kristinn Steindórsson (77.) 2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (82.) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.157 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–6 (7-4) Varin skot Ingvar 2 – Jack 5 Horn 12–1 Aukaspyrnur fengnar 12–11 Rangstöður 1–8 Breiðablik 4–3–3 Ingvar Þór Kale 6 - Kristinn Jónsson 6 (81., Arnar Már Björgvinsson -), Kári Ársælsson 5 (46., Viktor Unnar Illugason 6), Elfar Freyr Helgason 5, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 - Finnur Orri Margeirsson 5, Guðmundur Kristjánsson 5, Rafn Andri Haraldsson 5 - Tómas Óli Garðarsson 7, Andri Rafn Yeoman 6 (72., Olgeir Sigurgeirsson -), Kristinn Steindórsson 6. Grindavík 4-3-3 Jack Giddens 7 - Ray Anthony Jónsson 5, Ólafur Örn Bjarnason 6, Guðmundur Andri Bjarnason 5, Alexander Magnússon 7 - Jóhann Helgason 5, Jamie McCunnie 5, Paul McShane 5 (81., Bogi Rafn Einarsson -) - Orri Freyr Hjaltalín 5, Magnús Björgvinsson 5 (66., Matthías Örn Friðriksson 5), *Robbie Winters 7 (72., Michal Pospisil -). UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gætirðu tryggt barninu þínu ógleymanlega upplifun. Nafn eins barns á aldrinum 7–9 ára verður dregið út og fer ásamt fylgdarmanni á UEFA Champions League úrslitaleikinn á Wembley 2011 og fær að leiða leikmenn inn á völlinn í boði MasterCard, aðalstyrktaraðila UEFA Champions League. Til að taka þátt þarf að nota MasterCard kortið a.m.k. 10 sinnum frá 14. apríl–15. maí 2011. Barnið þitt gæti fengið að leiða leikmann inn á völlinn í UEFA Champions League úrslitaleiknum á Wembley 28. maí 2011 í London Dregið vikulega um skemmtilega aukavinninga Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is FÓTBOLTI Þjálfarar beggja liða gerðu nokkuð róttækar breyting- ar á liðum sínum fyrir leikinn og virtust breytingarnar ætla að skila Grindvíkingum árangri. Þeir kom- ust yfir snemma leiks með snyrti- legu skallamarki Paul McShane. Enn á ný virtust heilladísirnar ætla að leika við Grindvíkinga sem höfðu sigrað í sjö af síðustu átta heimsóknum sínum í Kópavog- inn. Skömmu síðar var Guðmundi Andra Bjarnasyni, varnarmanni Grindvíkinga, vikið af velli fyrir brot á Andra Rafni Yeoman sem var sloppinn einn í gegn og Grind- víkingar manni færri. Það sem eftir lifði leiks var knötturinn mestmegnis á vallar- helmingi Grindvíkinga sem pökk- uðu í vörn, staðráðnir í að halda marki sínu hreinu. Stórsókn Blik- anna bar ekki árangur fyrr en stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Kristinn Steindórsson kom boltanum yfir línuna. Blikarnir í stúkunni fögnuðu en Blikarnir á vellinum ætluðu sér stigin þrjú og aðeins þremur mín- útum síðar skoraði Arnór Sveinn Aðalsteinsson sigurmarkið. Sigur Blikanna var verðskuldaður en Grindvíkingar mega vera ánægð- ir með frammistöðu sína manni færri í sjötíu mínútur. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Blika, var virki- lega ánægður með stigin þrjú. „Þetta var erfitt, sérstaklega eftir að þeir misstu mann út af. Þó það ætti að vera léttara þá þekkjum við það sjálfir að menn pakka aðeins meira niður og reyna að verjast. Þetta var þolinmæðis- vinna að komast í gegnum það og við gerðum það vel.“ Robbie Winters, framherji Grindavíkur, var ánægður með baráttu Grindvíkinga. „Ákefðin og vinnuframlagið var frábært. Ólíkt leiknum um dag- inn [gegn Val] náðum við að halda boltanum á jörðinni í kvöld. Auð- vitað var þetta erfitt manni færri en mér fannst karakterinn í liðinu frábær.“ - ktd Breiðablik lagði Grindavík, 2-1, í leik þar sem Blikar voru manni fleiri lengstum: Fyrstu stig Íslandsmeistaranna GLEÐI Blikarnir fögnuðu fyrstu stigunum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Þetta gerist ekki sæt- ara en þetta, en þetta er jafn- framt í annað skiptið á tímabilinu sem við klárum leik svona og það er bara frábært,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, hetja Eyja- manna í 1-0 sigri á Val í hundr- að ára afmælisleik Valsmanna á Vodafone-vellinum í gær. Þórarinn sá til þess að Valsmenn fóru stiga- lausir heim úr 100 ára afmælis- veislunni á Vodavone-vellinum í gærkvöldi. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálf- leikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkost- legu skoti í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi ekki skor- að sætara mark,“ sagði Þórarinn kátur en fyrirliðinn Andri Ólafs- son hafði reyndar smá áhyggjur af Þórarni þegar hann snýr heim til Eyja. „Það er verra að Þórarinn hafi skorað þetta mark því hann er með nóg egó fyrir. Ég veit ekki hvernig næsta vika verður í Eyjum því ég held að eyjan sé of lítil fyrir þetta mark hjá honum,“ sagði Andri í léttum tón en það var hálfleiks- ræða Heimis Hallgrímssonar sem gaf Eyjaliðinu kraftinn í seinni hálfleik. „Það var gargað á okkur í fimmtán mínútur í hálfleik. Hann var ekki sáttur með vinnufram- lagið og menn lögðu sig því fram þótt það hafi ekki verið mikið spil hjá okkur,“ sagði Andri, stoltur af sínu liði. Valsmenn voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Eyjamaðurinn Tryggvi Guð- mundsson fékk beint rautt spjald í lokin á fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Rauða spjaldið var umdeilt, ekki síst þar sem Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson slapp alveg hjá Kristni Jakobssyni dómara en þeim tveimur hafði lent saman. „Við gefumst aldrei upp og það er mottóið okkar. Við ætlum að klára alla leiki af fullum krafti og það skilaði okkur þremur stigum í dag,“ sagði Þórarinn og hann rifj- aði upp sams konar karakter liðs- ins á móti Val á svipuðum tíma í fyrra. „Þetta er fínn völlur til þess að starta tímabilinu almennilega. Það var upphafið að einhverju góðu þegar við náðum stigi hér á móti þeim í fyrra manni færri og af hverju ekki núna,“ sagði hetja Eyjamanna. Valsmenn fóru illa með góða stöðu og það vantaði bara miklu meiri grimmd til þess að klára þennan leik í gær. „Það er alveg skelfilegt að fá á sig sigurmark á 91. mínútu en þetta var bara orsök, afleiðing. Við vorum ekki nógu góðir í seinni hálfleik og færðum boltann ekki nógu hratt. Við áttum að skora í fyrri hálfleik á meðan við vorum jafnmargir inni á vellinum. Þegar við erum einum fleiri í seinni hálf- leik þá færum við boltann alltof hægt,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Vals. „Þetta er ekkert áfall. Við bara töpuðum einum fótboltaleik. Það er hundleiðinlegt og sérstaklega á þessum degi. Við áttum alla mögu- leika á að vinna þennan leik en gerðum það ekki. Við vorum síðan kærulausir í lokin, fengum á okkur mark og töpuðum leiknum,“ sagði Kristján. ooj@frettabladid.is Eyjan of lítil fyrir þetta mark hjá Þórarni Inga Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, hefur áhyggjur af egói Þórarins Inga Valdimars- sonar næstu daga í Eyjum eftir að Þórarinn eyðilagði 100 ára afmælisveislu Valsmanna með stórkostlegu sigurmarki í uppbótartíma. RAUTT Tryggvi Guðmundsson var rekinn af velli eftir viðskipti við Hauk Pál Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.